Bæjarbót - 23.10.1987, Blaðsíða 10

Bæjarbót - 23.10.1987, Blaðsíða 10
10 Bæjarbót, óháð fréttablað Til móts við óvissuna og ævintýrin: „Verð eini hvíti maðurinn um borð“ —vatnið er skammtað og allt þvegið í höndum Sveinsdóttir með börnum sínum, Sveini og Ingibjörgu. Örn Traustason og Sjöfn Með vorinu halda Örn Traustason og fjölskylda til hálfs árs dvalar við þróunarað- stoð á Capo Verde eyjum. Bæj- arbót átti við þau stutt spjall nýlega. - Hvernig bar það til að þið ákváðuð að reyna að koma inn í þessa þróunaraðstoð? „Þegar auglýst var eftir mannskap á Feng 1983 vaknaði strax áhugi hjá okkur á þessu starfi á Capo Verde. Nú er að hefjast þarna nýtt verkefni og þegar Þróunarsamvinnustofn- unin auglýsti eftir fólki sóttum við um og fengum jákvæð svör“ sagði Örn. - / hverju verður starf þitt fólgið? „Aðallega að vera skipstjóri á heimabát og kenna þeim fisk- veiðar, einkum á dragnót. Nú eru aðallega stundaðar túnfisk- veiðar, þar sem veitt er á stangir. Það er eiginlega uppistaðan í þeirra veiðum nú. Þarna eru ein- hverjar botnlægar fisktegundir og meiningin er að halda áfram þeim tilraunum sem Fengur gerði, en nú í dragnót. Fengur verður svo þarna líka, en á trolli. Heimamenn eiga enga trollþáta eða togskip. En þeir eiga þó nokkuð marga báta sem nota má til dragnótaveiða með litlum breytingum. Ef tilraunin gengur vel geta heimamenn hafið nýt- ingu botnlægra tegunda, sem þeir nýta ekkert nú. Ég verð eini hvíti maðurinn í áhöfn skipsins, sem er hollenskur bátur, fram- byggður, um 140 tonn. Það verður líklega nokkur glíma að eiga við mannskapinn, sem er óvanur svona veiðum, fyrir utan allt annað sem býður okkar.“ - En hvað verður þarna að gera fyrir íslenska konu Sjöfn? „Ég verð húsmóðir eingöngu. Það er ekkert að gera þarna fyrir konu héðan. Við verðum með þjónustufólk og það er víst alveg nauðsynlegt. Þarna er gífurleg vinna að halda öllu hreinu, enda óþrifnaður mjög mikill. Allt er handþvegið á brettum og síðan þarf að strauja allan þvott, vegna lirfa sem setjast í tauið. Mér skilst líka að það þurfi að passa tauið á snúrunum, því fátæktin er svo mikil að öllu er stolið! Vatnið er af skornum skammti þarna. Þess vegna verður að þvo allt í höndum og drykkjarvatn verða þeir að eima og jafnvel sjóða síðan heima.“ - Þið hyggist dvelja þarna í hálft ár, frá apríl og fram á haust? „Já, og ef verkefnið gengur upp þarf að fara aftur í mars mánuði á þar næsta ári og það stendur okkur opið, en til að byrja með verða þetta 6 mánuð- ir. Það þýðir ekkert að hlaupa heim, þótt erfiðleikar mæti ok- kur, við verðum bara að standa okkur, en vitum að þetta verður mjög erfitt. Við höfum verið upplýst um hvað þarna býður okkar og það verður sannarlega enginn dans á rósum.“ - En hvað rekur nútíma íslendinga úr allri velmeguninni, út í svona tvísýnu? „Það er von að spurt sé. Fyrst og fremst er þetta ævintýri sem við vitum ekkert hvernig endar. Þetta er þokkalega launað, ekk- ert þó betur en hægt er að hafa upp hér. Þetta er eiginlega bara ævintýramennska“ sögðu þau Örn og Sjöfn að lokum. Capo Verde eyjar — framandi heimur Á CapoVerde eyjum búa um 340 þúsund manns, allt blökkumenn. Eyjarnar eru smáar, aðeins um 4% af stærð íslands. Þjóðarframleiðsla á mann er lítil, eða tæp 4% af sambærilegri framleiðslu íslend- inga. Heilsu- og heilbrigðismál eru afar vanþróuð. Meðalævin er aðeins 61 ár. Ungbarnadauði er mik- ill. Af hverjum 1000 börnum á fyrsta ári deyja 78. Sambærileg tala fyrir ísland er 6,2 börn. Læknar eru fáir og þarf hver að annast um 6000 manns! Menntakerfið er vanþróað og aðeins um 37% full- orðinna kunna að lesa. Það er inn í þennan vanþró- aða heim sem Örn Traustason og fjölskylda, ásamt fleiri íslendingum, ætla að hætta sér til aðstoðar inn- fæddum. Freista þess að gera þá færa um að hjálpa sér sjálfir við fiskveiðarnar. Örn, Sjöfn og börnin munu búa á eynni Mindelo í 50 þúsund manna bæ, en á Mindelo er ágæt höfn. Eyjarnar eru um 450 km frá ströndum Mauritaníu og Senegal. Ríkjandi vindátt er úr NA- og þangað blása heitir vindar af Sahara eyðimörkinni. Lítið hefur rignt þarna í nokkur ár og gróður því ekki mikill. Ekki dugar að tjá sig á enskri tungu þarna. íbúar skilja aðeins portúgölsku og africanmál og þeir íslendingar sem þarna starfa þurfa því allir að hefja nám í portúgölsku áður 'en haldið er að heim- an. Að heiman, úr örygginu og velferðinni. Út í óvissuna, til móts við ævintýrið. íslenskt lambakjöt er algjört L JÚFMETI! Höfum kjöt í heilum skrokkum! •k Bæði af nýslátruðu og eldra. •k Fáðu þér skrokk fyrir mánaðarmótin því þá bætist söluskatturinn við verðið. * — Verið hagsýn — VERIÐ VELKOMIN! Kaupfélag Suðurnesja Grindavík ^ Sími 68162 Sundlaug Grindavíkur Höfum opnað Sundlaugina á ný eftir verulegar endurbætur. Opið sem hér segir: Mánudaga - föstudaga: Fyrir börn og unglinga. kl. 16.30 - 19.00 Fyrir fullorðna: kl. 19.00-21.00 Gufan er opin 19.00 - 21.00 Konur: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga Karlar: Þriðjudaga og fimmtudaga. Nuddpotturinn tilbúinn eftir nokkra daga! Sund - Gufa Nuddpottur Sundlaug Grindavíkur _____— heilsulind fyrir alla!

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.