Bæjarbót - 01.04.1987, Blaðsíða 8

Bæjarbót - 01.04.1987, Blaðsíða 8
8 Óháð flokkadræUi Vordagar Bókasafns Grindavíkur: Velheppnuð vönduð dagskrá —aðsókn heldur í dræmara lagi Hinir árlegur VORDAGAR Bókasafns Grindavíkur voru haldnir um páskahelgina í Festi. Dagskráin hófst með stuttu ávarpi Frímanns Ólafssonar, sem fyrir hönd bókasafns- nefndar bauð gesti velkomna, en á meðal þeirra var 14 manna hópur frá vinabænum Peni- stone. Veggina skrýddu 36 vatnslita- myndir Ástu Arnadóttur mynd- listarkonu frá Keflavík og vöktu myndir hennar mikla athygli. Söngflokkurinn Kvartett, sem skipaður er nokkrum tónlistar- mönnum úr Vísnavinafélaginu, var með vandaða dagskrá og Birgir Svan Símonarson skáld og rithöfundur las úr verkum sínum. Þetta var vönduð dagskrá og hlaut mjög góðar viðtökur gesta og eiginlega leitt til þess að vita hve margir bæjarbúar sátu heima og misstu af öllu saman. Birgir Svan Símonarson les eigin Ijóð. i Jj" Hluti gesta á Vordögum. Allt of fáir Grindvíkingar litu við. Kvartettinn, ásamt hljóðfœraleikurum, vakti verðskuldaða athygli. r Agœtu lesendurl Ef einhver hefur áhuga á að sjá um fastan þátt í blaðinu er bara að hafa samband! Með tilkomu SÍMASKRAR 1987, sem út kemur í maí/júní, breytast símanúmer í Grindavík ífimm stafa númer, þ.e. tölustaf- urinn 6 bœtist framan við núverandi síma- Upplýsingar veitir stöðvarstjóri Pósts og Síma í Grindavík. BETRI MEÐFERÐ * AUKIN GÆÐI * AUKIN VERÐMÆTI * VIÐ TREYSTUM BÚSETU OG VELMEGUN MEÐ VINNU V ÖNDUN r Utgerðarmenn í Grindavík Miðbæjar- skipulagið endurskoðað Oft hefur verið bent á að um- hverfi kirkjunnar, félagasheim- iiisins Festar og næsta nágrenni, mynda ,,ásjón“ bæjarins þegar ekið er inn í kaupstaðinn. Nú hefur bæjarstjórnin falið Reyni Vilhjálmssyni landslagsarkitekt að endurskoða allt miðbæjar- skipulagið, væntanlega m.a. með fegrunarsjónarmið í huga. Samkeppni um merki Slysavarnardeildin Þórkatla efndi á sínum tíma til samkeppni um merki fyrir deildina. Engar tillögur bárust þá. Deildin vill ekki gefast upp við svo búið og hvetur bæjarbúa enn til að senda inn hugmyndir og koma þeim til formanns deildarinnar, Jóhönnu Sigurðardóttur að Borgarhrauni 9 sem fyrst. Naumt skammtað til landgræðslu Á stjórnarfundi hjá SSS ný- lega var lagt til að sveitarfélögin hækkuðu framlög sín til land- græðslu. Úr 27 krónum í 32 krónur á íbúa. Þannig hækkar framlag Grindavíkurkaupstaðar úr 55 þúsundum krónum í 65 þúsund! Samtals er gert ráð fyrir að sveitarfélög á Reykjanes- skaganum verji 458 þúsund krónum til landgræðslunnar og getur það tæplega talist nein of- rausn í gróðurvana og örfoka umhverfi! Myndatökur við allra hœfi Góð mynd er frábœr minning! nymynD Hafnargötu 90 Sími 1016

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.