Bæjarbót - 01.07.1987, Blaðsíða 12

Bæjarbót - 01.07.1987, Blaðsíða 12
Spakmæli manaðarinsi Heimurinn er eins og stór bók. Þeir sem alltaf sitja heima sjá aðeins eina síðu í lienni. Bæjarbót er fyrst og fremst blað Grindvíkinga. Útgefandi er Flakkarinn — Bæjarbót. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Björn Birgisson. Afgreiðsla, ritstjórn, auglýsinga- og efnismóttaka er að Víkurbraut 19 og sími blaðsins er 68060. Bæjar- bót kemur út mánaðarlega, í lok hvers mánaðar. Setning: Stapaprent. Prentun: Prentiðn Hafnarfirði. Blaðinu er dreift í hvert hús í Grindavík og í stórverslanir í Keflavík og Njarðvík. Einnig er það sent til áskrifenda, en íbúar á Suðurnesjum og um allt land geta fengið blaðið í áskrift. Áskriftarsími er 68060. Júní/Júlí 6. árgangur | 6» tölublað ' ^B Óháð flokkadráttum Kapalkerfi í jörð: Gervihnattaefni, Stöð 2, RUV, Rás 1, Rás 2, Bylgjan, Stjarnan o.fl. allt í einum kapli? —athugun hafin í bænum Blaðið hefur haft spurnir af því að íbúar við Mánagötu, Mánasund, Mánagerði, Austur- veg og Ránargötu séu farnir að huga að sérstöku kapalkerfi m.a. til móttöku á efni frá gervi- hnöttum. Það er fyrirtækið Kapaltækni hf. sem haft var samband við og sendi það um hæl greinargerðina sem birtist hér á eftir. Þeir sem áhuga hafa á að vera með í hugsanlegu kerfi eru beðnir að hafa samband við Ágústu Gísladóttur eða Jón Pét- ursson. Kapalkerfi? Fram að þessu höfum við vanist því að taka taka á móti sjónvarps og hljóðvarpsefni með því að setja upp loftnet til móttöku á útvarpsbylgjunum. Þetta hefur verið tiltölulega auðveld lausn á dreifingarmál- um, þar sem einungis hefur verið um eina sjónvarpsstöð að ræða og eina til tvær hljóvarps- stöðvar. Ein eða tvær loftnets- greiður hafa því verið nægjan- legar. Þrátt fyrir þær hafa móttöku- skilyrði verið mjög misjöfn og fólk vanist því að horfa á full- komin sjónvarpstæki með óskýrri mynd vegna slæmra móttökuskilyrða. Nú er öldin önnur hvað varð- ar möguleika okkar á því að móttaka sjónvarps og hljóð- varpsefni. Á íslandi er orðið jafn auðvelt að velja um sjón- varps- og hljóðvarpsefni og hjá öðrum Evrópuþjóðum í gegnum gervihnött, samtímis því að inn- lendum stöðvum hefur fjölgað. Við vitum að í dag eru alls tíu mismunandi sjónvarpsstöðvar í loftinu í kringum okkur og álíka magn af hljóðvarpsstöðvum. Seinni hluta þessa árs verður hægt að velja á milli sextán sjón- varpsstöðva og enn mun bætast við á næsta ári. En hvað þarf til að hafa aðgang að öllu þessu efni? Það þarf meiri loftnetsbúnað. Við þurfum þrjár loftnetsgreiður fyrir innlenda efnið, við þurfum stórt diskloftnet fyrir gervi- hnattarásirnar átta sem nú eru í boði, og seinni hluta ársins þegar gervihnattarásunum fjölgar þurfum við tvö diskloft- net o.s.frv. Við þurfum góð fjárráð til að geta leyft okkur þetta. Kostn- aður er nálægt 200.000 kr. á búnaði þeim sem þarf til að geta móttekið alla möguleika dagsins í dag. Ef við hugsum svo um hvaða útlit bærinn okkar fær ef þetta yrði almennt, þá virðist þetta ekki fýsilegur kostur (sjá með- fylgjandi mynd). Kapalkerfi er önnur lausn á þessu máli. Alls staðar í ná- grannalöndum okkar og þá ekki síður í Bandaríkjunum og Kan- anda hafa kapalkerfi átt miklum vinsældum að fagna meðal al- mennings. Og í nýjum hverfum í þessum löndum er orðið jafn sjálfsagt að leggja kapalkerfi og síma og rafmagn. En hvað er kapalkerfi? Kapalkerfi eru notuð til að dreifa fjarskiptaboðum (sjón- varps-, hljóðvarps) til notenda án þess að notendur þurfi loft- net. í stað þess að setja upp loft- net er lagður kapall í jörðu til notenda. Mörgum mun vaxa í augum að leggja þurfi kapal til allra notenda, en þá má hugleiða samanburð á þeirri vinnu sem ferð í að grafa í gegnum lóðina í eitt skipti fyrir öll, á móti mörg- um loftnetsuppsetningum og eftirliti með loftnetsdiskum um alla framtíð. Eitt er víst að þegar kapallinn er kominn í jörðu er hann ekki fyrir augunum á nein- um, en í stað þess má fjarlægja öll loftnet af húsþökum og görðum og útkoman verður hreinni og fallegri bær. Eftir eina og sama kaplinum má flytja 30 sjónvarpsrásir og 30 FM-hljóðvarpsrásir samtímis. Á einum stað í bænum, þar sem bestu skilyrði eru fyrir allri fjarskiptamóttöku, er staðsett höfuðstöð karfisins. Þar eru sett upp loftnet til móttöku á inn- lendu efni og loftnetsdiskar fyrir erlent gervihnatta efni. Þetta er búnaður sem allir notendur kerfisins standa saman urn að fjárfesta í, og þar af leiðandi er hægt að hafa mun fullkomnari móttökubúnað en einstaklingar geta fjárfest í. Þess vegna fást fram best möguleg myndgæði á sjónvörp notendanna, því kapalkerfið á ekkert að rýra myndgæðin. Við upphaflega tenginu kapalkerfisins fær not- andinn kapalinn inn í gegnum sína lóð og inn fyrir húsvegg, þar sem hann endar í svokölluð- um inntakstengli þar sem not- andinn getur tengt við bæði sjónvarp og hljóðvarp. Ef nýjar stöðvar bætast við í framtíðinni, þarf einungis að bæta við búnaði í höfuðstöðv- um kerfisins og samtímis eru allir notendur bæjarins komnir í samband. Ef um er að ræða sjónvarps- efni sem greiða þarf áskrift fyrir eins og t.d. Stöð 2, er tæknilega auðvelt í kapalkerfinu að loka fyrir það sjónvarpsefni með svo- kölluðum síum til þeirra not- enda sem ekki hafa áhuga á að greiða afnotagjöldin. Þetta gerir mögulegt að dreifa Stöð 2 óruglaðri á kapalkerfinu til þeirra sem greiða afnotagjöldin án þess að þeir þurfi að fjárfesta í afruglurum. Til þess að svo megi vera þarf að gera samkomulag við hlutað- eigandi sjónvarpsstöðvar eins og dæmi eru um í sambandi við Stöð 2. Hverjir eru möguleikarnir? Erlendis hefur mjög ör þróun verið í notkunarmöguleikum kapalkerfanna. Þar sem þarna er fyrir hendi fjarskiptasam- band frá einum stað í bænum til allra bæjarbúa eru þjónustu- möguleikarnir miklir. Hér skulu talin nokkur dæmi: Tilkynningar og auglýsinga- sjónvarpsrás fyrir bæjarfélagið. Þ.e. skjá auglýsingar um allt sem hingað til hefur verið aug- lýst með veggspjöldum eða hljóðvarpi, fundir, skemmtanir, gjalddagar, tilboð dagsins frá kaupfélaginu o.s.frv. Þetta er gert með tölvu sem tengd er höf- uðstöð. Beinar sjónvarpsútsendingar frá viðburðum í bænum, fundum, skemmtunum, skóla- útsendingar, íþróttir o.s.frv. Til þess þarf sjónvarps- myndavélar sem á auðveldan hátt með tengja kapalkerfinu þannig að allir notendur geti fylgst með. Video-leigu (Pay-TV) er hægt að reka á kapalkerfi og nýtur mjög mikilla vinsælda víða er- lendis í dag. Til þess þarf not- andinn sérstakan afruglara þar sem hann getur valið hvaða mynd hann vill horfa á. Afrugl- arinn geymir upplýsingarnar um hvaða myndir notandinn hefur horft á og afnotagjald er í hlut- falli við það. Kapalkerfi er einnig farið að nota sem öryggiskerfi. Þ.e. bruna-, vatns-, þjófa- skynjarar í húsi úti í bænum geta verið tengdir inn á kapalkerfið og gert viðvart t.d. á lögreglustöðinni. Kostnaður Stofnkostnaður við kapal- kerfi í einbýlishúsahverfi er í dag á bilinu 30.000, - 35.000,- kr. á hús. Þá er miðað við kapalkerfi sem getur flutt 30 sjónvarpsrásir og 30 FM-hljoðvarpsrásir og höfuðstöð sem sendir út RUV- sjónvarpið, Stöð 2 óruglaða, þrjár FM-hljóðvarpsstöðvar og tvær erlendar gervihnattsjón- varpsrásir. Ný sjónvarpsrás frá gervi- hnetti kostar ca. 1000 kr. á notanda. Til samanburðar má hafa hvað kostar einstakling að koma sér upp eigin búnaði: RUV-sjónvarpsloftnet og FM- hljóðvarpsloftnet með uppsetn- ingu: . ca. 7.000 kr. Stöð 2 loftnet + afruglari með uppsetningu: . ca. 20.000 kr. Einstaklings-móttökubúnaður fyrir gervihnattasjónvarp (4 rásir) . 150.000 kr. Stóra spurningin er þessi: Ætla Grindvíkingar að nýta þessa tæknilegu möguleika, eins og t.d. íbúar á Hellu, Höfn og Seltjarnarnesi hafa gert — eða búa áfram við óbreytt ástand? Trúarleg tónlist í Grindavíkurkirkju: Celebrant Singers í heimsókn Þann 7. júlí var Celebrant Singers hópurinn frá Bandaríkj- unum með konsertsamkomu í Grindavíkurkirkju, en hópurinn hefur að undanförnu farið víða um land. Það sem einkennir Celebrant Singers er aðallega tvennt. Mjög vandaður flutn- ingur trúar tónlistar og mikill trúarhiti. Milli 60 - 70 Grindvíkingar mættu til að eiga kvöldstund með hópnum og óhætt er að fullyrða að allir dáðust að vel fluttri og ljúfri tónlistinni, en um afstöðuna til trúarhitans og annars í ætt við hann, sem fólk hér á ekki að venjast, verður ekkert sagt. En kvöldið var Ijúft!

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.