Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 12

Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 12
12 Bæjarbót, óháð fréttablað Toppbaráttan í vertíðarlokin: „Vertíðin léleg, en verra hefur það þó verið“ —segir Helgi á Hafberginu, sem fékk 846 tonn og varð næst aflahæstur á vertíðinni í Grindavík Helgi Einarsson skipstjóri á Hafberginu. Undir lok vertíðarinnar lá Ijóst fyrir að annað hvort yrði Hafberg GK 377 eða Hópsnes GK á toppnum. Það var ekki fyrr en á lokasprettinum að Jens á Hópsnesinu komst upp fyrir Helga. Bæjarbót hitti Helga Einarsson að máli þegar hann kom að landi með 14 tonn þann 15. maí, á lokadaginn. „Þessi vertíð hefur verið hörmulega léleg. Það eina góða við hana er að tíðarfarið hefur verið gott! Ég er búinn að vera skipstjóri síðan 1969 og svona vertíðir hafa komið áður. Árin 1975, 1976 og 1977 komu enn verri vertíðir en þessi.“ Helgi var aflakóngur 1976 og 1981 og bar þá að landi milli 1300 og 1400 tonn og er því ekki óvanur toppbaráttunni. Var kominn fiðringur í þig að reyna að halda toppnum út ver- tíðina? ,,Nei, maður hefur eiginlega ekkert vitað um stöðuna á hverj- um tíma. Höfum bara stundað okkar róðra og erum sáttir við okkar hlut í þessari annars lélegu vertíð.“ Undir þessi síðustu orð tók Einar Símonarson útgerðar- maður og faðir Helga. ,,Það var ánægjulegt að Jens skyldi taka toppinn. Hann hefur ekki náð honum fyrr, en alltaf fiskað mjög vel og verið með hæstu bátum. Við óskum honum og áhöfninni til hamingju með árangurinn.“ Aflakóngurinn ífyrra: „Nýtt spil og beint á rækjuna“ —Asgeir Magnússon ekki svartsýnn þrátt fyrir lélega vertíð Ásgeir Magnússon er skip- stjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni IIGK10. Hann varð aflakóngur Grindvíkinga á vertíðinni í fyrra með 932 tonn og réri nú að ný- endurbættu skipi. Hann var spurður hvernig skipið reyndist. ,,Það hefur reynst alveg ágæt- lega, nema hvað spilið var allt of máttlaust fyrir togveiðarnar. Nú verður sett niður nýtt spil og svo förum við beint á rækjuna.“ Áttu skýringu á þessari lélegu vertíð sem er nýlokið? „Fiskurinn hefur bara ekki gengið hérna á okkar mið. Annað hvort eru ekki nægilega góð skilyrði fyrir hann eða ekki til meiri fiskur, eins og fiski- fræðingarnir segja. Annars held ég að þeir skilji þetta ekki held- ur! Þrátt fyrir allt á ég nú von á að þetta rétti sig við aftur í ná- inni framtíð.“ Hrafn Sveinbjarnarson IIGK 10. Á innfelldu myndinni er Ásgeir Magnússon skipstjóri. BETRI MEÐFERÐ * AUKIN GÆÐI * AUKIN VERÐMÆTI * VIÐ TREYSTUM BÚSETU OG VELMEGUN MEÐ VINNUVÖNDUN Utgerðarmenn í Grindavík Bókasafn Grindavíkur í Festi — Sími 8549 / /u/i/, júlí og ágúst verður opið sem hér segir Mánudaga kl. 17-20 Þriðjudaga kl. 17-20 Miðvikudaga kl. 17-20 Fimmtudaga kl. 17-20 Lokað á föstudögum Vinsamlegast skilið bókum sem komnar eru fram yfir lánstíma Bókaverðir Bæjarbót 100% dreifíng í Grindavík Unglinga- vinnan 1987 Unglingavinnan hófst þann 25. maí síðast liðinn. Þeir sem enn hafa ekki látið skrá sig til starfa geta snúið sér til Svavars Svavars- son, Hvassahrauni 9. LÁMARKSALDUR: Krakkar sem fæddir eru 1976 eða fyrr. Grindavíkurbœr. Hér hefði einhver getað skotið inn ÓDÝRRI auglýsingu!

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.