Bæjarbót - 01.04.1987, Blaðsíða 7

Bæjarbót - 01.04.1987, Blaðsíða 7
 Óháð flokkadrætti 7 Fiskeldisbraut- erfið fœðing? „Kerfið óskaplega þungt“ —segir Hjálmar Árnason skólameistari FS Þar sem Grindavík er einn mesti fiskeldisbær íslands, fer ekki hjá því að menntunar- möguleikar í fiskeldisfræðum eru mikið hagsmunamál fyrir bæjarbúa. All lengi hefur verið unnið að stofnun sérstakrar fiskeldisbrautar við Fjölbrauta- skóia Suðurnesja og hafa þeir Hjálmar Arnason skólameistari og Jón Þórðarson hjá íslands- laxi hf, borið þungann af þeim undirbúningi. Bæjarbót spurði Hjálmar um framgang málsins. „Hugmyndin er að allt bók- legt nám verði hjá okkur, en verklega þjálfunin og námið farið fram í stöðvunum hér á Hjálmar Árnason nesinu. Nú liggur beiðni frá okkur hjá menntamálaráðu- neytinu. Undirtektir þar hafa verið mjög góðar, en kerfið er óskaplega þungt í þessu máli. Þetta tengist bæði menntamála- ráðuneytinu og landbúnaðar- ráðuneytinu. Við trúum því að þetta náist í gegn, en á meðan svo er ekki orðið, bendum við þeim sem hafa áhuga á þessu námi að taka almennar greinar hér í skólanum. Þær nýtast flestum brautum vel og þegar fiskeldisbrautin tekur til starfa, verður það nám að sjálfsögðu metið að fullu.“ Tímaritið Þroskahjálp: Málefni einhverfra og Tölvumiðstöð fatlaðra —meðal efnis að þess sinni LANDSBANKIISLANDS ... i n..r. .. r iffhitui Saiional Bank of lcetand -iARCLAYSBAN* iTERNAT’- iTSC«^ Þú færð líka gjaldeyrinn í Sparísjóðnum Sparisjóðurinn er sjóöur Suðumesj amanna Islandslaxstöðin í byggingu. Á innfelldu myndinni er Jón Þórðarson stöðvarstjóri. Tímaritið Þroskahjálp 1. tölublað 1987 er komið út. Útgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. Að venju eru í ritinu ýmsar greinar, viðtöl, upplýsingar og fróðleikur um málefni fatlaðra. Sem dæmi um efni má nefna leiðara sem að þessu sinni er um málefni einhverfra. Sagt er frá sumarstarfi barna og í því sam- bandi birtist viðtal við tvær fóstrur sém störfuðu á Úlfljóts- vanti, síðast liðið sumar. í framhaldi af grein um tölvu- tækni í kennslu fatlaðra er ljósi varpað á aðstöðu nemenda í deild hreyfihamlaðra í Hlíða- skóla í Reykjavík. Þá er sagt frá Tölvumiðstöð fatlaðra sem ný- lega var sett á laggirnar. Fjallað er um störf Svæðis- stjórnar Reykjavíkur þar sem sitt af hverju kemur fram í við- tali við framkvæmdastjóra stjórnarinnar. Þá er að finna í þessu hefti sögu eftir unga stúlku sem bæði er blind og heyrnarlaus. Sög- una, sem hún tileinkar for- eldrum sínum og systkinum, nefnir höfundur TÖFRADÍS- INA. Þá má nefna ljóðið ELSKA sem er eftir unga stúlku, alvarlega spastíska. Ritað er um bækur fyrir þroska- hefta og rætt við nokkra úr þeirra hópi um lestur bóka. Fastir pistlar eru á sínum stað s.s. Bókakynning og Af starfi samtakanna. í þeim síðarnefnda er tæpt á því helsta sem Þroska- hjálp vinnur að hverju sinni. Áskriftarsími er 91-29901. (Fréttatilkynning) Munið! VISA-kortið er ómissandi ° * félagi!

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.