Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 20

Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 20
Spakmæli mánaðarins: Völd eru mannskemmandi, jafnt fyrir þá sem með þau fara og hina sem lúta þeim. Bæjarbót er fyrst og fremst blað Grindvíkinga. Útgefandi er Flakkarinn — Bæjarbót. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Björn Birgisson. Afgreiðsla, ritstjórn, auglýsinga- og efnismóttaka er að Víkurbraut 19 og sími blaðsins er 8060. Bæjar- bót kemur út mánaðarlega, í lok hvers mánaðar. Setning: Stapaprent. Prentun: Prentiðn Hafnarfirði. Blaðinu er dreift í hvert hús í Grindavík og í stórverslanir í Keflavík og Njarðvík. Einnig er það sent til áskrifenda, en íbúar á Suðurnesjum og um allt land geta fengið blaðið í áskrift. Áskriftarsími er 8060. Maí/Júní 1987 6. árgangur 5. tölublað Óháð flokkadráttum Landsbankahlaupið: Arlegur viðburður Landsbankahlaupið fór fram laugardaginn 16. maí. 31 hlaup- ari mætti til leiks. Dregið var um hver þátttakenda hlyti Kjörbók með 2.500 króna innistæðu. Hana hlaut Örn Helgason. Af hálfu Landsbankans sáu þeir Valdimar Einarsson og Helgi Bogason um framkvæmd hlaupsins. Úrslit urðu þessi: Strákar (fœddir 1974 og 1975): 1. Ragnar L. Kjartansson 2. Óli S. Flóventsson 3. Leifur Guðjónsson Stelpur (fœddar 1974 og 1975): 1. Anna Kjartansdóttir 2. Guðfinna Einarsdóttir 3. Guðrún S. Sveinsdóttir Strákar (fœddir 1976 og 1977): 1. Tómas Þór Eiríksson 2. Alfreð Jóhannsson 3. Pétur S. Pétursson Stelpur (fæddar 1976 og 1977): 1. Hulda María Stefánsdóttir 2. Ásdís Sigurjónsdóttir 3. Anna Dís Sveinbjörnsdóttir Knattspyrna: Sigur í Stóru-Bikarkeppninni —grasvöllur vígður innan skamms Hér á eftir koma helstu fréttir af meistaraflokksliði UMFG í fótboltanum. Pálmi H. Ingólfs- son, framkvæmdastjóri knatt- spyrnudeildarinnar, hefur tekið að sér að gera bæjarbúum grein fyrir því helsta í knattspyrnu- starfinu og mun sinna því fram á haustið. STÓRA BIKARKEPPNIN GróIIa Grindavik 0-2 (Þóri, Óli Ingólfs.). Víðir-Grindavík 0-0 ÍK-Grindavík 0-4 (Ragnar, Ólafur Ingólfs. 2, Guðlaugur) Grindavík - Afturelding 3-0 (Ólafur Ingólfs. 2, Júlíus P.). Selfoss - Grindavík 1-2 (Albert og Hailgrímur Sigurjónssynir). Þetta er í fyrsta skipti sem Grindavík tekur þátt í Stóru bikarkeppninni og vann hana með yfirburðum, hlutu 9 stig af 10 mögulegum. SUÐURNESJAMÓT Grindavík - Njarðvík 4-0 (Guðni, Rúnar, Júlíus, Guðlaugur). Grindavík - Hafnir 4-0 (Símon 3, Þórarinn). Reynir-Grindavík 2-2 (Guðlaugur, Júlíus P.). Víðir-Grindavík 1-0 (Hjálmar Hallgrimsson skoraði mark Víðismanna, þannig að hægt er að segja að þetta hafi verið grindvískur sigur). Víðir varð sigurvegari í Suðurnesja- mótinu. Grindavík sigraði með yfirburðum í Stóru-Bikarkeppninni. Hlaut 9 stig af 10 mögulegum. ÍSLANDSMÓTIÐ, 3. deild: Gríndavík - Njarðvík 0-0 Segja má að Grindvíkingar hafi leikið langt undir getu og Njarðvíkingar komu baráttu- glaðir til leiks. Grindvíkingar voru meira með boltann en sköpuðu sér engin færi. Njarð- víkingar áttu hins vegar hættu- legasta færi leiksins þegar einn þeirra komst einn og óvaldaður í gegn um vörn Grindavíkurliðs- ins, en Bjarni markvörður sá um að bjarga meistaralega því sem bjargað varð. Haukar - Grindavík 1-3 Grindavíkurliðið byrjaði leik- inn illa og Haukarnir skoruðu fljótlega fyrsta markið, sem var hálfgert klaufamark. Við það að fá á sig mark fór Grindavík fyrst í gang og sýndu þeir hvað í liðinu býr. Símon Alfreðsson jafnaði metin með glæsilegu marki. Hjálmar Hallgrímsson skoraði því næst úr vítaspyrnu sem Símon fiskaði, Ögmundur, fyrrverandi markmaður okkar, átti ekki möguleika á að verja firnafast skot Hjálmars. Ólafur Ingólfsson innsiglaði síðan sigurinn með góðu marki af stuttu færi eftir góða sóknar- lotu. Dómari leiksins þótti í meira lagi spjaldaglaður og flautukonsert hans var oft og tíðum skrautlegur. Hann gaf Helga Bogasyni rauða spjaldið og 2 öðrum leikmönnum Grindavíkurliðsins það gula. Urslit í yngri flokkunum 2. flokkur. Suðurnesjamót: Grindavík - Reynir 7-1 (Þóri 3, Óli 2, Grétar, Steinþór). Njarðvík-Grindavík 1-6 (Óli 2, Steinþór 2, Þóri, Júlli). Grindavík-Víðir 1-0 (Vigfús). íslandsmót: ÍK-Grindavík 1-10 (Steinþór 5, Óli 2, Þóri, Júlli, Rós- mundur). 3. flokkur. Suðurnesjamót: Grindavík - Reynir 1-4 (Haukur). Njarðvík-Grindavík 0-2 (Júlli 2). 4. flokkur. Suðurnesjamót: Grindavik - Reynir 7-0 (Ingi 3, Björn, Hafþór, Tryggvi, Albert). Grindavík - Víðir Frestað 5. flokkur. Æfingamót: Grindavik - Reynir 5-2 (Óli Bjarna 3, Unndór, Róbert). Njarðvík-Grindavík 1-5 (Óli Bjarna 3, Unndór, Vignir). íslandsmót: Skallagrímur-Grindavík 0-2 (Sigurbjörn 2). íslandsmót: Skallagrímur-Grindavík 0-2 (Sigurbjörn 2).

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.