Bæjarbót - 01.07.1987, Blaðsíða 7

Bæjarbót - 01.07.1987, Blaðsíða 7
Bæjarbót, óháð fréttablað 7 Jón Gröndal skrifar: Framkvæmdir á veg- um bæjarins í ólestri —Trúnaðarbrestur milli bæjartækni- fræðings og bæjarverkstjóra Hér hafa bœjartceknifræðingur og bœjarverkstjóri báðir aðsetur. ,,Þeir talast ekki við“ segir greinarhöfundur. Verklegar framkvæmdir Þegar ég tala hér um verkleg- ar framkvæmdir á ég við þá þætti sem bæjarstjóri felur bæj- artæknifræðingi eða verkstjóra bæjarins. Það hefur orðið mér augljóst þennan tíma sem ég hef setið í bæjarstjórn að langur vegur er frá því að bæjarstjórn ákveður eitthvað og til þess að það er framkvæmt. Fram- kvæmdaaðilar eru 4 og fram- kvæmdin á að ganga í þessari röð: 1. Ákvörðun Bæjarstjórnar! 2. Bæjarstjóri: Kallar á tækni- fræðing felur honum fram- kvæmd og tæknilega úrvinnslu verksins. 3. Bæjartæknifræðingur vinnur strax tæknilega vinnu og felur bæjarverkstjóra framkvæmd- ina. 4. Bæjarverkstjóri og starfs- menn áhaldahúss vinna verkið eða kaupa út vinnuna. Hinsvegar er langt í frá að þessi röð ákvarðanna gangi upp. Nú er rétt að taka fram að þeir menn sem þessum embættum gegna eru drengir góðir og vilja hvers manns vanda leysa. Kannski er þar hluti vandans. Gagnrýni mín beinist ekki að persónum þeirra heldur að þeirra embættisstörfum. Hvert er vandamálið? Vandamálið er að bæjar- stjórn vill framkvæma og tekur ákvörðun. Mánuðir líða án þess að neitt gerist. Hverjar eru þá orsakirnar? Að mínu mati fleiri en ein. 1. Bæjarstjóri virðist stundum gleyma að koma skipunum áleiðis um framkæmd ,,minni“ verka. Eitt tjald- stæði og nokkrir kamrar eru lítið mál þegar gatnafram- kvæmdir eru unnar fyrir 18 milljónir, svo dæmi sé tekið. Bæjartæknifræðingur virðist oft ekki hafa heyrt um marga vikna gamlar ákvarðanir bæjarstjórnar. 2. Bæjartæknifræðingur fær mikið að gera (of mikla teiknivinnu?) og harka og röggsöm verkstjórn er ekki hans sterka hlið. Hinsvegar er á það að líta að honum var fengin verkstjóri, sem aldrei hefur viðurkennt hann sem yfirvald og framkvæmir helst ekki skipanir hans. Bæjar- tæknifræðingur og bæjar- verkstjóri talast ekki við. Fullkominn trúnaðarbrestur hefur orðið milli þeirra. Bæjarverkstjóri tekur við skipunum frá bæjarstjóra beint. 3. Bæj arverkstj órinn er kapituli útaf fyrir sig. Undirrótin er sú að bæjarverkstjóri hefur aldrei sætt sig við að fá niður í áhaldahús mann sem yfir hann er settur og átti og á að stjórna verklegum fram- kvæmdum. Ef verkstjórinn er spurður um framkvæmd sem sagt er að tæknifræð- ingur hafi beðið hann að gera, er eins víst að hann seg- ist ekki hafa fengið fyrir- mælin. Hann skrifar verkið þá niður á sinn fram- kvæmdalista. Engin leið er að fá upplýsingar um hvenær verkið verði unnið. Lokaorð - lausn? Hins vegar hefur það verið stefna núverandi meirihluta að hafa áhaldahúsið fámennt og illa búið tækjum og kaupa út flesta meiriháttar vinnu. í þessu sambandi er rétt að benda á að á Siglufirði, sem er nokkuð minni bær en Grindavík, eru 19 starfs- menn í áhaldahúsi. Á Austur- landi í 750 manna ónefndu þorpi eru 9 í áhaldahúsi. Hér eru þeir 3. Það má rétt vera að kaupa meiriháttar vinnu, eins og gröfuvinnu, en samt mætti að ósekju bæta við fleiri mönnum sem m.a. gætu nýst í fegrunar- vinnu eins og hellu lagnir, steypu kantsteina o.fl. Verkefn- in eru óteljandi. Það er samt slæmt að þurfa að skammast sín fyrir bæinn þegar hann er sýndur gestum. Ég spyr: Hvað líður tjald- stæðinu? Hvernig ganga fram- kvæmdir í ,,Skrúðgarðinum“. Af hverju getur tæknifræð- ingurinn ekki fundið stað fyrir 400 trjáplöntur sem knatt- spyrnudeildin á eftir? Hví má ekki keyra mold og þekja? Þetta eru aðeins nokkrar spurningar sem koma strax upp í hugann. Ástandið er mjög slæmt og bæjarstjórn getur ekki komist undan því að taka á þessum málum í haust til að tryggja að vilji hennar sé um- yrðalaust framkvæmdur. Við höfðum mikið fyrir því að ná í tæknifræðing og fengum mjög tæknilega færan mann. Þessir tveir menn verða að fá eitt tækifæri enn til að taka upp eðlilegt samstarf. Takist það ekki gæti reynst nauðsynlegt að grípa til örþrifa ráða. Núverandi ástand er ólíðanlegt. Gott ferðaíilboð’ Allt matarkyns í útileguna! FRÁBÆRAR STEIKUR Á GRILLIÐ. Harðfiskurínn ómissandi! Sta'Satkj&L. Víkurbraut 27 - símar 68065 og 68185 Gjaldendur fasteignagjalda Fasteignagjöld sem enn eru í van- skilum verða send bæjarfógeta til innheimtumeðferðar alveg á næst- unni. Forðist óþarfa kostnað sem af því leiðir og gerið skil. Innheimta Grindavíkurbœjar . oy satna hvernig veltist og velkjist! . „,af er KAUPFELAGIÐ odyr 0g traustur valkostur sem þu getur reitt ^ ^ • MWeW»»fiW»r. • Hreinlætistæki frá þekktustu framleiðendunum. , . . horð, lista, planka, og ^ A.Uttimbur, noiu, plÖtUl! • fríift- Útigrill á eldgomlu m .. og i iruö* u ^n0 kr i verði: 1.830 kr. og 2-20 óðum allt fyrir • -m m Kaupfélag Suðurnesja Víknrhrnnt 46 - Grinrinvík

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.