Bæjarbót - 01.03.1987, Blaðsíða 4

Bæjarbót - 01.03.1987, Blaðsíða 4
4 ^g^PT Óháð flokkadrætti Pétur Pálsson skrifar frá Hull: Mikil þörf á fjöl- breyttum __ " .1 x —miklar breytingar mörkuðum framundan Það hljómar kannski undar- lega, svona á hávertíð, í bæ eins og Grindavík, að ræða um erlendan ferskfiskmarkað. Einkum þegar saltfiskverð er hátt og sölumöguleikar hafa sjáldan verið betri. Ég held þó að þessi tími sé sist verri en aðrir til að huga að þeim möguleikum sem þess konar markaður býður upp á. Umræður um ,,gámafisk“ hafa varla farið fram hjá neinum, og sýnist sitt hverjum. Menn keppast við að reikna, og nota þá oft þær forsendur sem hagkvæmastar eru til að fá þá útkomu, sem er þeim í hag, en sleppa hinum. Nú stefnir allt í það að við- skipti með ferskan fisk stórauk- ist með tilkomu markaðs heima. Því er ekki vanþörf á að gera sér sem gleggsta grein fyrir hvernig svona stofnun gengur, frá degi til dags, og hvað hefur mest áhrif á fiskverð. Markaðsaðstæður Hér í Hull selst fiskurinn aðallega þannig að fólk kaupir hinn margfræga rétt ,,Fish and chips“ og aðra svipaða fiskrétti, þegar það er á ferli úti við, en er ekki í sólbaði og liggur ekki undir teppi heima vegna kulda. Ekki má berast mikið af fiski annars staðar frá. Ef veður er gott í langan tíma, kemur mikið úr Norðursjó og Eystrasalti og frá írlandi. Að sjálfsögðu gildir það sama um framboð heiman frá. Þeir, sem vinna í salt, reyk og frost, þurfa að hafa sem flestar tegundir og stærðir þannig að öll þeirra sérhæfing nýtist sem best. Viss hluti þarf að vera ,,glansfiskur“ til að stóru og dýru veitingahúsin fái það sem þau vilja. Ef litið er til lengri tíma, þarf að vera sem jafnast og öruggast framboð til að kaupmenn geti staðið við þá samninga og þau fyrirheit sem þeir gefa viðskiptavinum sínum. Því betur sem viðskiptavinir geta treyst á kaupmanninn, þeim mun hærra verð fæst fyrir vöruna. Þetta síðastnefnda styður það að því betri og meiri upplýsingar sem markaðurinn hefur af því hvað kemur til með að veiðast, þeim mun betra. Mjög stopult framboð gerir það að verkum að kaupmönn- um fækkar og markaðurinn veikist. Mjög hátt verð í langan tíma gerir fisk of dýran og eftirspurn minnkar. Fólk fer einfaldlega að borða annað. Ólíklegt er að sömu formúlur gangi við verðmyndun heima og hér úti. Ef við skoðum í því sam- bandi muninn á Frakklandi og Englandi, eru mun meiri verð- sveiflur í Frakklandi. Þar er hrein ferskfiskneysla um 80%, en aðeins um 50% í Englandi. Afgangurinn fer á báðum stöðum til frekari vinnslu. Þessu er öðru vísi farið heima. Þar færi stærstur hluti af fiskmarkaði til frystihúsa og salthúsa, og því ætti verðið að vera nokkuð stöðugt. Verðsveiflur Oft eru settar á prent fárán- legar fullyrðingar um sölu er- lendis. Þetta gera blaðamenn, sem einblína á meðalverð, en hugsa hvorki um skiptingu né ástand fisksins. Því er full ástæða til að vara fólk við að gleypa of hráa bita í þessu sam- bandi. Ástæður fyrir mismunandi verði á sambærilegum fiski er oftar einhæf samsetning en of mikið magn. Þó gerist það stundum að aðeins hluti þeirra kaupmanna, sem mæta á markaðinn, er að slást um fisk- inn í fullri alvöru. Hvort tveggja er, að þeir sjá strax í byrjun að nóg er fyrir alla, og þeir sjá fram á að áframhaldandi viðskipti með þennan ákveðna fisk, af ákveðinni stærð, hljóta að ganga verr en ella þvi að mikið er í umferð. Ef fiskinum væri hins vegar skipt jafnt á milli þeirra allra, væru aðstæður allt aðrar. Þessu til viðbótar má nefna að þótt talað sé um sambæri- legan fisk úr tveimur skipum/gámum, er það staðreynd að þótt fiskur sé veiddur og seldur á sama stað og tíma, eru gæðin oft misjöfn. Þessu veldur að skip geyma fisk misvel, og einnig hafa áhafnir mismikla reynslu í að ganga þannig frá fiski að hann geymist þetta lengi. Til að meta rétt þær fréttir, sem berast af sölum, þarf fyrst og fremst að líta á stærð, gæði og samsetningu. Stór fiskur er oft á bilinu 10-20 krónum hærri en smár (codling) og þó að talsvert sé af öðrum fiski með, skiptir þetta hlutfall miklu um meðalverð. Geta má þess að vorið 1986 barst mikið af netafiski á mark- aðinn, m.a. frá Grindavík. Allt var þetta stórfiskur og olli þetta skorti á smáþorski. Verðið á smáþorski varð þá hærra en á stórþorskinum. Annað, sem hafði áhrif þarna, var að neta- fiskur þykir ekki eins góður og annar fiskur til flökunar og ferskfiskneyslu, og verð á honum er því almennt lægra. Verðfall Víkjum nú að því þegar verð- fall verður. Fyrst kemur upp í hugann verðfall, sem ekki var hægt að sjá fyrir. í janúar s.l. varð svo mikil snjókoma í Eng- landi að samgöngur tepptust. Verðið fór þá niður úr öllu valdi. Þetta var ófyrirséð með öllu, en undirstrikar þátt veður- guðanna í verðmyndun. Þarna hefði verið betra að landa í tóm húsin heima. Annars konar verðfall varð þegar aflahrota varð svo mikil á Vestfjarðamiðum síðasta haust að öll hús fylltust og ekki varð við neitt ráðið. Fiskurinn var veikur og fullur af átu þegar hann veiddist, og í ofanálag var hann allur nákvæmlega jafn stór, eða öllu heldur smár. Honum var öllum hellt á mark- aðinn á stuttum tima. Verðið fór niður í 40 kr/kg og nú tóku reiknimeistarar við sér og reikn- uðu út hvað gámaflutningurinn var þjóðhagslega óhagkvæmur. Fréttapistlar alls konar tóku undir og að lokum töldu menn að þessi útflutningur væri að kollvarpa íslenskri fiskvinnslu og í þokkabót að eyðileggja Bandaríkjamarkað. Þó var hending í öllum þessum látum að ræða við mann sem var óá- nægður með verðið. Fiskurinn var nefnilega þannig að aðrir möguleikar, sem menn stóðu frammi fyrir, gáfu ekki betur af sér. Það heyrðist jafnvel að henda hafi þurft hluta af þeim fiski sem tekinn var í hús á íslandi. En þarna er kjarni málsins. Það kemur sér nefnilega vel að hafa markað sem tekur af topp- inn líkt og skreiðin gerði hér áður. Því eins og er fer svipað magn á ferskfiskmarkað erlendis og áður fór í herslu. Til að markaðurinn geti hlaupið undir bagga í tilvikum sem þessum þarf hann að lifa þess á milli. Svona gusur þykja óhollar öllum frekari viðskiptum með fisk. Markaðurinn getur verið lengi að ná sér, þó að i haust hafi raunin ekki orðið sú, og eflaust lendir lélegur fiskur á borði neytandans, en það fælir hann aftur frá frekari fiskneyslu. Það væri því öllum til góðs ef hægt væri að deila þessu betur niður, en þá snýst málið um stýringu flotans og/eða breytt skipulag fiskvinnslunnar heima, og er það efni í aðra grein. Aðeins þetta: Fiskvinnslan heima hlýtur að standa á kross- götum um leið og verslun með fisk stóreykst. Þar hlýtur sér- hæfingin og betri nýting hús- anna að vera lausnin. Fjölbreytni Það er skoðun undirritaðs, að líkt og full þörf er á fjölbreytt- um veiðiaðferðum, sé ekki minni þörf á fjölbreyttum mörkuðum. Þar er enginn öðrum fremri. Því að allir geta þeir lokast án þess að nokkuð verði við ráðið. Þetta ætti íslendingum öðrum fremur að vera ljóst. Það er því illt að sjá á prenti kröfur manna um höft og jafn- vel tolla á markaði, sem ein- hverra hluta vegna þjóna þeim ekki, og vilja þá þess vegna allt að því feiga. Og það jafnvel þó að oft og tíðum borgi ferskfisk- markaðir erlendis hvað best verð. Eina ,,vandamálið“ á síðasta ári var nefnilega það að alls staðar var hrópað á fisk, og það er tímanna tákn að fólk vill ferska vöru og sem nýjasta. En þar sem ekki er hægt að selja allan fisk nýjan, þarf að „setja ferkleikann í geymslu“ og frysta fiskinn. Með því móti er hægt að dreifa vörunni betur og jafn- ar. En það er staðreynd að fersk- ur og frosinn fiskur er að hluta til í beinni samkeppni á mark- aðnum og það er líka staðreynd að fólk vill borga betur fyrir ferska vöru. Sá kostnaður, sem látinn er í að „koma fiski í geymslu,“ verður því að vinnast inn aftur, þar sem fjarlægð gerir ferskfisk- sölu nánast ómögulega. Þó verður kostnaðurinn einkum að nást með jafnari dreifingu og vinnslu á markaðssvæðunum. Þessar tvær söluleiðir fara þar af leiðandi mjög vel saman. Niðurlag Það er gaman að vera ungur íslendingur í dag og sjá fram á, og taka þátt í öllum þeim breyt- ingum sem framundan eru í sjávarútvegi á íslandi. Að fram- leiða bestu og hollustu matvæli, sem völ er á, úr ómenguðum auðlindum okkar, gefur ótal möguleika til framfara. Látum ekki sleggjudóma og fljótfærnislegar ráðagerðir verða okkur fjötur um fót. Látum markaðslögmálið með nauðsynlegum fyrirvörum ráða ferðinni. Framundan eru nefni- lega tímar þar sem hægt verður að velja um fjölda markaða án þess að metta nokkurn þeirra. Þetta krefst þess að menn hafi sem gleggsta yfirsýn yfir alla möguleika og vonandi tekst að skammta þannig inná alla staði að enginn glatist, en jafnframt náist sem bestur afrakstur. Með kveðju heim, Pétur Pálsson, Hull. Myndatökur við allra hæfi Góð mynd er frábœr minning! nymijnD Hafnargötu 90 Sími 1016

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.