Bæjarbót - 01.02.1987, Blaðsíða 12

Bæjarbót - 01.02.1987, Blaðsíða 12
# Spakmæli mánaðarins: ”Þ;/ndÞ"f^l“.hænleika ri""a 8a"a "já Mrum’Þess 'es"a eru # Bæjarbót er fyrst og fremst blað Grindvíkinga. Útgefandi er Flakkarinn — Bæjarbót. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Björn Birgisson. Afgreiðsla, ritstjórn, auglýsinga- og efnismóttaka er að Víkurbraut 19 og sími blaðsins er 8060. Bæjar- bót kemur út mánaðarlega, í lok hvers mánaðar. Setning: Stapaprent. Prentun: Prentiðn Hafnarfirði. Blaðinu er dreift í hvert hús í Grindavík og í stórverslanir í Keflavík og Njarðvík. Einnig er það sent til áskrifenda, en íbúar á Suðurnesjum og um allt land geta fengið blaðið í áskrift. Áskriftarsími er 8060. Febrúar 1987 6. árgangur 2. tölublað v ^ Óháð flokkadrætti Skúmur GK á strandstað: — Við sjópróf kom fram að báturinn sló tvisvar niður hælnum í bullandi kvikum og út undir snúningnum, yst út í ósnum, var stýrið orðið fast í stjór. Vindur var á vestsuðvestan og þrátt fyrir að Birgir Smári skipstjóri reyndi að halda merkjum, með því að bakka og taka áfram á víxl, hrakti skipið undan veðri til austurs. Þegar sýnt þótti að hverju stefndi var ankerið fellt, en keðjan rykktist sundur milli 1. og 2. liðar, þegar keðju- lásinn brotnaði - og skipið rak upp. Þau skipa 5 efstu sceti listans í vor. Frá vinstri: Olafur Ragnar Grímsson í 2. sœti, Ásdís Skúladóttir í 3. sæti, Geir Gunnarsson í 1. sœti, Bjargey Einarsdóttir í 4. sæti og Jóhanna Axeísdóttir sem skipar 5. sætið. Myndin var tekin á fjölmennri G-lista hátíð í Festi. Geir Gunnarsson alþingismaður: „Stefnum markvisst að tveimur mönnum“ r — tel að Olafur Ragnar verði góður baráttumaður fyrir kjördæmið „Við stefnum markvisst að því að ná tveimur mönnum hér í kjördæminu“ sagði Geir Gunn- arsson þingmaður fyrir Alþýðu- bandalagið í stuttu spjalli við blaðið nýlega. „Til þess þurfum við rúm 16% atkvæða og miðað við úr- slit síðustu sveitarstjórnarkosn- inga er þetta raunhæft mark- mið. Þar fengum við alls 5100 atkvæði á okkar G-listum, en á nokkrum smærri stöðunum var enginn sér G- listi og því mun atkvæðatalan hækka í kosning- unum í vor. Við teljum að kosn- ingarnar snúist um að við fáum hér tvo menn kjörna. Við höfð- um tvo menn inni til 1979 og oft stóð það tæpt. En nú verður þingmönnunum fyrir Reykja- nes fjölgað í 11 og þar af ætlum við okkur tvo. Við teljum að Ólafur Ragnar Grímsson verði mjög góður baráttumaður fyrir þetta kjördæmi.“ Er eitthvað hæft í þeim orð- rómi að þú hyggist hætta á miðju kjörtímabilinu eins og Kvennalistakonurnar? „Nei það hefur aldrei verið nefnt einu orði, hvorki af minni hálfu né nokkurra annara í okkar herbúðum. Þetta er algjör firra.“ Karl Steinar: „Stefnum afl fjórum þingmönnum Geir Gunnarsson alþingismaður (t.v.) og Ólafur Ragnar Grímsson. ,,Kosningarnar hér snúast um það hvort við fáum tvo menn“segir Geir Gunnarsson. Hvaða væntingar hafa Alþýðflokksmenn í sambandi við Alþingiskosningarnar í apríl. Því svarar Karl Steinar Guðnason, 2. maður á lista flokksins í Reykjaneskjördæmi. „Við stefnum að því að fá fjóra þingmenn og jafnframt að verða stærsti flokkurinn í kjör- dæminu. Við erum nú þegar næst stærsti flokkurinn, höfum verið það lengi og teljum okkur nú hafa alla burði til þess að berjast fyrir því að verða sterk- asta stjórnmálaaflið í landsmál- um, líkt og við höfum orðið langsterkastir á sviði bæjarmála hér í kjördæminu" sagði Karl Steinar Guðnason.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.