Bæjarbót - 01.07.1987, Blaðsíða 6

Bæjarbót - 01.07.1987, Blaðsíða 6
6 Bæjarbót, óháð fréttablað Kristmundur H. Herbertsson skrifar: Heilsugæslustöðin í Grindavík ,,Ódýrasta og besta leiðin er sú að byggja nýja stöð“ Heilsugæslustöð er tiltölulega nýtt fyrirbrigði í íslensku heil- brigðisþjönustunni. Það var ekki fyrr en 1974 að lög komu til framkvæmda um heilsugæslu- stöðvar. Árið 1975 var kjallarinn að Borgarhrauni 6 innréttaður sem heilsugæslustöð sem hefur verið rekin sem nokkurs konar útibú frá heilsugæslustöðinni í Kefla- vík. Þeir læknar sem störfuðu við stöðina þar, komu síðan reglulega til Grindavíkur. Það má segja að kjallarinn að Borgarhrauni 6 hafi alla tíð ver- ið bráðabirgða lausn sem fjöl- margir hafi aldrei verið ánægðir með. Árum saman hafa heyrst óánægjuraddir frá Grindvíking- um um þetta húsnæði. Reyndar hefur húsnæði fyrir læknisað- stöðu verið á hrakhólum hér í Grindavík í áratugi. Nú stendur einusinni enn til að bjarga þessum málum fyrir horn, með því að koma heilsu- gæslunni fyrir á annari hæð verslunarmiðstöðvarinnar að Víkurbraut 62. Skipuð var nefnd af bæjarráði til þess að kanna hvar og hvernig best væri að byggja nýja stöð. Fór hún víða um sveitir að skoða heilsu- gæslustöðvar. Hugmyndir hennar um staðsetningu heilsu- gæslustöðvarinnar virðast ekki hafa fallið í góðan jarðveg, því að áður en nefndin skilaði áliti, skipaði heilsugæslustjórn Suð- urnesja nýja nefnd, án þess að hin fyrri vissi nokkuð um, og kom hún með þá tillögu að reisa heilsugæslustöð á annari hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Þeir fundu það út, að það væri víða þekkt að hafa heilsugæslustöðv- ar á annari eða þriðju hæð í hús- um, væri þar lyfta. Eins og til dæmis á Akureyri. Það vill svo til að byggja á vörulyftu utan á húsið hvort eð er. Það er vitað að umfang heilsugæslustöðva á eftir að aukast mjög mikið í nánustu framtíð. Heilbrigðismálaráð- herra setti af stað áætlun um heilbrigði allra landsmanna fyrir aldamót. Einnig er ætlunin að gera stöðina að sjálfstæðri stofnun, en hún er núna hluti af Heilsugæslustöð Suðurnesja. Ennfremur er reiknað með að Grindavík eigi eftir að stækka þó nokkuð. Þetta þýðir einfald- lega það að umfang heilsu- gæslustöðvarinnar vex afar ört næstu árin. Það má á það benda að fyrsta heilsugæslustöðin sem byggð var samkvæmt nýju lög- unum, að Egilsstöðum er orðin allt of lítil. Það er til málsháttur sem segir: ,,Það getur orðið dýrt að spara.“ Það er nauðsynlegt að sýna aðhald í fármálum, en sá sparnaður sem mundi vinnast nú, er lítilsgildur þegar aftur þarf að bjarga málum heilsu- gæslunnar fyrir horn. Ódýrasta og besta leiðin hlýt- ur að vera sú, að byggja nýja stöð, sem er hönnuð með tilliti til stækkunar, þannig að byggt verður eftir þörfum í hvert skipti. Ennfremur eru allir sam- mála um það að best sé að hafa stöðina á jarðhæð, en ekki á annari eða þriðju hæð. Öll aðkoma þarf að vera góð, fyrir fatlaða og aldraða. Ennfremur þurfa flutningar að og frá sjúkrabíl að geta gengið fljótt fyrir sig. Sú staða getur hæglega komið upp að flytja þurfi heila skipshöfn inn á stöðina, eftir strand og björgun. Og í nútíma- þjóðfélagi getur margt skeð sem valdið getur því að fjöldi fólks þurfi bráða aðhlynningu á heilsugæslustöðinni, til dæmis eftir flugslys. Það er hrein undantekning að finna heilsugæslustöð hér á ís- landi sem er ekki á jarðhæð. Þetta kemur vel fram í riti um heilsugæslustöðvar frá heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Á flest öllum þeim stöðum þar sem heilsugæslan er í húsi sem er meira en ein hæð, hefur neðri hæðin verið valin. Það má nefna Borgarnes, Stykkishólm, á ísafirði er hún á annari hæð, en það liggja tvær akbrautir upp að henni, Blöndu- ós, Sauðárkrók, Siglufjörð, Ólafsfjörð, Neskaupstað og Sel- foss. Oftast eru þó stöðvarnar einnar hæðar. Bent hefur verið á að á Akureyri sé heilsugæslan á þriðju hæð. En þetta er bara að hluta rétt, því að heilsugæslan þar, er staðsett í þrem húsum, Hafnarstræti 95, Hafnarstræti 99 og Hafnarstræti 104. Slysa- deildin er að sjálfsögðu á spítal- anum. Þá má líka geta þess að lyftan sem Akureyringar þurfa að notast við á heilsugæslunni, er það lítil að barnavagnar kom- ast ekki í hana og ekki er hægt að snúa hjólastólum við í henni. Það er oft afar erfitt að koma einhverri starfsemi fyrir í húsi sem upphaflega var ætlað í annað. Ekki held ég að það geti farið vel saman að nota vörulyftuna fyrir fatlaða, aldraða eða slas- aða og svo undir vörur. Ekki verður það nú góð aðkoma þegar vöruflutninga bíll stendur fast við lyftuopið að afferma vörur, þegar einhver þarf að komast á heilsugæslustöðina og þarf að nota lyftu, eða ef flytja þarf marga, ef svo illa vill til að stórslys verða. En það er fleira sem athuga þarf. 1 lögum um heilsugæslu- stöðvar er meðal annars gert ráð fyrir heilsuvernd aldraðra. Margir ábyrgir aðilar hafa bent á að staðsetja heilsugæslustöð og dvalarheimili aldraðra á sama stað. Á nokkrum stöðum hefur þetta verið gert og fyrir- hugað á fleiri stöðum. Til dæm- ist á að reisa nýja heilsugæslu- stöð i tengslum við Sólvang í Hafnarfirði. Viða þar sem heilsugæslustöðvar hafa verið byggðar, hafa verið byggð, eða er í undirbúningi að byggja, tengigöng milli stöðvanna og dvalarheimilanna, eða að heilsu- gæslustöðin og dvalarheimilið eru í sama húsi. Það hlýtur að vera auðskilið, að flutningar aldraðra, hvort sem er í hjólastólum eða ekki, verða erfiðleikum háðir, séu þeir margir og langt á milli staða. í riti heilbrigðis- og tyrgginga- málaráðuneytisins 1/1985 Kristmundur H. Herbertsson. ,,Heilsugæslustöðvar“ eftir Ingibjörgu R. Magnúsdóttur deildarstjóra, sem hefur sótt heim allar heilsugæslustöðvar á landinu, stendur meðal annars. ,,Sá aldurshópur, sem kominn er á efri ár, hefur stækkað með hverju ári. Það er sá hópur, sem eðlilega kennir hvað mest krankleika og þarf því meira á læknishjálp og hjúkrun að halda.“ í sama riti er minnst á kjall- arahúsnæðið að Borgarhrauni 6. Þar stendur „Húsnæðið var endurskipulagt og lagfært veru- lega árið 1975 og má telja allgott til þeirrar starfsemi, sem þar fer fram nú.“ Þetta var skrifað fyr- ir tveimur árum. Nú þegar á að fara að bæta hér um, ætti það að gerast þannig að til frambúð- ar megi verða. Til glöggvunar skal hér talið eitthvað af því sem í lögunum stendur, að heyri undir heilsu- gæslu. 1. : Almenn læknisþjónusta, hjúkrunarþjónusta, sjúkraþjálf- un, iðjuþjálfun, vaktþjónusta, vitjanir og sjúkraflutningar. 2. : Lækningarannsóknir. 3. : Sérfræðileg læknisþjónusta, tannlækningar og læknisfræði- leg endurhæfing. 4. : Heimahjúkrun. 5. : Heilsuvernd. Heilbrigðisfræðsla í fyrir- byggjandi tilgangi. Mæðravernd. Heilsugæsla í skólum. Ónæmisvarnir. Berkla- varnir. Kynsjúkdómavarnir og ráðgjöf varðandi kynlíf og barn- eignir. Geðvernd, áfengis-, tóbaks- og fíkniefnavarnir. Sjónvernd. Heyrnavernd. Heilsuvernd aldraðra. Hóp- skoðanir og skipulögð sjúk- dómsleit. Félagsráðgjöf. Umhverfisheilsuvernd. At- vinnusj úkdómavarnir. Það er auðsætt að starfsemi heilsugæslunnar á eftir að auk- ast talsvert, þegar hún fer að framkvæma meira af því sem henni er ætlað. Árid 1983 fluttist Heilsugceslustöðin á ísafirði í nýja sjúkrahúsið. Hornbrekka í Ólafsfirði. Heilsugœslustöðin er á neðri hœð (vinstra megin). A Seyðisfirði er heilsugœslan til húsa í þessari bygg— ingu sem jafnframt verður hjúkrunarheimili og dval- arheimili aldraðra.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.