Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 15

Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 15
Bæjarbót, óháð fréttablað 15 Stefán Tómasson skrífar: Heimili aldraðra í Grindavík —allt uppsteypt fyrir lok þessa árs TEKJUR: Stofnframlög aðildarfélaga............ Kr. 815.000,- Viðbótarframlög aðildarfélaga......... Kr. 1.233.000,- Gjafabréf............................. Kr. 730.000,- Framlag Grindavíkurbæjar.............. Kr. 1.200.000,- Framlag Framkvæmdasjóðs aldraðra ... Kr. 1.400.00,- Lán úr Byggingarsjóði aldraðra........ Kr. 500.000,- Lán frá Húsnæðisstofnun ríkisins..... Kr. 17.160.000,- Gjöf frá Fiskanesi h/f Grindavík..... Kr. 1.000.000,- Happdrætti ........................... Kr. 1.660.000,- Minningakort ......................... Kr. 72.000,- Gjafirbarna vegna hlutaveltna......... Kr. 64.500,- Gjafir og áheit....................... Kr. 40.000,- Vaxtatekjur........................... Kr. 246.740,- GJÖLD: Kr. 26.121.240,- Hönnunarkostnaður...................... Kr. 2.042.000,- Gatnagerðargjöld ...................... Kr. 615.000,- Jarðvinna.............................. Kr. 1.068.000,- Sökklar ............................... Kr. 3.300.000,- Uppsteypa B og C álmu fyrsta áfanga. (ólokið Kr. 17.330.000,-). Þar af greitt.......................... Kr. 15.780.000,- Kr. 23.705.000,- Mismunur Kr. 2.416.240,- Eins og bæjarbúar hafa flestir tekið eftir er Heimili aldraðra í Grindavík óðum að rísa af grunni. Þegar er búið að steypa upp og fullgera að utan þjón- ustubygginguna og austur íbúð- arálman er að verða komin í svipað ástand. Þá hafa verið undirritaðir samningar við verk- takann Grindina h/f um upp- steypu á vestur íbúðarálmu, þannig að allt Heimilið ætti að vera uppsteypt og frágengið að utan, fyrir lok þessa árs. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa með innivinnu strax í sumar, og búið verði að ein- Stefán Þ. Tómasson angra og leggja miðstöð í þjón- ustubygginguna og austur álmuna fyrir næsta vetur. Þannig að ef allt gengur eins og áætlað er, mun verða hægt að taka um helminginn af vistrým- unum í notkun seinnihluta næsta árs. Það er þjónustubygg- ingin og austur álman sem í eru 8 hjónaíbúðir og 4 einstaklings- íbúðir, alls 20 vistrými. En með vestur álmunni rúmar Heimilið 40 vistmenn. Þegar framkvæmd sem þessi er skoðuð spyrja menn sig oft: Hvernig er allt þetta fjármagn- að? Það er skemmst frá að segja að bæjarbúar hafa tekið mjög vel í allar fjáraflanir til Heimilis- ins. Á árinu 1984 fórum við út í gjafabréf og gáfu einstaklingar allt að tíu þúsund krónum hver. Skiluðu gjafabréfin alls um 800.000,- Einnig vorum við með happdrætti á síðasta ári og gaf það okkur um 1.650.000,- Þetta eru þær tvær stóru fjár- aflanir sem byggingarnefndin hefur staðið fyrir. En megin fjármagnið hefur komið úr þremur sjóðum. Það er Bygg- ingarsjóður ríkisins (Húsnæðis- málastofnun), sem lánar til verksins. Byggingarsjóður aldraðra, sem lánar einnig og Framkvæmdasjóður aldraðra, sem styrkir verkið með óendur- kræfum framlögum. Eins og sést á þessu yfirliti er framlag bæjarins ekki stórt, og í ljósi þeirrar staðreyndar að helmingur þessa framlags er í formi niðurfellingar á gatna- gerðargjöldum, er augljóst að Grindavíkurbær hefur ekki staðið sig sem skildi. En það er einmitt víðast hvar að frum- kvæði bæjaryfirvalda, sem ráð- ist er í framkvæmd sem þessa og þar sem félagasamtök, hafa staðið fyrir því hliðstætt og hér hafa bæjaryfirvöld staðið myndarlega á bak við, með góðri fjárhagsaðstoð. Framlag bæjarins á þessu ári er áætlað tvær milljónir, og er það framför frá síðasta ári. Þess ber að geta að þetta er lægra framlag en fór í þennan mála- flokk á síðasta ári. Þá greiddi bærinn um eina og hálfa milljón til Hrafnistu í Hafnarfirði og sjöhundruð þúsund til okkar, samstals 2,2 milljónir. Bæjar- stjórnin hefur enn tíma til að bæta sig og vona ég að myndar- lega verði veitt til heimilisins á næsta ári. Eins og mörgum er kunnugt, þá standa eftirtalin félög að þessari byggingu: Kvenfélag Grindavíkur og er Birna Óladóttir fulltrúi þess í byggingarnefndinni. JC Grinda- vík fulltrúi Guðrún Sigurðar- dóttir. Verkalýðsfélag Grinda- víkur, fulltrúi Katrín Kára- dóttir. Grindavíkurbær, fulltrúi Gunnar Vilbergsson. Kiwanis- klúbburinn Boði, fulltrúi Stefán Þ. Tómasson. Lionsklúbbur Grindavíkur, fulltrúi Ólafur Byggingarnefnd Heimilis aldraðra í Grindavík. F.v.: Anton Niku- lásson, Sverrir Jóhannsson, Ólafur Þ. Þorgeirsson, Stefán Þ. Tómasson, Birna Óladóttir, Tómas Þorvaldsson, Gunnlaugur Dan Ólafsson, Gunnar Vilbergsson og Guðrún Sigurðardóttir. Á myndina vantar Katrínu Káradóttur. Sendum sjómönnum, fjölskyldum þeirra og fiskverkunarfólki öllu bestu kveðjur á sjómannadaginn. Apótek Grindavíkur - Sími 8770 í tilefni sjómannadagsins sendum við sjómönnum, fjölskyldum þeirra og fiskverkunarfólki öllu, bestu kveðjur. Hóp hf. - Sími 8216 Sendum sjómönnum, fjölskyldum þeirra og fiskverkunarfólki öllu bestu kveðjur á sjómannadaginn. Hraðfrystihús Þórkötlustaða Sími 8035 í tilefni sjómannadagsins sendum við sjómönnum, fjölskyldum þeirra og fiskverkunarfólki öllu, bestu kveðjur. Hraðfrystihús Grindavíkur Sími 8014 í tilefni sjómannadagsins sendum við sjómönnum, fjölskyldum þeirra og fiskverkunarfólki öllu, bestu kveðjur. Vélsmiðja Jóns og Kristins Sími 8208 Þorgeirsson. Útvegsmenn í Grindavík, fulltrúi Tómas Þor- valdsson. Rauðakrossdeildin í Grindavík, fulltrúi Gunnlaugur D. Ólafsson. Sjómannadagur- inn í Reykjavík, fulltrúi Anton Nikulásson. Saman mynda þessir fulltrúar Öldrunarráð Grindavíkur. En stjórn þess skipa: Stefán Tómas- son formaður, Birna Óladóttir ritari og Ólafur Þ. Þorgeirsson gjaldkeri. Aðalfundur Öldrunarráðs Grindavíkur verður haldinn inn- an skamms. Ekki verða miklar breytingar í ráðinu, nema að Grindavikurbær hefur skipað Hrefnu Björnsdóttur sem nýjan fulltrúa. Nýr fulltrúi kemur frá Rauðakrossdeildinni, og þá gef ég ekki kost á mér til áframhald- andi formennsku. Vil ég nota þetta tækifæri til þess að þakka bæði fulltrúum í Öldrunarráði Grindavíkur og bæjarbúum fyrir ánægjulegt samstarf á undanförnum árum. Ég vona að áframhaldandi framkvæmdir við Heimili aldraðra í Grindavík gangi eins vel og hingað til.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.