Bæjarbót - 23.10.1987, Blaðsíða 5

Bæjarbót - 23.10.1987, Blaðsíða 5
Bæjarbót, óháð fréttablað 5 Fiskmarkaður Suðumesja sœkir á: „Höfum fengið algjör toppverð fyrir ýsu og þorsk“ — rætt við Ólaf Þór Jóhannsson framkyæmdastjóra Frá fyrsta uppboði Fiskmarkaðar Suðurnesja í Grindavík. Bæjarbót hafði fyrir nokkr- um dögum samband við Ólaf Þór Jóhannesson framkvæmda- stjóra Fiskmarkaðs Suðurnesja og innti hann eftir hvernig starf- semin gengi. „Þetta gengur alveg ágæt- lega. Magnið sem við seljum eykst hægt og stígandi og róðrar- dagana bætast við þetta 2-3 nýj- ir bátar. Einnig er ánægjulegt að markaðssvæðið er stöðugt að stækka. Við höfum t.d. selt úr bátum frá Þorlákshöfn, Reykja- vík og Hafnarfirði. Aflamagnið er auðvitað breytilegt en ekki er óalgengt að við seljum svona 40-60 tonn á dag, þegar gefur á sjó. Við 'fáum langoftast góð verð, enda leita hingað menn alls staðar að, t.d. ýsukaupend- ur. Ég vil fullyrða að hér hefur fengist hæsta verð fyrir þorsk. Við seldum á dögunum 24 tonn af óslægðum snurvoðarþorski fyrir 51,50 kr. kílóið og það er algjört toppverð.“ - Fara Suðurnesjamenn enn með afla sinn á Hafnarfjarðar- markaðinn? „Langflestir koma til okkar, enda kostnaðarminna fyrir selj- endur. Af Grindavíkurbátum fer t.d. Kópurinn enn með afla sinn á Hafnarfjarðarmark- aðinn. Augu flestra seljenda á svæðinu hafa þó opnast fyrir því að það er síst verra að skipta við okkur“ sagði Ólafur Þór að lokum. Judó: Góður árangur keppenda héðan Til sölu í Grindavík # Leynisbraut 5, 130 ferm. einbýlishús, ásamt 90 ferm. neðri hæð, bílskúrsréttur. Skipti á eign á Reykjavikur- svæðinu. Verð: 4.200.000,- # Borgarhraun 8,120 ferm. einbýlishús ásamt 50 ferm. bíl- skúr. Góð eign, góður staður. Verð: 3.650.000,- # Heiðarhraun 25. Endaraðhús 136 ferm., ásamt 40 ferm. bílskúr. Verð: 2.800.000,- # Litluvellir 16. Lítið raðhús ca. 60 ferm. Verð: 1.850.000,- # Höskuldarvellir 7. Raðhús 2 herb. og stofa. Ekki full- búið. Verð: Tilboð # Hvassahraun 3, 130 ferm. einbýlishús með 70 ferm. bíl- skúr. Góð eign. Skipti á fasteign á Reykjavíkursvæðinu. Verð: 4.000.000,- # Mánagata 5. Nýtískulegt einbýlishús á 3 pöllum ásamt 30 ferm. bílskúr. Góður staður. Verð: 3.650.000,- # Sökkull fyrir hús á tveimur hæðum við Glæsivelli. Verð: Tilboð # 3ja og 4 herb. íbúðir við: Ásbraut 5, Hellubraut 8, Sunnubraut 5 # Austurvegur 48, lítið einbýlishús. Ekkert áhvílandi, góð eign. # Heiðarhraun 52. 130 ferm. raðhús, ásamt bílskúr. Verð: 3.200.000,- # Parhús við Gerðavelli. 2 herb. og stofa. Verð: 2.100.000,- FASTEIGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA Hafnargötu 31 - Keflavík - Sími 13722 Elías Guðmundsson, sölustjóri Ásbjörn Jónsson, lögfræðingur Hið árlega áskorendamót Júdósambands íslands fór fram í íþróttahúsi KHÍ þann 10. október. Þátttakendur voru Júdómenn frá Ármanni, UMFG, UMFK og Víkingi Ólafsvík. Árangur strákanna úr Grindavík varð sem hér segir: í -^35 kg. flokki sigraði Magnús Sigurðsson og Örn Snorrason varð annar. Magnús vann tvær glímur og Örn eina. Guðmundur Másson sigraði í flokki pilta undir undir 55 kg. Hann lagði alla andstæðinga sína og hlaut gullið. Haukur Gröndal varð annar í •í-40 kg. flokki (undir 15 ára) Haukur vann eina viðureign og tapaði einni. í -í-78 kg. flokki (undir 21 árs) keppti Tómas Buchhoiz, en tapaði báðum sínum viður- eignum. í h-65 kg. flokki (undir 21 árs) náði Hilmar Kjartansson 3ja sæti, vann tvær glímur og tapaði einni. Óðinn Hólm keppti líka í þessum flokki. Vann eina og tapaði einni glímu, Þeir hlutu báðir bronsverðlaun. Gunnar Björnsson keppti í -h 50 kg. flokki (undir 15 ára). Hann hreppti 3ja sætið. Vann tvær viðureignir og tapaði tveimur. Þjálfari piltanna er Finninn Reino Fagerlund, mjög fær og áhugasamur þjálfari og svo er hinn gamalreyndi júdókappi Jóhannes Haraldsson aldrei langt undan ef aðstoðar er þörf við uppbyggingu júdóstarfsins. Fyrirspurn til eignaraðila og/eða húsfélags: Spurt um kostnað og skiptingu hans Guðmundur Finnsson kom að máli við blaðið og óskaði eft- ir því að koma á framfæri þrem- ur spurningum til viðkomandi aðila vegna byggingar efri hæðar Verslunarmiðstövar- innar við Víkurbraut 62. Bæjarbót mun að sjálfsögðu birta svörin þegar þau berast. 1. Hvað mun efri hæðin kosta fokheld? 2. Hver verður byggingakostn- aður 2. hæðar samkvæmt áætlun? 3. Hvernig verður heildarbygg- ingarkostnaðinum (þar með talinn frágangur lóðar, bíla- stæða og utanhúss) skipt með tilliti til eignaraðildar hvers og eins í allri bygging- unni? Verslun til sölu! r r Utgerðar- og byggingavöruverslunin BLA- FELL hf. er til sölu. Um er að ræða smá- söluverslun í útgerðar- og byggingavörum og fleiru. Afhendingartími eftir samkomu- lagi. Nánari uppl. gefur Róbert Sigurjónsson í Bláfelli á verslunartíma eða í síma 91-656030 á öðrum tímum. Þetta er eitthvað fyrir þig! Verslunin SKEIFAN í Verslunarmiðstöðinni býður þig velkominn! * Rjúkandi kaffi á könnunni — og auðvitað kökur með * Bæjarins bestu samlokur, hamborgarar og pylsur * NÆTURSALAN! Föstudags- og laugardagskvöld er opið til kl. kl. 2 á nóttunni! - Líttu við! Síminn er 68760 SKEIFAN - fyrir þig!

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.