Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 2

Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 2
2 Bæjarbót, óháð fréttablað Eiríkur Tómasson framkvœmdastjórí: , ,Hér höfum við mikla möguleika til að nýta aðrar tegundir en við veiðum nú“ ,,landsmenn þurfa að minnka vertíðarflotann“ Eiríkur Tómasson framkvæmdastjóri Þorbjörns hf. ,,Grundvallar- atriði að taka á smáfiska drápinu. “ Þorbjörn hf. er eitt af lykil- fyrirtækjunum í bænum. Akvarðanir sem stjórnendur fyrirtækisins taka skipta tugi, ef ekki hundruð, Grindvíkinga máli beint og óbeint. Þeir standa framarlega í stjórnunarmálum almennt sem snerta sjávarútveg. Afstaða slíkra manna er ávallt forvitnileg. Bæjarbót hitti Eirík Tómasson framkvæmdastjóra að máli og spurði hann fyrst hvað Þorbjarnarflotinn væri að fást við um þessar mundir. „Hrafn Sveinbjarnarson er nú á fiskitrolli og saltar aflann um borð. Hrafn Sveinbjarnar- son II er á rækju og frystir afl- ann um borð. Hrafn Svein- bjarnarson III og Sigurður Þor- leifsson eru komnir á rækju. Þeir landa aflanum fyrir norðan og honum er ekið til vinnslu hér í Grindavík. Hrafn er nú í breyt- ingum erlendis. Þær breytingar eru einkum þær að hann verður útbúinn fyrir togveiðar.“ Nú er lokið hér mjög lélegri vertíð. Hvað heldur þú almennt um framhaldið? ,,Ég held að það sé rétt skoð- un sem heyrst hefur hjá mörgum togaramönnum, að það sé ekki höfuðvandamál, frá þeirra sjón- arhorni séð, hvað hrygningar- stofninn er lítill. Þannig er að það þarf ekki alltaf stóran hrygningarstofn til að gefa af sér góða árganga. Þess vegna má segja að það sé alltaf nóg til und- aneldis. En á meðan við veiðum þetta svona smátt, erum við að nýta stofninn vitlaust. Því verð- um við að breyta. Ef okkur tæk- ist að auka meðalþyngd landaðs fisks um 1 kg, gætum við aukið veiðarnar úr þorskstofninum frá 300 í 450 þúsund tonn. Allir sem kunna á reiknivél geta reiknað út hvað það mundi þýða í tekj- um fyrir þjóðarbúið. Þetta get- um við gert án þess að auka til- kostnað.“ Nú liggur verstöðin Grinda- vík vel við til sjósóknar. Er ekki hægt að auka fjölbreytnina í okkar veiðum og leggja þá minni áherslu á þorskinn? „Jú, við höfum mikla mögu- leika til að nýta aðrar fiskteg- undir en við veiðum nú. Ég nefni til dæmis gulllaxinn og langlúruna. Héðan ætti að vera gott að veiða þær tegundir. Við liggjum líka vel við því að frysta hrognafulla síld fyrir Japans- markað. Við eigum ekki að víla fyrir okkur að nýta skipin okkar. Við stöndum sennilega einna best að vígi á landinu varðandi fiskiskipaeign. Við eigum hiklaust að nýta þau þannig, ef svo stendur á, að láta þau leggja upp þar sem styst er að landi og aka aflanum hingað. Þjóðvegirnir eru orðnir mjög góðir og batna stöðugt. Víða erlendis er fiski ekið þetta 2000 - 3000 km leiðir og þykir engum mikið! í hlutfalli við verðmæti fisksins er kostnaðurinn við svona akstur minni en hann var áður. Með því að breyta vinnu- brögðum getum við haldið hér uppi stöðugu og heilbrigðu at- vinnulífi í sjávarútvegi.“ Hvaða breytingar vildir þú helst sjá framundan? „Við eigum að minnka ver- tíðarflotann, ekki bara hér, heldur um allt land. Þá minnkar ásóknin á þessi mið. Síðan er algjört grundvallaratriði að taka á smáfiskdrápinu, til þess að hingað komi einhver fiskur. Með því að breyta svona til hefðu allir góða afkomu, eftir nokkur ár. En það tekur auðvit- að einhvern tíma“ sagði Eirík- ur Tómasson framkvæmda- stjóri Þorbjörns að lokum. Bátafloti Þorbjörns hf. hefur fengið miklar endurbætur og breytingar á síðustu misserum. Hér er Hrafn Sveinbjarnarson í Grindavíkurhöfn. FLAKKARINN býður frábœrt fríl A UGL ÝSING um aðalskoðun bifreiða í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoð- unar sem hér segir: 1. Eífirtalin ökutæki, sem skráð em 1986 eða fyrr: a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutn- inga. b. Bifreiðir, er flytja mega 8 farþega eða fleiri. c. Leigubifreiðir til mannflutninga. d. Bifreiðir, sem ætlaðar em til leigu í at- vinnuskyni án ökumanns. e. Kennslubifreiðir. f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunar- bifreiðir. g. Tengi- og festivagnar, sem em meira en 1500 kg að leyfðri heildarþyngd. 2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1, sem skráðar em nýjar og í fyrsta sinn 1984 eða fyrr. 9 júní 10. júní 11. júní 12. júní 15. júní 16. júní 18. júní 19. júní 22. júní 23. júní 24. júní 25. júní 0-8101 - Ö-8250 Ö-8251 - Ö-8400 Ö-8401 - Ö-8550 Ö-8551 - Ö-8700 Ö-8701 - Ö-8850 Ö-8851 - Ö-9000 Ö-9001 - Ö-9150 0-9151 - Ö-9300 Ö-9301 - Ö-9450 Ö-9451 - Ö-9600 Ö-9601 - Ö-9750 Ö-9751 - þar yfir Skoðunin fer fram að Iðavöllum 4, Keflavík, milli kl. 8-12 og 13-16 aila virka daga nema laugar- daga. Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja, s.s. bif- hjóla og á auglýsing þessi einnig við um um- ráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Framvísa skal og kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og vottorð fyrir gildri ábyrgðartryggingu. í skráningarskírteini bifreiðarinnar skal vera áritun um að aðalljós hennar hafl verið stillt eftir 31. júlí 1986. Vanræki einhver að færa bifreið sína til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Nú eiga öll ökutæki með skráningarnúmerum frá Ö-1 til Ö-8100 að vera skoðuð og verða óskoðuð ökutæki tekin úr umferð án frekari fyrirvara. Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu Jón Eysteinsson Börn og unglingar! Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður haldin söngva- keppni. — Allir geta verið með. Byrjið að æfa eitt- hvert lag og takið þátt í skemmtuninni! Skráning fer fram við sviðið þegar barnadansleikur- inn hefst. Fimm bestu söngvararnir, að mati dómnefndar, munu síðan keppa til úrslita á kvöldskemmtuninni. Vegleg verðlaun eru í boði. 17 Júní nefnd

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.