Bæjarbót - 01.07.1987, Blaðsíða 1

Bæjarbót - 01.07.1987, Blaðsíða 1
Oháð flokkadrætti 6. árgangur — Júní/Júlí — 6. tölublað Göngum í Kaupfélagið og vinnum saman, því Samvinnu hreyfingin sýnir mátt hinna mörgu. Kaupfélag Suðurnesja Auða svœðið milli Víkurbrautar og Túngötu: Byggír Staðarkjör gegnt Staðarkjöri? —eigendur hafa látið teikna frumdrög til skoðunar og skýringar Eftir að „græni skúrinn" hvarf af svæðinu milli Víkur- brautar og Túngölu hefur skap- ast þar rými fyrir nýbyggingu, eina eða fleiri. Hús Kaupfélags- ins, sem þar er, er bráöabirgða- hús, sem ekki mun standa þar lengi. Ragnar Ragnarsson hefur í tvígang sótt um þessar 4 lóðir í þeim tilgangi að reisa þar mynd- arlegt verslunarhús undir starf- semi Staðarkjörs, en jafn hliða yrði þar einhver aðstaða fyrir aðra þjónustu. í bæði skiptin hefur umsóknum Ragnars verið vísað til Skipuiags ríkisins til umsagnar. Blaðinu er kunnugt um að nú hefur Sigurður Thoroddsen, starfsmaður Skipulagsins, gert uppdrátt að nefndu húsi á svæð- inu gegnt Staðarkjöri að beiðni þeirra Staðarkjörsmanna. Þar er gert ráð fyrir rúmlega 700 fer- metra húsi, ásamt 40-50 bíla- stæðum en nú eru aðeins 10 bíla- stæði framan við Staðarkjör. Að sögn Ragnars Ragnars- ,,Það veltur einkum á tvennu. hvort fjármagn fæst til fram- sonar er alls óvíst hver fram- Annars vegar afstöðu bæjar- kvæmda sem þessara á viðráð- vinda málsins verður. yfirvalda og svo auðvitað á því anlegum kjörum.“ \ Frwndrög að nýja verslunarhúsinu, gerð til kynningar og skýringar. Bœjaryfirvöld hafa vísað umsóknum Staðarkjörs um þetta svœði í tvígang til Skipulags ríkisins. AífTrfrl Trtrtv. M n . m n Pf m Frá sjávarsíðunni Að sögn þeirra á Hafnarvigtinni er þar allt með kyrrum kjörum — eiginlega alveg steindautt tímabil. Þó slæðist einn og einn bátur inn, en á þessum árstíma er líklega minnstur hraði í athafnalífinu við sjávarsíðuna. HUMAR Alls hafa 14 bátar landað hér humri. Þeim gekk vel að klára kvótana sína og að sögn sjómanna hefur humarvertíðin gengið vel, með albesta móti, ekki síst í vertíðarbyrjun. í júní einum komu á land hér rúm 70 tonn af krabba. RÆKJA 7 heimabátar hafa verið á Eldeyjar svæðinu og landa þeir rækjunni til vinnslu hér heima. Harpa, Grindvíkingur og Hrafn II frysta rækjuna um borð, en aðrir rækjubátar héðan leggja aflann upp fyrir vestan og norðan og er einhverjum hluta hans ekið hingaö til vinnslu. ANNAÐ Skarfur er kominn á síldveiðar í tilraunaskyni, síld sem nota á í fóður. Gunnar Sveinsson er á snurvoð og landar hér. Nokkrir bátar eru komnir á fiskitroll, aðallega humarbátar, sem lokið hafa kvótanum sínum. Handfærabátar hafa aflaö í meðallagi vel, en 10 bátar stunda þær veiðar. Heilsugæslan - Gervihnatta- hvar verður efni? hún? # bls. 6 • Baksíða Kínaferð # bls. 2 Uppgangur í golfinu # bls. 3 Fáir kennarar # bls. 4 Aukin vellíðan í bls. 5 í vinnunni Slæmt samkomulag • bls. 7 Júlínótt bls. 8 Fótboltafréttir # bls. 9 Af vettvangi bæjarmála # bls. 10 Stutt í opnun # bls. 11 Hér siglir Albert GK 31 inn í Grindavíkurhöfn eftir gagngerar endurbætur og breytingar sem gerðar voru í Newcastle í Bretlandi. Skipið var lengt, skutnum breytt, sett var peru- stefni, íbúðir og brú endurnýjuð, svo eitthvað sé nefnt.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.