Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 13

Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 13
Bæjarbót, óháð fréttablað 13 Sendum sjómönnum, fjölskyldum þeirra og fiskverkunarfólki öllu bestu kveðjur á sjómannadaginn. Vélsmiðja Grindavíkur Sími 8126 Sendum sjómönnum, fjölskyldum þeirra og fiskverkunarfólki öllu bestu kveðjur á sjómannadaginn. Landsbanki íslands -Grindavíkurútibú - Sími 8179 L r Jens Oskarsson aflakóngur vetrarvertíðarinnar: „Tókum mest á Reykjanesröstinni, en þvældumst annars víða um“ —„Verðum að leyfa fiskinum að stækka áður en hann er veiddur“ segir Jens. „Lokun svæða nauðsynleg“ —Hópsnes GK 77 bar 867 tonn að landi Áhöfnin á Hópsnesinu, ásamt Jens skipstjóra. Aflakóngar vertíðarinnar. í tilefni sjómannadagsins sendum við sjómönnum, fjölskyldum þeirra og fiskverkunarfólki öllu, bestu kveðjur. Hœlsvík sf. - Símar 8191 og 8098 Það var spenna í loftinu á lokadaginn 15. maí. Hópsnesið og Hafbergið komu inn úr síðasta róðri vertíðarinnar og þessir bátar börðust um topp- inn. Skipstjórarnir gerðu lítið úr þeirri baráttu, sögðust „varla fylgjast með aflatölunum,“ en fólkið í landi og áhafnirnar fylgdust þeim mun betur með! Jens á Hópsnesi GK 77 tók toppinn og landaði 867tonnum. Hafberg GK 377 kom næst með 846 tonn. Jens var að klára sína 29. vertíð og var nú aflakóngur í fyrsta sinn, en hefur alltaf verið í hópi aflahæstu manna. Hann var beðinn um álit á vertíðinni. „Það er alveg greinilegt að það er minna um stórþorsk en var. Tíðin hefur verið góð og virkilega góð skilyrði, þannig að ég átti von á að hér yrði mikið af þorski. Nú, það er sennilega bara ekki meira til af honum. Þetta er ein sú aumasta vertíð, sem ég man eftir og ég á von á því að næstu vertíðir verði enn aumari.“ En svona slakar vertíðir hafa nú komið áður, er það ekki? „Jú, en nú þekkja menn allt svæðið miklu betur og verða enn frekar varir við hvað fiskur- inn fer minnkandi. Veiðarfærin eru orðin betri, menn gjör- þekkja miklu fleiri bletti en áður og samt fæst ekki meiri fiskur.“ Hvað er raunverulega til ráða? „Það hjálpast margt að við að minnka það sem til skiptana er. Ég held að það þurfi að friða einhver hafsvæði algjörlega og þá fyrir öllum veiðarfærum. Þetta gengur ekki svona lengur.“ Ertu sáttur við kvótaskipting- una? „Ég sé ekkert skárra en kvót- ann. Það verður að vera stjórn- un á veiðunum og ég kem ekki auga á neitt réttlátara kerfi en kvótann. En ef menn halda sig alltaf við ákveðið kvótamagn og veiða sífellt smærri fisk, þarf alltaf fleiri og fleiri einstaklinga. Það yrði því til stórbóta ef með friðun væri hægt að leyfa hon- um að stækka. Gefa honum Hópsnesið kemur inn úr síðasta róðrinum á hefðbundinni vertíð. þann tíma sem þarf. Ég held að það sé frumskilyrði.“ Nú varst þú aflakóngur á ver- tíðinni hér í Grindavík í öllu aflaleysinu. Kannt þú einhvern galdur sem aðrir ekki kunna? „Nei, blessaður vertu. Við höfum enga galdra við þetta. Þetta er heppni! Ég er með góða áhöfn og það hefur auðvitað mikið að segja. Annars er óvenju mikill ufsi í aflanum núna! Ég held að hann hafi aldrei verið meiri í hlutfalli við þorsk en í vetur.“ Hvar hefur þú einkum lagt netin? „Við höfum þvælst víða um. Sennilega höfum við tekið stærstan hluta aflans á Reykja- nesröstinni. Eitthvað á Eld- eyjarbanka. Við vorum líka að þvælast úti í Grindavíkurdýpi og Reykjanesgrunni. Eitthvað norður í Jökuldýpi líka. Það var víða komið við.“ Er það skipstjórum metnað- armál að verða aflakóngar? „Nei, því hef ég aldrei fundið fyrir. En menn reyna auðvitað að gera sitt besta!“ Ertu sáttur við afstöðu stjórn- valda og þjóðarinnar almennt til sjávarútvegsins? „Ég held að allir skilji að sjávarútvegurinn er undirstaðan og menn vilji gera sitt besta i Jens Óskarsson, skipstjóri. hans málum. Það er ekki gott að átta sig á hvenær fólk fer að hugsa, en þegar menn fara að velta hlutunum fyrir sér sjá allir að þetta er undirstaðan. Ekki bara í sjávarplássunum, heldur í þjóðfélaginu almennt,“ sagði aflamaðurinn Jens Óskarsson að lokum. / tilefni sjómannadagsins sendum við sjómönnum, fjölskyldum þeirra og fiskverkunarfólki öllu, bestu kveðjur. Rafborg hf. - Sími 8450 Sendum sjómönnum, fjölskyldum þeirra og fiskverkunarfólki öllu bestu kveðjur á sjómannadaginn. Verslunin Bláfell - Sími 8146

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.