Bæjarbót - 01.09.1987, Blaðsíða 4

Bæjarbót - 01.09.1987, Blaðsíða 4
4 Bæjarbót, óháð fréttablað Karl Guðmundsson framkvœmdastjóri Heilsu- gæslustöðvar Suðurnesja skrifar: Heilsugæslustöðin í Grindavík Grein þessi er rituð til þess að upplýsa íbúa Grindavíkur um stöðu byggingamála Heiisu- gæslustöðvarinnar í Grindavík. Umræða um þessi mál er þörf og grein Kristmundar Herberts- sonar í 6. tbl. Bæjarbótar er ágæt í þá umræðu, en því miður fer hann ranglega með nokkur atriði í sinni grein. Hann hefði átt að kynna sér þessi mál betur, áður en hann birti grein sína. Hér á eftir fara nokkur atriði málsins sem ég tei þörf á að heimamenn viti um. Ákvarðanataka 1. Heilsugæslustöðin í Grindavík er rekin í samstarfi með öðrum Heilsugæslustöðv- um á Suðurnesjum og því er það stjórn Heilsugæslustöðvar Suð- urnesja sem tekur endanlegar ákvarðanir um rekstur og bygg- ingu Heilsugæslustöðva. Ákvarðanir um byggingamál eru að sjálfsögðu teknar í sam- ráði við bæjaryfirvöld á hverj- um stað. Heimamenn þ.e. allir íbúar á Suðurnesjum greiða 15% byggingarkostnaðar, en Ríkissjóður 85% Frumkvæði í málum getur líka komið frá heimamönnum og oft hefur það ýtt verulega undir framgang mála eins og t.d. í Sandgerði, Garði og Vogum. Frumkvæði Bæjarstjórnar Grindavíkur með skipan nefnd- arinnar á sl. ári, er af þessum toga. Má segja að það hafi orðið til þess, ásamt fjárveitingu á fjárlögum 1987 til hönnunar stöðvarinnar, að stjórn H.S.S. skipaði nefnd til að vinna að undirbúningi byggingar heilsu- gæslustöðvar í Grindavík. Sú nefnd er skipuð undirrituðum, Eðvarð Júlíussyni bæjarfulltrúa og Kristmundi Ásmundssyni lækni. Heimamenn í Grindavík hafa því meirihluta í nefndinni. Þessi nefnd hefur unnið að þessum málum að undanförnu og er að láta gera teikningar af hugsanlegri Heilsugæslustöð í umræddu húsnæði að Víkur- braut 62. Að loknum teikning- um er fyrirhugað að láta gera kostnaðaráætlun fyrir bygging- una og þá er hægt að taka ákvörðun um hvort þessi kostur verður fyrir valinu eða ekki. Að ofangreindu má ljóst vera að engar ákvarðanir hafa enn verið teknar, heldur er aðeins unnið að teikningum og kostn- aðaráætlun svo taka megi ákvörðun um þennan valkost. Byggingarhraði Bygging Heilsugæslustöðvar er mikið mál og kostar mikla fjármuni. Margar leiðir hafa verið farnar víða um landið og hafa þær verið mjög mismun- andi dýrar. Mjög oft er það Inn- kaupastofnun Ríkisins sem sér um þessar framkvæmdir og fer þó byggingahraði alfarið eftir fjárveitingum hverju sinni. Þannig líða mjög oft 4-6 ár frá því að bygging er hafin og þar til hluti hennar er tekinn í notkun. Annars staðar hafa verið farnar aðrar leiðir, svo sem að sveitarfélagið sjái um fram- kvæmdir eða keypt hefur verið hentugt húsnæði fyrir starfsem- ina með aðstoð lánastofnana sem hafa lánað fé þar til fjárveit- ingar hafa komið. Þessi leið hef- ur oftast leitt til þess að bygg- ingatími hefur styst um meira en helming. Núverandi aðstaða í Grindavík er mjög þröng og því brýnt að hún komist í nýtt hús- næði sem fyrst. Ef valkosturinn að Víkurbraut 62 yrði valinn, gæti það leitt til þess að hægt væri að flytja þar inn, innan 2ja ára. Þetta er því eitt af þeim atriðum sem þarf að meta við ákvarðanatöku. Stærð húsnæðis Ef ráðist verður í byggingu Heilsugæslustöðvarinnar að Víkurbraut 62 er verið að tala um 400-500 ferm. húsnæði. Nú- verandi húsnæði er um 100 ferm. svo augljóst er að ekki er verið þar með að „bjarga þess- um málum fyrir horn“ eins og segir í grein Kristmundar. Ætla má að heilsugæslustöð á 400-500 ferm., geti þjónað a.m.k. 4-5 þús. manna byggð og þó erfitt sé að spá fyrir um íbúa- þróun Grindavíkur má ætla að þetta sé lausn fyrir næstu 20-30 árin. Erfitt er líka að spá fyrir um umfang heilsugæslustöðv- anna í framtíðinni. í fyrirhug- uðu húsnæði er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir 2 lækna ásamt sér- fræðingaaðstöðu, aðstöðu fyrir tannlækni og sjúkraþjálfara, ásamt annarri aðstöðu eins og þurfa þykir. Að ofangreindu má sjá að þessi hugmynd er ekki bráðabirgða lausn. Það veit heldur enginn enn hvernig málefni tannlækna og sjúkraþjálfara þróast á næstu árum þ.e. hvort þessi starfsemi verður rekin til frambúðar á heilsugæslustöðvum eða sem sjálfstæð fyrirtæki án verulegra tengsla við heilsugæslustöðvar. Þetta er óvissa sem búa verður við eins og er. Flestar þær heilsugæslustöðv- ar sem byggðar hafa verið á landsbyggðinni, hafa ekki haft stækkunarmöguleika, heldur eru þær byggðar með það fyrir augum að geta tekið við ákveð- inni fjölgun íbúa á hverjum stað. Þegar þær stöðvar verða orðnar of litlar, verður því á þeim stöðum að byggja nýjar stöðvar. Það er því ekkert eins- dæmi þó ekki væri hægt að stækka Heilsugæslustöðina í Grindavík ef henni verður val- inn þessi staður. Við vitum heldur ekki hvaða stefnur verða í heilbrigðismálum landsmanna árið 2020. Karl Guðmundsson Lyftumál Það er rétt hjá Kristmundi að flestar heilsugæslustöðvar eru á jarðhæð, þó svo nokkrar und- antekningar séu þar á. Það er hinsvegar ekki rétt að í húsinu að Víkurbraut 62 eigi að byggja vörulyftu utan á húsið „hvort sem er“. Við hönnun hússins var gert ráð fyrir lyftu inn í hús- inu og ef Heilsugæslustöðinni verður valinn staður þarna, þá verður þessi lyfta það stór að auðvelt verði að flytja slasaða með þeirri lyftu, upp á aðra hæð. Auk þessa er gert ráð fyrir að hús þetta verði aðeins 2 hæðir og rætt er um að Bæjar- skrifstofan í Grindavík flytjist í hinn hluta þessarar hæðar. Það verða þvi væntanlega ekki mikl- ir ,,vöruflutningar“ með þessari lyftu, auk þess sem „vöruflutn- ingabíll“ getur ekki staðið fast við lyftuopið, sem er inni í hús- inu eins og áður sagði. Aðkoma og fólksflutningur gætu því far- ið auðveldlega fram þó þessi kostur verði valinn. Sambýli dvalarheimilis aldraðra og heilsugæslu- stöðvar Það eru mjög skiptar skoð- anir um ágæti og nauðsyn þess að byggja saman heilsugæslu- stöð og dvalarheimili aldraðra. Þar sem ég þekki til eru víðast læknar í hlutastörfum við dval- arheimilin og þeir hafa sína mót- tökuaðstöðu fyrir hina öldruðu á dvalarheimilinu sjálfu. Það er því víða talin besta lausnin fyrir hina öldruðu. Af ofangreindu má sjá að sambýli við aldraða er engin höfuðnauðsyn. Margt fleira mætti fjalla um þegar rætt er um byggingu heilsugæslustöðvar, en ég læt hér staðar numið. Ég vona að þær greinar sem eiga eftir að birtast um þetta málefni verði málefnalegri og byggist á réttum upplýsingum aðila um málið. Keflavík 15/8 1987 Kristmundur H. Herbertsson skrifar: Heilsugæslustöðin í Grindavík „Ódýrasta og besta leiðin er sú að byggja nýja stöð“ Heilsugæslustöð er tillölulega nýtt fyrirbrigði í íslensku heil- brigðisþjonuslunni. Það var ekki fyrr en 1974 að lög komu til framkvæmda um heilsugæslu- stöðvar. Árið 1975 var kjallarinn að Borgarhrauni 6 innréttaður sem heilsugæslustöð sem hefur verið rekin sem nokkurs konar útibú frá heilsugæslustöðinni i Kella- vik. Þeir læknar sem störfuðu við stöðina þar, komu síðan reglulega til Grindavíkur. Það má segja aö kjallarinn að Borgarhrauni 6 hafi alla tið ver- ið bráðabirgða lausn sem fjöl- margir hafi aldrei verið ánægðir með. Árum saman hafa heyrst óánægjuraddir frá Grindvíking- um um þetta húsnæði. Reyndar hefur húsnæði fyrir læknisað- stöðu verið á hrakhólum hér í Grindavík í áratugi. Nú stendur einusinni enn til að bjarga þessum málum fyrir horn, með þvi að koma heilsu- gæslunni fyrir á annari hæð verslunarmiðstöðvarinnar að Víkurbraut 62. Skipuð var nefnd af bæjarráði til þess að kanna hvar og hvernig best væri að byggja nýja stöð. Fór hún víða um sveitir að skoða heilsu- gæslustöðvar. Hugmyndir aðkoma þarf að vera góð, fyrir fatlaða og aldraða. Ennfremur þurfa flutningar að og frá sjúkrabíl að geta gengið fljótt fyrir sig. Sú staða getur hæglega komið upp að flytja þurfi heila skipshöfn inn á stöðina, eftir strand og björgun. Og i nútima- þjóðfélagi getur margt skeð sem valdið getur því að fjöldi fólks þurfi bráða aðhlynningu á heilsugæslustöðinni, til dæmis eftir flugslys. Það er hrein undantekning að finna heilsugæslustöð hér á ís- landi sem er ekki á jarðhæð. Þetta kemur vel fram í riti um heilsugæslustöðvar frá heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Á flest öllum þeim stöðum þar sem heilsugæslan er í húsi sem er meira en ein hæð, hefur neðri hæðin verið valin. Það má nefna Borgarnes, Stykkishólm, á ísafirði er hún á annari hæð, en það liggja tvær akbrautir upp að henni, Blöndu- ós, Sauðárkrók, Siglufjörð, Ólafsfjörð, Ncskaupstað og Sel- foss. Öftast eru þó stöðvarnar einnar hæðar. Bent hefur verið á að á Akureyri sé heilsugæslan á þriðju hæð. En þetta er bara að hluta rétt, þvi að heilsugæslan Kristmundur H. Herbertsson. „Heilsugæslustöðvar" eftir Ingibjörgu R. Magnúsdóttur deildarstjóra, sem hefur sótt heim allar heilsugæslustöðvar á landinu, stendur meðal annars. „Sá aldurshópur, sem kominn er á efri ár, hefur stækkað með hverju ári. Það er sá hó[ eðlilega kennir hvaé krankleika og þarf því læknishjálp og hjúki halda." I sama riti er minnst arahúsnæðið að Borg; 6. Þar stendur „Húsna endurskipulagt og lagfa lega árið 1975 og má telj til þeirrar starfsemi, sen fram nú.“ Þetta var skri ir tveimur árum. Nú þe; fara að bæta hér um, í að gerast þannig að til fr ar megi verða. Til glöggvunar skal 1 eitthvað af því sem i li stendur, að heyri undit gæslu. 1. : Almenn læknisþ. hjúkrunarþjónusta, sjúk un, iöjuþjálfun, vaktþ. vitjanir og sjúkraflutnin 2. : Lækningarannsóknii Árid 1983 fluttisi Heilsugœslustöðin á Isafirði i nýja sjúkrahúsið. HVERNIG SKÖPUM VIÐ MEST VERÐ- MÆTI ÖLLUM TIL HAGSBÓTA? Lykillinn að verðmæta- aukningunni liggur hjá góðu starfsfólki Utgerðarmenn í Grindavík Sorpeyðingarstöð Suðurnesja auglýsir: Að gefnu tilefni er íbúum Suðurnesja bent á að sorp- hreinsunarbifreiðin tekur allt sorp, sem er í pokum er sorphreinsunin leggur til. Einnig tilfallandi eðli- legan úrgang, svo sem umbúðir af heimilistækjum og hluti sem rúmast illa í pokum, enda séu þessir hlutir auðveldir í meðförum fyrir einn mann og snyrtilega frá þeim gengið. í sorppoka má setja algengt húsasorp, svo sem mat- arleifar, umbúðir, ónýtan fatnað, blöð og pappír og affall af lóðum, annað en mold, torf og grjót. Gler- brotum og öðrum oddhvössum hlutum sem hætta er á að skeri eða rífi pokana, skal pakkað inn eða geng- ið frá þeim á annan tryggilegan hátt. Pokar mega ekki vera þyngri en svo að auðvelt sé að meðhöndla þá og ekki sé hætta á að þeir rifni. Allt annað rusl, sem sorphreinsunarbifreiðin tekur ekki, skal flytja í sorpeyðingarstöðina. Áríðandi er að ruslið sé flokkað, áður en það er flutt í stöðina, þannig að brennanlegt rusl sé aðskilið frá brotajárni og öðrum málmum. Mjög stóra málmhluti verður að skera í hæfilega stórar einingar. Sorpeyðingarstöðin er opin sem hér segir: mánud. - föstud. kl. 13.00 til 22.00 laugard. kl. 08.00 til 16.00 sunnud. Lokað Skorað er á alla Suðurnesjamenn að ganga hreinlega um og losa ekki rusl á víðavangi. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja Sími 11088 Ertu með Heimilis- og Húseigandatryggingu? FLAKKARINN

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.