Bæjarbót - 23.10.1987, Blaðsíða 2

Bæjarbót - 23.10.1987, Blaðsíða 2
2 Bæjarbót, óháð fréttablað Gríndavíkurkirkja: Líf að færast í kirkju- starfið að nýju — árhersla lögð á að öll fjölskyldan sé virk í safnaðarstarfinu Bæjarbót leitaði til séra Arnar Bárðar Jónssonar og bað hann að gera stutta grein fyrir því helsta í safnaðarstarfinu fram- undan í vetur. Messur Messur verða að jafnaði annan hvern sunnudag í vetur eins og verið hefur. Nú hefur helgihaldið verið fært til þess horfs sem gert er ráð fyrir í Handbók kirkjunnar frá 1981. Tekið hefur verið upp hið klass- íska messuform sem gerir ráð fyrir meiri virkni safnaðarins. í ráði er að hafa safnaðar- heimilið opið af og til eftir mess- ur í vetur og verður þá boðið upp á kaffiveitingar gegn vægu gjaldi. Er það von okkar sem stýrum safnaðarstarfinu að þetta verði til þess að örva messusókn og samfélag safnað- armeðlima. Boðið verður upp á kaffi og kökur og að sjálfsögðu einhverja drykki við hæfi barna. Það er ástæða til að hvetja foreldra til að koma með börn sín í messur. Messan er athöfn allrar fjölskyldunnar og því allt í lagi þótt í börnunum heyrist. Hafið gjarnan með þeim bækur eða leikföng sem þau geta dund- að við. Ef mörg börn koma er auðvelt að skipuleggja barna- gæslu í Safnaðarheimilinu t.d. meðan prédikað er og eftir predikun. Barnasamkomur Nú er vetrarstarf hafið af full- um krafti. Barnasamkomur eru alla sunnudaga kl. 11. Á síðasta ári sóttu samkomurnar 149 börn að meðaltali. Börnin læra fagra söngva um lífið og trúna, sagðar eru sögur og Bíblían er útskýrð. Auk þess fá börnin myndir til að lita, með þrautum og gátum á bakhlið. Myndirnar eru settar í þar til gerða möppu. Á bakhlið möppunnar eru bænir og vers sem börnin geta lært og farið með. Við barnasamkomurnar starfa margir aðilar og er ómet- anlegt að hafa áhugasamt sam- starfsfólk. í vetur starfa með mér eftirtaldir aðilar: Agnar Smári Agnarsson, Birna Bjarna- dóttir, Guðfinna Kr. Einars- dóttir, Kristrún Bogadóttir, Ómar Davíð Ólafsson, Soffía A. Jóhannsdóttir, Svala Björk Arnardóttir og Svanhvít Hall- grímsdóttir. Auk þeirra hefur Margrét Sighvatsdóttir aðstoðað af og til við undirleik. Síðastliðinn vetur fengum við góða heimsókn en þá komu hjónin Málfríður og Ragnar Snær með hóp af börnum úr sunnudagaskólanum í Keflavík. Var þá glatt á hjalla og ekki síst þegar brúðan Sesar ræddi við börnin. í ráði er að endurgjalda heimsóknina í vetur. Barnasamkomurnar eru út- rétt hönd kirkjunnar til aðstoðar við uppeldi barnanna og því vil ég hvetja foreldra til að örva börnin til að sækja kirkju og koma gjarnan með börnum sinum. Fyrirbænasamkomur og bíblíufræðsla Fyrirbænasamkomur eru alla þriðjudaga kl. 20.30. Sungnir eru léttir sálmar og söngvar, beðið er fyrir sjúkum og bág- stöddum. Fer það þannig fram að fólk lætur mig vita fyrirfram af bænaefnum. Ég fer síðan fyrir altarið og les bænaefnin upp og leiði söfnuðinn í fyrir- bæn. Nöfnum er að sjálfsögðu haldið leyndum. Síðan er hljóð Séra Örn B. Jónsson. bæn og Faðir vor. Að bænastundinni lokinni söfnumst við saman í Safnaðar- heimilinu og lesum saman kafla í Bíblíunni og ræðum efni hennar og erindi í tengslum við daglegt lif. Skapast þá oft líf- legar og fróðlegar umræður. Minningarmessa Sunnudaginn 1. nóvember, sem er allra heilagra messa, verður sérstök minningarmessa þar sem minnst verður sóknar- barna sem látist hafa á umliðnu ári. Mun ég rita bréf til aðstand- enda látinna og hvetja þá til að sækja messuna. Fyrsta messa af þessu tagi var fyrir ári og sóttu hana fjölmargir. Nöfn látinna eru lesin upp og klukkum hringt til að heiðra minningu þeirra. Messu þessari er ætlað að styrkja þá sem líða og syrgja og um leiða að heiðra minningu þeirra sem horfnir eru á undan okkur. Altarisganga verður í þessari messu og er athöfnin að sjálfsögðu öllum opin. Athafnir í stað orða! Snyrtum og fegrum bæinn okkar! ÁSKORUN! Gatnagerð, grasvöllur og grunnskóli eru helstu verkefni bæjarfél- agsins á þessu ári. Nú þegar framkvæmdum er að ljúka er mikil þörf fyrir peninga. Grindvíkingar! Með því að gera skil á til framkvæmda. gjöldum ykkar aukið þið getu bæjarfélagsins Innheimta Gríndavíkurbœjar + Hjartanlegar þakkir fyrir veitta aðstoð og vinarhug vegna fráfalls sambýlismanns míns og föður okkar, Ragnars Jóhanns Alfreðssonar Efstahrauni 16 Guð blessi ykkur öll. Sigríður Sigurðardóttir og synir. STEINDÓR SIGURÐSSON Sími 15444 FERÐAÁÆTLUN Frá Frá Innri-Njarðvík: Keflavík: 7.53 8.40 8.50 9.40 10.05 10.20 10.40 10.55 11.15 11.30 13.15 13.35 13.50 14.05 14.40 15.00 15.25 15.40 16.10 16.55 17.15 17.30 ATH: Tími í Ytri-Njarðvík er 5-8 mín. eftir brottför í Innri-Njarðvík eða Keflavík. Frá Frá Keflavík: Grindavík: 8.50 9.20 13.15 13.45 16.10 16.40 Geymið auglýsinguna Næsta Bæjarbót kemur út 13. nóvember * GRÓFIN 7 KEFLAVÍK SÍMI 11950 * Bílasprautun Réttingar Litablöndun Efnissala Nordsjö málningarvörur * HVERNIG SKÖPUM VIÐ MEST VERÐ- MÆTI ÖLLUM TIL HAGSBÓTA? Lykillinn að verðmæta- aukningunni liggur hjá góðu starfsfólki Útgerðarmenn í Grindavík

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.