Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 6

Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 6
6 Bæjarbót, óháð fréttablað Páll Jóhann á Sighvati GK 57: Mest aflaverðmæti að landi á hefðbundinni vetrarvertíð —allur afli ísaður í kör um borð Sendum sjómönnum, fjölskyldum þeirra og fiskverkunarfólki öllu bestu kveðjur á sjómannadaginn. Fiskanes - Sími 8566 í tilefni sjómannadagsins sendum við sjómönnum, fjölskyldum þeirra og fiskverkunarfólki öllu, bestu kveðjur. Fiskimjöl & Lýsi Sími 8107 Þrátt fyrir að afli Sighvats GK 57 hafi verið tæpum 118 tonn- um minni en afli aflahæsta Grindavíkurbátsins, var verðmæti Sighvats það mesta sem vertíðarbátur færði hér að landi. Alls var verðmætið 22.872.979 krónur. Skipstjóri á Sighvati er Páll Jóhann Pálsson. Hann var spurður hverju það sætti að verðmæti aflans væri svona mikið. „Við vorum á línu í janúar og febrúar og fengum þá svo til ein- göngu þorsk og ýsu, sem aðal- lega fór í gáma til útflutnings. Samsetning aflans hjá okkur var þannig að við fengum miklu meiri þorsk í hlutfalli við ufsa en t.d. toppbátarnir. Hjá okkur er allur fiskur ísaður í kör og jafn- vel stundum slægður líka. Þetta gerði það að verkum að matið á fiskinum var mjög gott, reyndar eitt besta mat hér, eftir því sem Hermann Ólafsson matsmaður sagði mér.“ Sighvatur fékk alls 749,5 tonn á vertíðinni og var 4. aflahæsti báturinn. Netin voru lögð allt frá Selvogsvita og norður á Breiðafjörð. „Góðarvonir ef allir leggja sig 100% fram“ Keppnin í 3. deild í sumar verður vafalaust hörð og jöfn. Grindavíkurliðið er í riðli með Reyni, Njarðvík, ÍK, Leikni, Fylki, Skallagrími, Aftureld- ingu, Haukum og Stjörnunni. Að sögn formanns knatt- spyrnudeildar UMFG, Jónasar Þórhallssonar, hefur hópurinn allur hlotið góða og markvissa þjálfun frá byrjun og notið leið- sagnar góðra þjálfara. Jónas sagði að ef menn leggðu sig alla fram og hópurinn slyppi við meiðsli, væri hann ekki í nokkr- um vafa um að UMFG-liðið stæði uppi í haust sem 3. deildar meistari. Árangurinn í vorleikj- unum gæfi ástæðu til bjartsýni, en lykillinn að velgengni í sumar væri að allir legðu sig 100% fram á æfingum og í leikjunum. Með tilkomu nýju SIMASKRARINNAR 1987, breytast öll símanúmer í Grindavík í fimm stafa númer, þ.e. tölustafurinn 6 bætist framan við núverandi símanúmer. Upplýsingar veitir stöðvarstjóri Pósts og Síma í Grindavík. í tilefni sjómannadagsins sendum við sjómönnum, fjölskyldum þeirra og fiskverkunarfólki öllu, bestu kveðjur. Flakkarinn - umboðsskrifstofa Sími 8060 Sendum sjómönnum, fjölskyldum þeirra og fiskverkunarfólki öllu bestu kveðjur á sjómannadaginn. Gjögur hf. - Símar 8640 - 8089 í tilefni sjómannadagsins sendum við sjómönnum, fjölskyldum þeirra og fiskverkunarfólki öllu, bestu kveðjur. © Olíufélagið Skeljungur -Elvar Jónsson - Sími 8279

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.