Bæjarbót - 01.09.1987, Blaðsíða 3

Bæjarbót - 01.09.1987, Blaðsíða 3
Bæjarbót, óháð fréttablað 3 Knattspyrna: Lærdómsríku keppnistímabili lokið — árangur þokkalegur, en ekki sá sem að var stefnt í vor settu leikmenn og for- ráðamenn knattspyrnudeildar- innar markið hátt (að venju). Miklu var til kostað og nú skyldi liðið í 2. deild. Það tókst ekki, liðið varð í 4. sæti. Hlaut 28 stig. Vann 8 leiki, gerði 4 jafntefli og tapaði 6 leikjum. Júlíus Pétur varð markahæstur, skoraði 19 mörk, mörg gullfalleg. Fylkir - Grindavík 2-1 Fylkismenn voru betri i fyrri hálfleik og sýndu oft og tíðum skemmtilega knattspyrnu. Staðan i hálfleik var 2-0 Fylki i vil. I síðari hálfleik kom Grinda- víkurliðið með allt iiðru hugarfari í leik- inn og baráttan var gifurleg. Sóknin var öll frá hendi Grindavíkur og Ragnar minnkaði muninn í 2-1 með góðu skoti utan af vitateig. Dómari leiksins tók sér það bessaleyfi að leika aðalhlutverkið í þessum lcik og var framgangur hans ekki til mikils sóma. Leiknir - Grindavík 2-2 Leikurinn gat ekki byrjað á tilsettum tima vegna þess að dómarinn var ekki mættur til leiks og er það ekki í fyrsta skipti sem það kcmur fyrir. Dómara- málin i 3. deildinni eru í miklum ólestri og er búið að gera viðeigandi kvartanir til stjórnar KSÍ. Ef við snúum okkur að leiknum sem gal þó hafist, þá var hann harður og oft og tíðum mjög grófur. Símon skallaði knöttinn i netið af stuttu færi i byrjun leiksins en Leiknir jafnaði og komst siðan 2-1 yfir. Það þykir mikil mildi að allir leikmenn komu heilir eftir síðari hálfleik sem einkenndist af slagsmálum og miklum látum, endaði með þvi að 4 leikmcnn Leiknis fengu að sjá gula spjaldið og einn það rauða. I öllum þessum hamagangi lókst Guölaugi að jafna metin með ágætu marki. Grindavík - Stjarnan 1-3 Fyrri hálfleikur var vel leikinn að hálfu Grindavikurliðsins og tóku þeir forystu snemma með marki Júliusar beint úr aukaspyrnu. Stjarnan náði að jafna leikinn áður en flautaö var til leik- hlés. í síðari hálfleik voru Stjörnumenn mun ákvcðnari og gerðu út um leikinn með tveimur mörkum. Guðlaugur fékk að sjá rauöa spjaldið hjá frekar slökum dómara leiksins, Guðlaugur var eitt- hvað að kljást við gamla landsliðs- manninn Arna Sveinsson. Reynir - Grindavík 2-4 Júliusskoraði strax á fyrstu minútum lciksins með glæsilegasta marki sumars- ins, af löngu færi og hafnaði knöttur- inn i markhorninu efst, algcrlega óverj- andi fyrir markvörð Rcynis. Hjálmar bætti öðru marki við stuttu síðar beint úr hornspyrnu. Reynismönnum tókst þó aö jafna fyrir leikhlé og var staöan því 2-2. Leikurinn var mjög jafn framan af síðari hálfleik en á siðustu 15 min. tók Grindavik hann í hendur sér. Július skoraði úr vítaspyrnu sem Hjálmar hafði fiskað svo innsiglaði Hjálmar sjálfur sigurinn með marki rétt fyrir leikslok. ÍK - Grindavík 0-0 Leikurinn var jafn og skemmtilegur, bæði liðin fengu opin tækifæri og Grindavik hættulegri og fleiri. En það var markvöróur ÍK-liðsins sem kom í veg fyrir að Grindavík sigraði i þessum leik, hann varði oft og tiðum með undraverðum hætti og var án efa besti maður vallarins. Grindav. - Afturelding 13-2 Síðasti leikurinn í deildinni í ár. Strákarnir okkar héldu stórkostlega sýningu og unnu með 13-2 (3-2). Júlíus skoraði 6, Símon 2, Hjálmar 2, Þór- arinn 1 og Guðlaugur 2. Þessi óvenju- lega markaskorun tryggði Júlíusi Pétri markakóngstitilinn á Suöurnesjum en hann sendi boltann 19 sinnum í net and- stæðinganna. Svipmyndir úr fótboltanum Sumarauki eldri borgara: í sól við Svartahaf Hinar geysmnsœlu PANDA dúnúlpur eru komnar. Verð aðeins: 4.990, Verslunin Bára Sími 68091 — SVFG býður hópnum til kvöld- verðar ytra Grindavík - Borgarnes 8-0 Mótstaðan var nánast engin og spurningin var aöeins sú hversu mörg mörkin yrðu. 1-0 Júlíus skorar með föstu skoti utan úr teig. 2-0 Símon skorar með skalla af stuttu færi eftir frábæra send- ingu frá Dagbjarti. 3-0 Símon skorar mark sem Hjálmar gaf honum nánast. 4-0 Hjálmar skorar af stuttu færi. 5-0 Júlíus skorar úr vítaspyrnu. 6-0 Hjálmar skorar eftir mikia baráttu við markvörðinn. 7-0 Júlíus skorar úr víta- spyrnu. 8-0 Hjálmar kemst einn inn fyrir vörnina og skorar örugglega. Þann 1. september sl. fór óvenjustór hópur frá Styrktar- félagi aldraða á Suðurnesjum til að ná sér í sumarauka í Búlg- aríu, nánar tiltekið við Svarta- hafið. í hópnum voru um 50 manns, þar af 10 héðan úr Grindavík. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar skipulagði ferðina. Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur frétti af ferðinni og til að gera eldri borgurunum ferðina enn ánægjulegri og sýna um leið hlýhug í þeirra garð, ákvað félagið að bjóða öllum hópnum til kvöldverðar og skemmtunar eina kvöldstund. Sannarlega myndarlegt framlag. GŒRflUGNfíV€RSLUN RflFLflVÍKUR Hatnargötu 17 - Sími 13811 Einkaumboð á Islandi: Gleraugnaverslun Keflavíkur

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.