Bæjarbót - 01.04.1987, Blaðsíða 6

Bæjarbót - 01.04.1987, Blaðsíða 6
6 ^fr«gOT Óháð flokkadrætti Vinabœjatengsl Grindavíkur og Penistone: John Thorpe verkalýðsleiðtogi íPenistone og Carolyn Thorpe blaðamaður.,, Umhverfið hér er framandi, en fallegt á sinn sérstaka hátt. “ Vinabœjatengslin: „Mjög ánægjulegur viöburður‘ ‘ —segir breski sendiherrann Mark Chapman Meðal gesta í Festi á sam- tengingarhátíð Penistone og Grindavíkur var breski sendi- herrann á íslandi Mr. Mark F. Chapman. Bæjarbót spurði sendiherrann hvað honum fynd- ist um þessi tengsl bæjanna. „Það er mér mjög mikil ánægja að vera viðstaddur þetta fyrsta formlega skref í vina- bæjatengslum Penistone og Grindavíkur. Ég held að einmitt svona tengsl séu ein besta leiðin til þess að fólk af ólíku þjóðerni kynnist og skiptist á heimsókn- um og þetta kvöld hefur verið mjög ánægjulegt.“ „Við héldum að við værum á undan ykkur, en svo er alls ekki“ —spjallað við Carolyn og John Thorpe frá Penistone Meðal fulltrúa í sendinefnd- inni frá Penistone voru John Thorpe, formaður verkalýðs- félagsins á staðnum og kona hans Carolyn Thorpe, en hún er blaðamaður við The Barnsley Chronicle, stórt vikublað sem gefið er út í 47 þúsund eintök- um. Bæjarbót spurði þau hver þeirra fyrstu viðbrögð hefðu verið þegar þau komu til íslands. „Þegar flugvélin kom inn til lendingar fannst okkur engu lík- ara en við værum að lenda á tunglinu! Engin tré, landið hrjóstrugt og gróðurlaust. Og þegar við komum að hótelinu okkar, Bláa lóninu, ætluðum við ekki að trúa okkar eigin aug- um, að þarna væri hótel úti í hrauninu.“ En hvað finnst ykkur um Grindavík? „í fyrstu fannst okkur bærinn minna einna mest á orlofshúsa- hverfi, öll húsin aðeins ein hæð. Áður en við komum hingað var auðvitað rætt um hvað biði okk- ar hérna og fólk heima vissi ósköp lítið um ísland. Við héld- um að við værum „lengra komin“ eða „þróaðri“ en það erum við ekki, það höfum við sannfærst um þessa daga. Hér mætir okkur nútímalegra umhverfi, en okkur óraði fyrir. Þar sem ykkar eyja er smærri en okkar og einangraðri áttum við von á frekar feimnu og ófram- færnu fólki! En það er nú eitt- hvað annað, hér eru allir ein- staklega opnir og vingjarnlegir. Okkur finnst umhverfið hérna fallegt á sinn sérstaka hátt, það er engu líkt sem við höfum áður séð.“ Hvað gerir fólk í Penistone sér vonir um að fá út úr þessum vinabæjatengslum? „Heilmikið og á ýmsum svið- um. Hér eru nú kennarar frá okkur og þeir munu auðvitað fræða krakkana heima um allt Grindavíkurkirkja: Fermingarböm 1987 3. maí kl. 14.00 Ásdís Ester Kristinsdóttir, Mánagötu 9. Bergur Kristinn Eðvarðsson, Heiðarhrauni 20. Bjamlaug Sœdís Ólafsdóttir, Staðarhrauni 18. Guðrún Halla Jónsdóttir, Hraungerði. Gylfi Amar ísleifsson, Víkur- braut 20. Hafdís Ragnhildur Sveinbjöms- dóttir, Leynisbrún 3. Ingvi Örn Ingvason, Klöpp. Jóhanna Kristín Jóhannsdóttir, Selsvöllum 5. Kristín Margrét Matthíasdóttir, Norðurvör 2. liagna Kristín Ragnarsdóttir, Mánagötu 11. Sigurbjartur Loftsson, Heiðar- hrauni 3. sem þeir lærðu um land og þjóð. Ég mun skrifa greinar í Barnsley Chronicle og dreifa þannig ýms- um upplýsingum. Við væntum samskipta í menningarmálum bæjanna og á ýmsum öðrum sviðum. Við hlökkum svo sann- arlega til að taka á móti fólki héðan og gefa því kost á að upp- lifa okkar daglega líf í Peni- stone!“ MINNINGARSJ OÐUR UM EINAR JÓNSSON EINARSSTÖÐUM Nokkrir vinir Einars heitins á Einarsstödum hafa stojhaó sjóð við útihú Landshanka hlands á Húsavík tit minnmgar um Einar. Verður fé úr sjóðnurn varið til styrkiar ekkju Einars og dóllur peirra hjóna og rneð peim hertti reynt að le'tta prim lífsróðunnn. Með pví vilja peir sem parna eiga hlul að niáli minnast Einars og pjónustu hans við pá sem til hans leiluðti i rnargháttuðum erjiðleikum. Jafnfrarnt er minnst á hlut eiginkonunnar sem ávallt stóð við hlið rnanns síns og sluddi hann ípessum e/nurn eins og hest mátti verða. Óllurn peim sem Einars vilja minnast er benl á sjóðinn og hlutverk hans. Reikningur nr. 5460. Landsbanki íslands Utibú Húsavík. TVO NYÞREP úr beinhörðumpeningum Kjörbókin hefur tryggt sparifjár- eigendum hæstu ávöxtun sem fáanleg hefur verið af óbundnu sparifé. Og nú bætum við enn um betur. Þegar innstæða hefur legið á Kjörbókinni í 16 mánuði hækka vextirnir allt frá innleggs- degi og aftur að loknum 24 mánuðum. Vaxtaþrepin gilda frá 1. janúar 1987. Við minnum á aðra helstu kosti Kjörbókar- innar: - Háir vextir, lagðir við höfuðstól tvisvar á ári. - Innstæðan er algjörlega óbundin. - Ársfjórðungslegur samanburður við ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra reikn- inga tryggir hagstæðustu kjör hvað svo sem verðbólgunni líður. Ef ávöxtun verðtryggðu reikninganna reynist hærri er greidd uppbót sem nemur mis- muninum. Uppbótin leggst við vaxta- höfuðstólinn fjórum sinnum á ári og tvisvar sinnum við höfuðstól bókarinnar. - Vaxtaleiðrétting við úttekt reiknast eingöngu af úttektarupphæðinni. þó ekki af vöxtum síðustu tveggja vaxtatímabila. Úttektir lækka aldrei vextina á þeirri fjárhæð sem eftir stendur. í Landsbankanum er stöðugt haft auga með öllum hræringum á vaxtamarkaðnum, því að Kjör- bókinni er ætlað að vera í fararbroddi. Ársávöxtun á Kjörbók árið 1986 varð 20,62%, sem jafngildir verðtryggðum reikningi með 5,51% nafnvöxtum. Þú færð nánari upplýsingar um Kjörbókina þína í næstu sparisjóðsdeild bankans. Taktu næstu tvö skref í beinhörðum peningum. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.