Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 18

Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 18
18 Bæjarbót, óháð fréttablað Vísnaspjall Námskeið fyrir fiskvinnslufólk Um 60 verkamenn í fiskvinnslu sátu nýverið á námskeiði á vegum starfsfrœðslunefndar Sjávarútvegsráðuneytisins. Allt þetta fólk hefur fastráðningarsamning og hœkkar ögn í kaupi að námskeiðinu loknu. Sjómennskan hefur löngum þótt með erfiðustu störfum og ekki á annara færi en ofurmenna að mati skálda, þó hefur margt breyst til hins betra síðan Látra-Björg kvað: Róddu betur kær minn karl Kennd’ ekki í brjósti um sjóinn harðara taktu herðafall hann er á morgun gróinn. Og kjörin settu á mennina mark, einnig á Grím Thomsen: Við mig hefur alda grá og glettin gnauðað haust og vor með ýmsu móti svo, ef að kann að þykja karlinn grettinn kemur það af ylgdu sjávarróti. En svo komu vélar í báta, gufuvélar í togara og stærri skip og þá kvað Jón Ólafsson: Nú er ei ófært neitt í heim nú er lítill vandi nú má fara á eldi og eim allt á sjó og landi. Þeir sem alast upp í nálægð sjávar kunna best að meta það samspil ógnar og fegurðar sem hafið býður. Sigurður Breið- fjörð kveður einn dýrðardag: Vinda andi í vöggum sefur vogar þegja og hlýða á Haf um landið hendur vefur hvítt og spegilslétt að sjá. En hættan er líka ætíð nálæg. Margt skipið hefur borið að björgum eða sandi og þá orðið tvísýnt um afdrif áhafna. Oft hefur þó giftusamlega tekist til um björgun innlendra sem erlendra sæfara og hin margfræga íslenska gestrisni hvergi brugðist: Báran margan bar á land beint að fangi svanna eru víða um okkar land augu skipbrotsmanna. Djarfir menn njóta þess að etja kappi við náttúruöflin og sigla þöndum seglum sollinn sæ: Stoðin reiða hristist há hroða leiði spáir gnoðar breiðum brjóstum frá boðar freyða gráir. R.S.S. Hagyrðingum þykir hæfa að bregða fyrir sig líkingum úr sjómannamáli þegar lýsa skal lífsreynslu, seiglu og karl- mennsku, Steindór Sigurðsson yrkir: Misvindur og kyljuköst koldimm stundarhryðja Ég hef lent í úfnri röst og inn í hana miðja. Ennþá hef ég ekki. vent ætla að láta ,,slóa“ einhverntíma ég hef rennt upp í stærri sjóa. H.G. Skólaslit Grunnskólans: r Ymsar nýjungar á döfinni, en óvíst um kennararáðningar —Gunnlaugur í ársleyfi, Halldór tekur við skólastjórn Skólaslit Grunnskólans voru 15. maí sl. Að þessu sinni voru nemendur 420 í 20 bekkjardeild- um. Fastir kennarar voru 24, auk tveggja stundakennara. Miklar breytingar verða á starfs- liði skólans í haust. í skólaslitaræðu Gunnlaugs Dan Ólafssonar skólastjóra kom fram að skólastarfið var með hefðbundnum hætti. Fél- agslíf nemenda var með daufara móti, enda veitti skólinn nem- endum tæpast nægan stuðning til þess að þar yrði um blómlegra starf að ræða. „Listinn yfir aðstöðu fyrir ákveðnar greinar og kennslu- hætti, sem ekki er hægt að sinna sökum húsnæðisskorts, er all langur, þó mun nokkuð birta upp næsta haust, þegar nýtt skólahúsnæði verður tekið í notkun. Hér er um að ræða 580 fermetra húsnæði með 4 kennslustofum, tölvuveri og bókasafni. Þetta er vissulega rýmkun á skólahúsnæðinu, en hrekkur þó hvergi nærri til. Hér hefur aðeins verið leyst úr brýnni þörf. í þessum efnum ber að setja markið hátt og stefna að fullkominni skólastærð í áföng- um á næstu 6-8 árum,“ sagði skólastjórinn og á öðrum stað í ræðunni: ,,Ef horft er til næsta skólaárs er ýmislegt sem bendir til þess að framundan séu góðir tímar í skólamálum okkar og ýmsir áhugaverðir möguleikar á döfinni. Fyrst ber að nefna þá möguleika sem skapast með nýju húsnæði, tölvuveri og bókasafni. Gæslu forskólanem- enda í skólanum, sem ætti að vera mikið hagsmunamál fyrir foreldra. Ákveðnar tillögur um ný úrræði í stuðnings- og hjálp- arkennslu. Hugsanlegar breyt- ingar á kennslufyrirkomulagi í 7,- 9. bekk, sem áhugasamir kennarar við skólann eru að vinna að. Breytt fyrirkomulag við kennslu yngstu barna skól- ans, þar sem tekið verður tillit til sveigjanlegri kennsluhátta. Allt þetta veltur þó á einu mikilvægu atriði og það er hvort skóla- nefnd tekst að fá kennara að skólanum, m.a. til áðurgreindra starfa.“ Sjö kennarar hætta störfum við skólann. Þeir eru Helga Jóhannsdóttir, Ingveldur Sveinsdóttir, Margrét Gunnars- dóttir, Kristín Eyþórsdóttir, Hrefna Björnsdóttir, Daníel Þorkelsson og Sigrún Guð- mundsdóttir. Tveir minnka við sig, þau Björn Birgisson og Bjarnfríður Jónsdóttir. Gunn- laugur Dan skólastjóri tekur sér árs orlof og mun Halldór Ingvason gegna stöðu hans á meðan. Sigrún Guðmundsdóttir hættir nú störfum vegna aldurs, en hún hefur að baki 40 ára kennsluferil. *Ýmsar viðurkenningar voru veittar. Björn Skúlason og Lilja Guðmundsdóttir hlutu íþrótta- bikara UMFG. Helga Hafberg hlaut viðurkenningu fyrir árang- ur í dönsku. Klara Halldórs- dóttir og Vigdís Ólafsdóttir nlutu viðurkenningarskjöl frá Sæmundarsjóði. Bestum árangri upp úr 9. bekk náðu Elías Pétursson og Helga Hafberg. Hæstu meðaleinkunn yfir skólann hlaut Guðjón Ás- mundsson. Viðurkenningu fyrir handmenntir hlutu Þröstur Sig- mundsson, Sigurbjartur Lofts- son og Sigurrós Ragnarsdóttir. Skákmeistarar skólans urðu þeir Guðmundur V. Helgason og Hafþór Skúlason. Nokkrir þeirra nemenda sem hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Þann 15. júní eiga menn að hafa lokið greiðslum á FASTEIGNAGJÖLDUM þessa árs. Fljótlega má búast við sérstökum innheimtuað- gerðum vegna þeirra sem eru í vanskilum. Góð innheimta er forsenda þeirra framkvæmda sem allir vilja sjá í bænum. Grindavíkurbœr

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.