Bæjarbót - 01.03.1987, Blaðsíða 6

Bæjarbót - 01.03.1987, Blaðsíða 6
6 Óháð flokkadrætti sér þess T>eir eru líka teljandi« * v0sbúðin sjómanna I afmælishófi SVFG flutti Karl Steinar Guðnason alþing- ismaður og verkalýðsleiðtogi ræðu þá sem hér fer á eftir, en hann veitti blaðinu fúslega leyfi tii að birta ræðuna. Ég flyt ykkur kveðjur og árnaðaróskir sjómanna og verkafólks frá Keflavík, Njarð- víkum, Vogum og Höfnum. Þeim byggðum sem í aldanna rás hafa haft hvað mest sam- skipti við sjómenn þá er byggt hafa upp Grindavík. Það fólk, sem þrátt fyrir harða lífsbaráttu hefur dugað en ekki drepist. Dugað gegn harð- æri, aflabresti og úrtölum. Fólk, sem byggt hefur upp traust og myndarlegt samfélag hér í Grindavík, - hvar sjórinn, seltan og sannfæringin um að hér geti þrifist gott mannlíf hefur flutt fólkið hér frá gamla íslandi til þess nýja eins og sagt er í bókinni hans Tómasar Þor- valdssonar. Þar er þess getið hve gamli tíminn var fólkinu erfiður a.m.k. á okkar mælikvarða, -þeirra, sem nú njóta þeirra lífs- gæða, sem forfeður okkar lögðu grundvöll að. Þar er getið um ferðalýsingu Sir George Steuart Mackenzie, sem kom til landsins árið 1810, hvar segir að í Grindavík hafi fólkið komið út úr kotum sínum eins og maurar úr moidarbing. í áðurnefndri bók, sem andar af sögu liðins tíma má sjá svip- leiftur minninga manns, sem upplifði ferðina frá fátækt til allsnægta. Verkalýðsbarátta, - stéttarvit- und verkafólks og sjómanna á sér litríka sögu. Það voru sjó- menn, sem fyrstir vöktu hug- sjónir um rétt hins vinnandi manns hér á landi. Hugsjón um samtök og sam- stöðu birtist fyrst með stofnun Hásetafélags Reykjavíkur, sem síðar varð aflvaki stærri hluta. Grindvíkingar eiga sér líka lit- ríka sögu í þessum efnum. Hér í þessu dæmigerða sjávarplássi hafa margir mestu andans menn íslendinga lifað sínar bestu stundir. Hér var skrifuð einhver sterkasta frásögn af verkalýðs- baráttu. Frásögn eða skáldsaga, sem átti þátt í að Halldór Kiljan Laxnes hlaut Nóbelsverðlaun á sínum tíma. Tíminn er afstætt hugtak. Aldur er afstætt hugtak. Þrjátíu ár eru ekki langur tími á mæli- kvarða sögunnar. Þrjátíu ár eru langur tími á mælikvarða félags, en félög eða samtök eru í raun ekki gamalt fyrirbæri á íslandi. Sú þjóðfélagsbylting, sem við tölum svo oft um að hafi gerst, er enn að gerast. Það stendur ekkert í stað. Það er allt á hreyf- ingu. Kyrrstaða skapar stöðnun, Það viljum við frábiðja okkur. Við sem höfum hugsjónir verkalýðshreyfingar að leiðar- ljósi vitum líka að ekkert gerist af sjálfu sér. Þjóðfélagið er eins og leirinn, sem hægt er að móta. Afl, samstöðu getur mótað. Sundrung og sundurlyndi móta aldrei neitt. Ég játa það hér að margt í umhverfinu er mér áhyggjuefni. Þegar ég var ungur drengur var bryggjan leikvöllurinn og seinna var það sjórinn, sem freistaði. Það þótti ekki viðræðuhæfur maður, sem ekki vissi hvernig fiskiríið gekk. Hversu mörg skippund höfðu borist að landi þennan eða hinn daginn. Ég minnist einnig viðræðna við Emil heitinn Jónsson ráð- herra. Stundum var það í viður- vist félaga okkar Svavars Árna- sonar. Alltaf spurði Emil um fiskiríið. Hann hafði lítið við okkur að tala fyrr en það var upplýst. Þar fór maður, sem hafði tilfinningu fyrir því hverju við lifum af. Það er mér áhyggjuefni almennt hve fjölmiðlar og skólakerfið vinnur að mínu mati markvisst að því að minnka veg útgerðar, sjómennsku og fisk- vinnslu. Trúnaðarkona í Bæjar- útgerð Reykjavíkur sagði mér fyrir nokkru sögu: Hún sagði að kennari í Reykjavík hefði komið þangað með nemendur sína til að skoða fiskiðjuverið. Er það hafði gerst kallaði hann á nem- endurna og sagði: ,,Jæja krakkar, ef þið verðið ekki dug- leg að læra þá lendið þið hér.“ Vafalaust hafa nemendurnir íhugað lengi og vel það ægilega hlutskipti. Eitt er víst að í hugum læriföðursins var það botninn. í nokkur ár hefi ég setið á Alþingi. Aldrei hefi ég heyrt ráðamenn spyrja um fiskiríið, - um það hvort þeir hafi róið í dag eða hvort það sé hugur í mönn- um. í þessari æðstu stofnun þjóðarinnar hefur vissulega margt breyst. En það eru ein- staklingar þar innandyra sem vissulega hafa seltuna í sér ennþá. Einn þeirra er Garðar Sigurðs- son, - sem reyndar er verið að hrekja þaðan núna. Garðar er afskaplega orðheppinn maður og fer oft á kostum og gaman- samur mjög. Eitt sinn var verið að ræða í Sameinuðu þingi um málefni skreiðarverkunar. Garðar mælti fyrir nefndaráliti og sagði að það væru víst ekki margir þar inni sem vissu hvernig skreið liti út. Guðmundur Jaki kallaði fram í og sagði: „Þú hefðir átt að koma með skreiðarband til að sýna þeim.“ Þá gall í Guðrúnu Helgadóttur, sem vildi leggja orð í belg og sagði: „Það eru nú margar skreiðirnar hér inni“ Garðar leit þá hvasst til Guðrúnar, - glotti -horfði yfir gleraugun og sagði: „Já, Guðrún, það er ýmislegt farið að þorna upp hér inni.“ Hvað varðar sjómannastétt- ina í heild finnst mér afskipta- leysið átakanlegt. Á hátíðis og tyllidögum er oft margt talað og skrafað. Þar eru hetjur hafsins lofaðar og hafðar í frammi hátíðlegar yfirlýsingar um mikil- vægi sjómannastarfsins. Reynslan er því miður sú að oftast er þetta einungis svokall- að sunnudagskjaftæði, - sem gleymist næsta dag. Helst er það fréttnæmt þegar öfundast er yfir góðum sölutúrum, - eða góðum afla. Það eru hinsvegar fáir til frásagnar í fjölmiðlum þegar aflaleysi og ömurleiki kaup- tryggingar verður hlutskipti sjó- manna. Þeir eru líka teljandi, sem gera sér þess nokkra grein hve vinnutíminn, vosbúðin og vök- urnar eiga stóran þátt í störfum sjómanna. Sú staðreynd hlýtur að lýsa veginn að hvergi í heiminum er haldið uppi velferðar og menn- ingarríki þar sem fiskveiðar eru undirstaðan, - nema hér á ís- landi. Alls staðar annarsstaðar er þessi atvinnugrein styrkt af ríkinu. Hér er það sjávarútveg- urinn sem styrkir alla hina. Það er meðal annars þess vegna sem við hljótum að gera þá kröfu til þjóðfélagsins að sjó- mannastéttin sé metin að verð- leikum. —Að reisn hennar verði meiri. —Að hlutur hennar verði meiri. Það varð ríki Rómverja að falli þegar þeir hættu að nenna að vinna. Það verður íslensku þjóðfélagi að falli hætti menn aðjjekkja undirstöðuna. I bókinni hans Tómasar Þor- valdssonar segir frá tímum von- leysis. Einnig frá því þegar sigur vannst í baráttunni fyrir framtíð byggðarlagsins. Þar segir hann: „Það lífsstríð var tvísýnt og ekki sársauka- laust. Hér ríkti eymd í bernsku minni, þótt við fyndum ekki ýkja mikið fyrir henni. Við drógumst aftur úr öðrum byggðarlögum á íslandi.“ Og síðan segir hann: „Það var svo komið, að vermenn héldu ekki til sjóróðra í Grinda- vík, - nema þeir fengju ekki skipsrúm annarsstaðar. Þetta verkaði lamandi á okkur. Og við vorum í sjálfheldu. Við gátum ekki fylgt þróun tímans, þótt við fegnir vildum, -við gátum ekki stækkað skipin þótt við hefðum haft peninga til þess því að hér var engin aðstaða, engin höfn og brim- lendingin svona illræmd og heiftúðug. Það hvarflaði að mörgum að gefast upp. - Og sumir gerðu það. Fyrsta fjölskyldan flutti burt, - og síðan hver af annarri. - Það var sár blóðtaka. - En við lifðum af.“ Þetta er saga mikillar baráttu, kjarks og þrautsegju. En ég spyr: „Hvar erum við stödd i dag. Erum við óhult í þeirri tog- streitu um aflann, sem nú stendur yfir.“? Erum við óhult fyrir skömmt- unarstjórum kerfisins? Héðan af Suðurnesjum streyma nú þús- undir tonna af kvóta til annarra landshluta. Skipin hverfa af braut og á þessu svæði þar sem vaxtarbroddur útgerðar og sjó- mennsku hefur verið stolt okkar síðustu áratugina. Er ekki ástæða til að staldra við? - Er ekki varnarbaráttu þörf? - Eitt er víst að í þessu sem öðru þarf að berjast. Karl Steinar Guðnason í þeirri baráttu þarf líka og aftur samstöðu, - kjark og þrautsegju. Þá vinnst líka sigur. Þá komast ráðamenn ekki upp með að svipta Suðurnesjamenn lífsbjörginni. Þá lifum við af. Góðir félagar: Það er tekið eftir því þegar sagt er frá fundum Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Það er mikið mein samtaka sjó- manna hve erfitt er að fá menn til fundarsóknar. Það er hins- vegar oft uppörvandi að heyra fréttir af starfi ykkar hér í Grindavík. Þið hafið líka haft dugandi menn í forystu, sem haldið hafa um stjórnvölinn af öryggi og festu. Samstarf okkar nágranna hefur líka verið svo sem best hefur verið á kosið. Ég endurtek innilegar ham- ingjuóskir í tilefni tímamót- anna. Ef menn standa saman um hagsmuni sjómanna, - um hags- muni byggðarlagsins þá getum við áfram gunnreifir sungið það stef, sem ætíð snertir hjörtu Suðurnesj amanna. ,,Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn, fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.“ ^otrsentt davvk- y --T{ tovariVerrti / \N Homavan ^Ute&bQraÍ- '10°’ Keitele Á __ Jyvéskylí NástfrWÁ \/ Tampere ~L. ’ J rammenorsL . \p Hiiumat tltaiiö) ■ •Öv Vánem, F.istland Verð aðeins kr. 33.000,- (Innifalið: Flug, rútur og ferjuferðir, gisting, morgunmatur og fararstjórn). Upplýsingar gefur Halldór Ingvason í síma 8183

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.