Bæjarbót - 23.10.1987, Blaðsíða 4

Bæjarbót - 23.10.1987, Blaðsíða 4
4 Bæjarbót, óháð fréttablað 1 tsk. sykur 3 msk. sherry 1 stk. salathöfuð, sneiðar og persille. srtrónu- er tullsteiktur. Með réttinum ei borið fram agúrkma|gt soðnar kartöflur. Smokkfiskurinn er skorinn í strlmla og soðinn í edikvatni \ 5 til 6 mínútur. Síðj skorinn Aenim _______ nnTram ilÖVn^kréyttur með um, sítrónusneiðum ‘■Ojf .Weppir rstk. græn paprika 2 msk. smjör/smjörlíki 1 tsk. karrý eða ca. 1 Goodalls curry sauce. msk Austurlensk stemmning heima í eldhúsi. Tilbreyt- ing í gráma hversdags- leikans Pylsupottur 600 g. matarpylsur (vínarpylsur) 2 laukar brytjaðir smátt 1 epli flysjað og brytjað 2 matsk. smjörlíki 1/2 tesk. karrí 2 tesk. kínversk soyaolía 2 skammtar soðin hrísgrjón (ca. 2 bollar) 1 dl. vatn, ef þarf. Það var á árinu 1965 sem Guðmundur ívarsson og Gunnar Sigurgeirsson smiðir reistu þetta hús fyrir Hjalta Magnússon og Petru Stefánsdóttur. Þau ráku svo verslun og bensínstöð hér til 1970, en þá keyptu feðgarnir Haraldur Gíslason og Björn Haraldsson verslunina og ráku hana í húsinu til 1985. Síðan hafa verið þarna málningarvöruverslun og fiskbúð. Bangsi í Bárunni sagði að nú fengi Gamla Báran nýtt hlutverk. Myndi þjóna sem sumarhöll fyrir austan fjall. Hann sagði húsið hafa fært eigendum sínum gæfu og gengi og sagðist sakna þess á gamla staðnum. Fletta utan af pylsunum og brytja smátt. Hita upp smjörliki og karrí á pönnu, einnig lauk og epli og láta krauma í 2-3 mínútur. Pylsubitarnir eru látnir saman við og hitaðir í gegn, þá er hrísgrjónum og kínversku soyjaolíunni blandað saman við (hrísgrjónin hafa að sjálfsögðu verið soðin áður). Öllu er hrært saman á pönnunni og látið krauma í um það bil 2 mínútur. Borið fram, sem léttur hádegis- eða kvöldmatur. Höfundur uppskriftar: Guðríður Sigurjónsdóttir. HÚSRÁÐIN Hvít sósa ,,á staðnum“ # Blandið saman 1 bolla af mjúku smjöri og 1 bolla af hveiti. Setjið í klakabakka og kælið vel. Skerið í 16 bita og setjið í plastpoka í frystinn. Þegar laga á sósu nægir 1 biti af frosinni blöndunni í 1 bolla af mjólk. Settu bitann í mjólkina, hitaðu varlega og hrærðu stöðugt í þar til sósan þykknar. Hamborgarar með hraði # Settu holu í miðjuna um leið og þú formar hamborgar- ann. Við þetta steikist miðjan fljótt og þegar steikingu er lokið er holan horfin. Pylsur sem skreppa ekki saman # Pylsur skreppa minna saman og rifna ekki ef þær eru soðnar í 8 mín fyrir steikingu. # Eða þú getur velt þeim upp úr hveiti áður en þú steikir þær. Að losna við ,,kornsilkið“ af kornstönglinum # Vætið pappirsþurrkur eða tusku og burstið niður stöngul- inn. Allir þræðir ættu að losna. Sítrónur # Geymið heilar sítrónur í þéttlokaðri krukku með vatni í ísskápnum. Þær gefa af sér miklu meiri safa en þegar þær voru keyptar. # Þegar sítróna hefur verið kreist, skal vefja börkinn í eldhúsfilmu og frysta. Næst þegar vantar börk í uppskrift þarf ekki að fórna heilli sítrónu. # Ef sítrónu er sökkt í heitt vatn í 15 mín. er hægt að kreista úr henni tvisvar sinnum meiri safa. # Eða hitið í ofni í nokkrar mín. áður en safinn er kreistur úr. Bílakaup framundan? FLAKKARINN SÍMI 68060 NÝJAR REGLUR UM APEX í INNANLANDSFLUGI Apex er ódýr og þægilegur ferðamáti fyrir þá sem hafa fastráðið hvað þeir verða iengi i ferðinni. 7/7 og frá Reykjavík: Akureyri kr. 3.828,- Egilsstaðir kr.5.112,- Hornafjörður kr. 4.506,- Húsavik kr. 4.336,- Isafjörður kr. 3.574,- Norðfjörður Patreksfjörður Sauðárkrókur Þingeyri Vestmannaeyjar kr. 5.276. kr. 3.460. kr. 3.440. kr. 3.421. kr. 2.486. Apex fargjöidin gilda einnig í framhaldsflugi með sam- starfsflugfélögum til og frá stöðum fyrir vestan, norðan og austan. Þú færð upplýsingar um þetta hagkvæma ferðafyrirkomuiag hjá Flugleiðum, umboðsmönnum og feróaskrifstofum. FLUGLEIDIR

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.