Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 19

Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 19
Bæjarbót, óháð fréttablað 19 Hillir undir megnunarminni tíð? Reyk og lykteyðandi búnaður keyptur —Kostnaður tugir milljóna Nýlega festi Fiskimjöl & Lýsi kaup á tækjabúnaði til gufu- þurrkunar á mjöli. Jafnframt keypti fyrirtækið reyk og lyktar- eyðandi búnað. Tækin sem hér um ræðir eru keypt frá Nimrod í Norður - Noregi. Fyrirhugað er að setja tækin upp í sumar og að sögn Jóhanns Andersen hjá Fiski- mjöl & Lýsi verða þau væntan- lega komin í gagnið í upphafi loðnuvertíðar, e.t.v. í byrjun október. Fyrst um sinn verður gufan framleidd með brennslu svart- olíu, en síðar eru miklar vonir bundnar við að leiða megi gufu ofan úr Svartsengi niður í kaup- staðinn. Aðspurður sagði Jóhann Andersen að kostnaðurinn við tækjakaupin, uppsetningu þeirra og breytingar sem gera þarf á verksmiðjunni yrði veru- legur, líklega tugir milljóna. Afkoma Fiskimjöls & Lýsis varð mjög góð á síðasta ári. Framleiðsluaukning varð 63% frá árinu áður. Hjá fyrirtækinu vinna nú 20 manns. Lokatónleikar Tónlistarskólans: Mjög góður endir á árangursríku starfsári —tæplega 100 nemendur í skólanum Lokatónleikar Tónlistarskóla Grindavíkur voru haldnir í Festi 7. maí sl. að viðstöddum fjöl- mörgum gestum. Þetta voru fimmtu tónleikarnir á starfsár- inu. Lúðrasveitin hóf tónleikana og sýndi góð tilþrif og miklar framfarir. Síðan kom hver ein- leikarinn fram á fætur öðrum og þrátt fyrir spennu og tauga- titring sem svona kvöldum fylgir, komust allir vel frá sínu. Þessir einleikarar komu fram: Jóhanna Einarsdóttir, Jóel Kristinsson, Jóhann Gunnars- son, Haraldur Björnsson, Sess- elja Andrésdóttir, Guðfinna Einarsdóttir, Inga Magnúsdóttir og Hulda María Stefánsdóttir. Þau léku öll á píanó. Einleikarar á trompeta voru Tómas Gunn- arsson og Guðjón Gunnarsson. Krakkar úr forskólanum vöktu mikla athygli og létu ekki á sig fá þótt nótnastatívin væru öll fyrir ofan höfuðhæð! Margrét Sighvatsdóttir, sópran, tók lagið við undirleik Kára Gestssonar og Samkór Tónlistarskólans rak síðan endahnútinn á tónleikana og söng nokkur lög undir stjórn Kristins Sigmundssonar. Irtmmi mm As. POLAfí/S ^ FERÐASKRIFSTOFAN FLAKKARINN * GRÓFIN7 KEFLAVÍK SÍMI1950 * Bílasprautun Réttingar Litablöndun Efnissala Nordsjö málningarvörur * Þeir sem vilja glugga í gömlu blöðin geta nú flett upp í fimm fyrstu árgöngunum á Bókasafni Grindavíkur. Bæjarbót HAGKAUP NJARÐVÍK Viðskiptavinir athugið! Breyttur opnunartími frá 1. júní -1. september IMán»da&a-rimmtudag3 j Föstudaga )() -14 | Laugardaga MINNLM a. * Stórglœsilegt kjötborð * Stœrrifatadeildir * Videoherbergifynrbomm HAGKAUP NJARÐVIK - SÍMI 3655 BRAUT ER RÉTTUR STAÐUR FYRIR ÞIG! V/SA Gos Léttöl Samlokur Snakk Filmur Hraðframköllun \ ís í vél Hamborgarar Dagblöð Tímarit Expresso-kaffi Cappucino-kaffi SIMÍNN ER 8722

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.