Bæjarbót - 01.03.1987, Blaðsíða 10

Bæjarbót - 01.03.1987, Blaðsíða 10
10 Óliáð flokkadrætti Jon Gröndal skrifar: Framsóknaráratugurinn erfiður Suðurnesjum Steingrímur hefur unnið gegn hagsmunum Suðurnesja Það eru gömul sannindi að mikill rígur sé milli Suðurnesja og Vestfirðinga. Sjómenn og út- gerðarmenn hér telja vestfirska togara drepa smáfisk og ung- fiskinn áður en hann verður kynþroska en Vestfirðingar telja okkur þurrka upp hryggninga- fiskinn áður en hann nær að hrygna. Upp úr þessu spinnst tortryggni og ósamkomulag. Vestfirðingar eru á móti kvóta en Suðurnesjamenn telja hann skásta kostinn í stöðunni. Allir sjá þá uppbyggingu sem hefur verið fyrir vestan á sama tíma og hallað hefur undan fæti hér hjá okkur. Fiskverkun og útgerð hefur blómstrað vestur á fjörð- um og sjómenn og útgerðar- menn þar sjáldnast átt samleið með öðrum landsmönnum þegar samið er um kaup og kjör. Telja sig yfirleitt geta gert betur fyrir sitt fólk. Ráherrar Vestfirðinga Halda menn að það sé ekki samband milli þess að síðustu 10-12 ár hafa tveir þingmenn Vestfirðinga farið með sjávarút- vegsmál i ríkisstjórnum lands- ins. Lengst af hafa þeir verið ráðherrar Mattías Bjarnason og Steingrímur Hermannsson. Steingrímur hefur verið bæði forsætis- og sjávarútvegsráð- herra og Framsóknarmenn hafa farið með sjávarútvegsmál síðan 1979 þegar stjórn Gunnars Thoroddsens kom til valda. Ráðherrar Vestfirðinga höfðu komið árum Suðurnesja þannig fyrir borð í Byggðastofnun að lokað var fyrir allar fjárveit- ingar á Suðurnesin. í þessu fólst Jón Gröndal. byggðastefna Framsóknar. Árið 1978 og 1979 urðu straumhvörf fyrir Suðurnesin. Þingmaður Suðurnesja Alþýðuflokksmað- urinn Kjartan Jóhannsson varð sjávarútvegsráðherra og annar þingmaður okkar Karl Steinar Guðnason varð fulltrúi í stjórn Byggðastofnunar. Þeir afléttu lánabanninu á Suðurnesin og veittu umtalsverðu fé hingað. Því miður naut þeirra ekki lengi við í þessum embættum en þegar Steingrímur Hermanns- son varð ráðherra sjávarútvegs- mála minnkuðu fjárveitingar aftur, þó ekki væri alveg lokað fyrir. Stjórnmálamenn eru dæmdir af gjörðum sínum Ekki þarf að fjölyrða um þró- un síðustu ára hér á Suðurnesj- um. Fiskverkun dregst saman. Togarar seldir í burtu og litla fyrirgreiðslu að hafa. Tvær ástæður eru fyrir því að mínu mati. l.Stjórnvöld sem við höfum mest samskipti við hafa verið okkur í versta falli fjandsam- leg og besta falli neikvætt hlutlaus. Það eru þeir Hall- dór Ásgrímsson og Stein- grímur Hermannsson. Fram- sókn hefur lítilla hagsmuna að gæta hér suður frá. 2. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins sem eru einnig stjórnar- þingmenn og ættu því ein- hver áhrif að hafa eru og hafa verið lið ónýtir. Þeir hafa engan áhuga sýnt kjör- dæminu fyrir sunnan Straum og virðast hafa takmarkaðan skilning á þörfum útgerðar og fiskvinnslu. Er nokkurt vit í að kjósa Mosfellinga og Garðbæinga til að bjarga út- gerð og fiskvinnslu fyrir sunnan Straum. Ég held ekki. Hver er lausnin Hún er einföld. Við verðum að fá sjávarútvegsráðherranna. Hvernig má það verða? Jú, með því að stuðla að kosningasigri Alþýðuflokksins og tryggja þátttöku hans í ríkisstjórn. Kjartan Jóhannsson er líkleg- asta og besta sjávarútvegsráð- herraefni sem Suðurnesjamenn eiga völ á í dag. Hann er líkleg- astur Alþýðuflokksmanna til að taka þetta ráðuneyti. Ætla menn ef til vill að Salome eða Gunnar G. fái að sinna sjávarútvegsmál- um. Steingrími skuldum við ekkert. Allra síst atkvæði okkar. Aðalfundur 4. deildar kaupfélagsins: Betrí afkoma Kaupfélags Suður- nesja —Slök afkoma verslana í Grindavík Gunnar Sveinsson kaup- félagsstjóri flutti skýrslu um starfsemina á árinu. Þar kom fram að hagur Kaupfélagsins í heild batnaði á árinu. Það skilar 2,5 milijónum í hreinan hagnað en tapaði rúmlega 3,5 millj. árið áður 1985. Munar þar sennilega mest um minni vaxtakostnað eða rúmar 12 millj. í stað 36 milljóna áður. Um afkomu verslananna í Grindavík er það að segja að hún er slakleg. Vörusala jókst um 21 % og var selt fyrir 50.814.941 krónur sem skilaði maðvörubúðinni 7.701.926 krónum í tekjur. Gjöldin eru þó mun hærri þannig að búðin tap- ar 1.145.000 krónum eða ca. 2,2% af sölu. Umjárnvöruna er það að segja að hún hefur tekjur uppá 2.289.360 krónur og tapar endanlega 728.944 krónum á árinu. í máli Gunnars kom fram að reynt verður að bjóða út nýja og glæsilega verslunarbyggingu í sumar og verið er að kanna hugsanlega fjármögnun. í Grindavíkurdeild eru um 442 félagar og hún kýs 14 fulltrúa á aðalfund Kaupfélags Suður- nesja sem haldinn verður nú í lok mars. Útibústjóri er Sig- urður Sveinbjörnsson. Versl- unarstjóri járnvöru er Gunnar Sigurgeirsson. Grindvíkingar eiga dugmikinn fulltrúa í aðal- stjórn K.S. þar sem er Sæunn Kristjánsdóttir. Núverandi deildarstjórn er skipuð þeim Sverri Jóhannssyni, Evu Þórólfsdóttur og Gunnar Vil- bergssyni. Sigurður Sveinbjörnsson ræddi afkomuna og taldi höfuð- orsök hallans á matvöruverslun- inni vera ónóga söluaukningu og mesta sölu á vörum sem sára- lítil álagning væri á t.d. kjöti og mjólkurvörum. Fram kom að verðlagning á kjöti frá Kjöt- vinnslu K.S. væri ótrúlega lág og kjötið enda mun ódýrara en hjá t.d. Hagkaup. Kaupfélags- fólk bindur miklar vonir við nýtt verslunarhús sem á að rísa á næstunni og hvetur Grindvík- inga til að versla heima. JG. Teikning af nýbyggingu Kaupfélagsins í Grindavík. Simpson brœður, harðduglegir jaxlar í viðskiptunum. Fiskkaupmenn í Hull: „Getum ekkí án fisks frá íslandi verið“ —Bæiarbót heimsækir fiskkaupmenn í Hull Að loknu uppboði á fisk- markaðnum í Hull hefst mikið kapphlaup við tímann hjá fisk- kaupmönnum, sem eru mjög sundurleitur hópur víða að. Margir þeirra hafa aðstöðu í ná- grenninu og vinna þar okkar íslenska fisk. Eftir að hafa fylgst með fiskuppboðinu þann 16. mars sl. fór blm. og leit inn til nokkurra fiskkaupmanna til að sjá aðstöðu þeirra og vinnu- brögð, en þeir koma vörunni ferskri í neytendapakkningar og dreifingu um allt land samdæg- urs. í flestum tilvikum er aðstaðan ótrúlega léleg, hreinlætiskröfur nánast engar og tækjakostur í algjöru lágmarki. Þarna var umhorfs eins og allra lélegustu verkunarhús ís- lendinga litu út fyrir áratugum, draslið og subbuskapurinn með ólíkindum. Þó verður að segja þessum ,,holum“ í Hull til hróss að í samanburði við aðstöðuna í Grimsby báru þær af eins og gull af eir. Sóðaskapurinn í Grimsby er engu líkur og lyktin eftir því. Skammt frá fiskmarkaðnum í Hull hafa bræðurnir og fisk- kaupmennirnir John og Walter Simpson aðstöðu og þeir voru spurðir um reksturinn. ,,Þetta gengur vel. Við erum nú komnir með aðstöðu til að vinna fersk flök, reykja þau og erum að byrja að salta. Svo erum við með fiskbúð. Við erum með um 50 manns í vinnu, en byrjuðum fyrir 4 árum með tvær hendur tómar og vafasama fortíð! Við borgum vel, 200 pund á viku (12.400 kr.) og fá- um gott fólk, sem vinnur ca. 12 tíma, fjóra daga vikunnar. Nýt- ingin er yfir 50%.“ Hvers virði er íslenski fisk- urinn ykkur? ,,Án hans værum við ekkert og almennt atvinnuleysi í fisk- iðnaðinum hér. Við getum ekki án hans verið, hann er uppistað- an í aflanum sem hér er seldur og ef íslensku skipin hættu að koma hér væri velmegunar grundvellinum kippt undan okkur bræðrum!“

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.