Bæjarbót - 01.03.1987, Blaðsíða 14

Bæjarbót - 01.03.1987, Blaðsíða 14
14 Óháð flokkadrætti Nokkur barnanna stilltu sér upp fyrir Ijósmyndarann, ásamt starfsstúlkunum Gunnhildi Björg- vinsdóttur og Sigríði Ágústsdóttur. Leikskóli í stað verbúðar: „Viljum heimafólkið út á vinnumarkaðiim*4 —rætt við Ágústu Gísladóttur í Gullvík hf. Þessi ungi maður, Guðmundur Þórður Ásgeirsson, hélt nýlega tombólu og safnaði alls 310 krónum, sem hann lét renna til Heimilis aldraðra. ,,Mérgekk vel að safna hlutum og líka að selja“ sagði Guðmundur. Það hlýtur að vera mjög fátítt að fiskverkunarfyrirtæki reki fullkominn leikskóla, sem jafn- framt er dagheimili með öll til- skilin leyfi frá bæjaryfirvöldum og félagsmálaráðuneyti. Þetta gerir Gullvík hf. hér í Grindavík og er aðstaðan sem börnunum er boðin mjög aðlaðandi og geysilega vel búin. Leikskóli Gullvíkur getur tekið 16 heil- dagsbörn, eða 32 hálfan daginn. Hann er ekki orðinn fullsetinn og rétt er að geta þess að hann er ekki eingöngu fyrir börn starfs- fólks fyrirtækisins, heldur geta allir foreldrar sótt um fyrir börn sín, þ.e. séu þau á aldrinum 3ja mánaða og allt að 12 ára aldri! Ágústa Gísladóttir Með vorinu mun Kristín Páls- dóttir ljúka sínu fóstrunámi og taka við stjórn leikskólans, en hún hefur verið ráðgefandi varðandi uppbygginguna hingað til. Nú eru þær Sigríður Ágústsdóttir, Gunnhildur Björgvinsdóttir og Svanhvít Másdóttir starfandi við leikskól- ann. Bæjarbót spurði Ágúsíu Gísladóttur, sem á Gullvík, ásamt manni sínum, Hafsteini Sæmundssyni, af hverju þau hefðu farið út í að breyta húsi, sem upphaflega var ætlað sem verbúð, í nýtískulegan leikskóla. „Grunnurinn er náttúrulega sá að mörg vandkvæði fylgja því að vera með verbúð. Það kostar eiginlega vakt allan sólar- hringinn. í gegn um störf mín í félagsmálaráði er mér svo full- kunnugt um þörfina fyrir barna- gæslu í bænum. Okkur hjón- unum kom því saman um að prófa þetta. Þetta er bara einfalt reikningsdæmi, að reikna út kostnað við rekstur verbúðar, matráðskonu og annað sem fylgir, og síðan að reikna út kostnaðinn við leikskólann og gæslu. Annars er grunnhug- myndin á bak við þetta auðvitað sú að gera heimafólki kleyft að koma út á vinnumarkaðinn í auknu mæli, en þurfa ekki að byggja um of á aðkomufólki, sem kemur hér á vertíð.“ Er ekki kominn gífurlegur kostnaður á þetta? „Jú, auðvitað kostar þetta mikið fé. Líklega höfum við lagt í þetta hátt á aðra milljón. Það er þó ekki eingöngu vegna leik- skólans. í álmunni höfum við líka innréttað fallega skrifstofu fyrir fyrirtækið og einnig mjög góða aðstöðu fyrir okkar starfs- fólk, t.d. er þarna þrek og kraft- þjálfunarherbergi og ljósa- bekkur. Allt þetta kostar mikið fé, en í staðinn fáum við heima- fólk til okkar í vinnu við góðar aðstæður og án þessara venju- legu áhyggja af barnagæslunni“ sagði Ágústa að lokum. Agœtu lesendurl Ef einhver hefur áhuga á að sjá um fastan þátt í blaðinu er bara að hafa samband! tlakkarihn^ 8060 Ú Við bjóðumi Heita grMrettl ' HátmTLr - tekið heim * TH losá búðaverðt I Utselt gos “ I Fljóta þjonustu NOTALEGUR STAÐUR FYRLR ALLA FJÖLSKYLD UNA VOR SJOMANNA STOFA SÍMI 8570 Utsvör og aðstöðugjöld 1987 Greiðið á réttum tíma og forðist óþarfa kostnað. Bœjarsjóður Grindavíkur

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.