Bæjarbót - 01.03.1987, Blaðsíða 8

Bæjarbót - 01.03.1987, Blaðsíða 8
$ Óháð flokkadrætti Forsœtisráðherra í Bœjarbótarviðtali: ,,Atvinnumálin eru alltaf næst mínu skapi“ —„Skaði fyrir kjördæmið að hafa ekki haft framsóknarmann á þingi á yfirstandandi kj örtímabili‘ ‘ Tæplega fer á mllli mála að Steingrímur Hermannsson er áhrifamesti stjórnmálamaður á Islandi nú um stundir. Hann hefur gegnt ráðherrastörfum næstum óslitið síðan 1978. Síðustu sjö árin hefur hann gegnt tveimur lykilembættum í íslensku þjóðlífi. Árin 1980-1983 var hann sjávarút- vegsráðherra í stjórn Gunnars Thoroddsen og forsætisráð- herra hefur hann verið síðan 1983. Framsóknarmenn og reyndar andstæðingar hans í pólitíkinni, kalla hann „þunga- vigtarmann“ íslenskra stjórn- mála og í skoðanakönnunum hefur hann notið mests álits meðal aðspurðra, þegar spurt var um hylli núverandi stjórn- málaleiðtoga. Stjarna Stein- gríms hefur líklega aldrei skinið skærar á himni stjórnmálanna en nú. Því hlýtur það að vera framsóknarmönnum umhugs- unarefni,hve veik staða flokks- ins er, eða hefur verið, sam- kvæmt skoðanakönnunum að undanförnu. Greinilegt er að Steingrímur hefur metið málin svo að Framsóknarflokkurinn hafi ekki beitt sér sem skyldi í þéttbýlustu kjördæmunum, auk þess sem flokknum hefur sviðið undan þingmannsleysinu í Reykjaneskjördæmi, næst fjöl- mennasta kjödæmi Iandsins. Hann er því í framboði hér og ,,nú stefnum við framsóknar- menn að tveimur þingmönnum hér í þessu kjördæmi“ eins og hann orðaði það nýlega í viðtali við Bæjarbót, sem birtist hér á eftir. Andstœðingar þínir segja þig hafa vegið ómaklega að þing- mönnum Reykjaneskjördœmis, þegar þú sagðir þá hafa staðið sig illa í málefnum fiskvinnslu og útgerðar á Suðurnesjum á liðnum árum. Geturðu útskýrt nánar hvað þú áttir við. „Þarna kemur nokkur mis- skilningur fram. Ég nefndi ekki þingmennina hér sérstaklega. Ég lýsti þeirri staðreynd, að ef sjávarútvegur á Vestfjörðum hefði þróast eins og hann hefur óneitanlega þróast hér, þá hefði okkur þingmönnum Vest- fjarða varla verið fært að sýna okkur þar. Þetta finnst mér vera staðreynd. Ég skal ekkert um það segja hvort þetta er þing- mönnunum hérna að kenna eða öðru, þarna spilar margt inn í. Staðreyndin er að héðan hafa flust þúsundir tonna í kvóta og það er mjög mikið áhyggjuefni. Mér þykir hálfleitt að þing- mennirnir tóku þetta svona nærri sér, því ég mun leggja áherslu á gott samstarf á milli þingmanna um lausn svona vandamála, eins og ætíð hefur verið á milli þingmanna vestur á fjörðum.“ Nú hafið þið framsóknar- menn, fyrst þú, formaður flokksins, og síðan varafor- maðurinn, Halldór Ásgrímsson, farið með sjávarútvegsmálin samfellt síðan 1980. Var það ekki íykkar verkahring að sjá til þess að hér væri rekinn blóm- legur sjávarútvegur, sem nyti fulls jafnréttis á við aðra lands- hluta? „Sjávarútvegsráðherra vinn- ur auðvitað ekki fyrir einn landshluta frekar en annan. í góðri samvinnu við útgerðar- menn og fiskvinnslufólk ber honum að skapa nauðsynlegan grundvöll og það tel ég okkur báða hafa gert. Ég minni líka á að Kjartan Jóhannsson, þing- maður þessa kjördæmis, var sjávarútvegsráðherra 1978 - 79 og hóf þá ákveðnar hagræð- ingaraðgerðir, sem fólust í því að fækka fiskvinnslustöðvum, en styrkja og efla aðrar. Einnig gerðist ýmislegt jákvætt í minni tíð sem ráðherra sjávarútvegs- mála. Til dæmis leyfði ég inn- flutning fiskiskipa hér á Suður- nesin og í Hafnarfjörð. Eftir þann tíma hefur þeim svo fækkað. Á þessum árum átti ég ágætt samstarf við fólk hér. Um vertíðina kom ég hér og gerði mér far um að kynna mér aðstöðuna sem allra best. Ég hef ekki heyrt nein einstök dæmi nefnd, þar sem hægt er að segja að ákvarðanir hafi verið teknar á móti Suður- nesjunum í minni tíð. Nú er kvótinn helsta deiluefnið. Ég hef margsinnis sagt að ég er ekki kvótamaður, en staðreyndin er sú að LÍÚ og samtök sjómanna hafa samþykkt að fá yfir sig kvóta með miklum meirihluta atkvæða, jafnt Suðurnesja- manna sem annarra. Ég tel að sjávarútvegsráðherra, hvar í flokki sem hann er, sé ófært að ganga gegn heildarsamtökum sjávarútvegsins.“ Nú hefur þú verið þingmaður Vestfirðinga í 16 ár samfellt. Þar vestra fœkkar fólki stöðugt. Hvað hafið þið þingmenn Vest- firðinga gert til að stöðva fólks- flóttann þaðan? „Ég tel að við höfum alltaf gert það, sem á hverjum tíma hefur verið talið mikilvægast. Vegakerfið hefur verið stór- bætt, sjálfvirkur sími er kominn á alla bæi. Við höfum staðið að því að byggja upp heilsugæslu- stöðvar, bæði H1 og H2 í sam- ræmi við lögin frá 1973. Oft hef ég heyrt frekar deilt á að Heilsu- gæsuíustöðin og Sjúkrahúsið á Isafirði séu fullstórar bygging- ar! Margt fleira mætti tína til. Varðandi sjávarútveginn höfum við lagt mikla áherslu á að styrkja fyrirtækin á hverjum stað. Vestfirðir eru ólíkir Suðurnesjum að því leyti að þar er einangrun meiri. Á Suðureyri voru t.d. tvö frystihús, annað fór á hausinn og hitt átti í erfið- leikum. Þar greip Samvinnu- hreyfingin inn í, ásamt heima- mönnum, til bjargar. Það hefur ekki síst komið í minn hlut að greiða götu þeirra manna, sem í þessu hafa staðið og aðrir þing- menn hafa svo sannarlega lagt lóð sín á vogarskálina. Nú er komið eitt öflugt fiskvinnslu- fyrirtæki á hvern fjörð á Vest- fjörðum, nema ísafirði, þar eru þau fleiri.“ Er hugsanlegt að einhverjar ákvarðanir sem teknar voru Vestfirðingum til hagsbóta hafi verið á kostnað Suðurnesja- manna, t.d. varðandi uppbygg- ingu frystihúsanna og skipa- flotans? „Það má segja að það hafi kannski helst orðið fyrst eftir að Framkvæmdastofnun var sett á fót 1971. Til að byrja með voru Byggðasjóði takmörkuð við svæði sem liggur utan Þorláks- hafnar og Akraness, ef lína væri dregin þar á milli. Þetta skýrist einfaldlega af miklum fólks- flutningum til Suðvesturhorns landsins. Þeirri þróun vildu menn snúa við. Sem betur fer var svo hægt að breyta þessum reglum, þegar vissu jafnvægi hafði verið náð. Síðan hefur Byggðastofn- un ekkert síður lánað til þessa svæðis, eins og fjölmörg dæmi sanna. Nei, ég fæ ekki séð að uppbyggingin á Vestfjörðum sé á nokkurn hátt á kostnað ann- arra landshluta, að minnsta kosti ekki í seinni tíð, eins og ég gat um að framan.“

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.