Bæjarbót - 13.11.1987, Blaðsíða 1

Bæjarbót - 13.11.1987, Blaðsíða 1
Oháð flokkadrætti 6. árgangur -13. nóvember 1987 - 10. tölublað Göngum í Kaupfélagið og vinnum saman, því Samvinnuhreyfingin sýnir mátt hinna mörgu. Kaupfélag Suðurnesja Ungur sjómaður hœtt kominn: „Er ekki í nokkrum vafa um að fiot- gallinn bjargaði lífi mínu“ „Við vorum að taka inn nót- ina og ég var að taka inn garnið við blýateininn þegar báturinn tók veltu á stjórnborða og það skipti engum togum, ég rann út milli öryggisgrindanna og fór í kaf og barst aftur með í átt að skrúfunni. Það varð mér til bjargar að ég var í flotgalla frá 66° N. Ég stórefa að ég hefði haft þetta af án hans.“ Þetta sagði Guðmundur Jónsson há- seti á Grindvíkingi GK, en hann varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að falla útbyrðis í fyrri viku. Sjávarhitinn var aðeins um 2 gráður. Nokkrir áhafnarmeðlimir keyptu nýlega flotgalla og eru í þeim við vinnu um borð. ,,í þetta sinn sannaði gallinn heldur betur gildi sitt, en þeir hafa þó þann ókost að vilja blotna og þá er ónotalegt að vera í þeim, ef hlé verður á vinnu“ sagði Þor- valdur Þorvaldsson háseti. ,,Ég er alveg sannfærður um að Guð- mundur hefði ekki haft þetta af, ef hann hefði ekki verið í gallan- um. Það var svo kalt og hann var líklega um 10 mínútur í sjónum“ sagði Kristinn Kristinsson og aðrir viðmælend- ur blaðsins tóku í sama streng. ,,Ég er svona rétt að jafna mig, þetta var rosalegt áfall og slæmt að lenda í þessu. Ég ætla að taka mér stutt frí, tvo til þrjá túra, og síðan fer ég aftur á loðnuna“ sagði Guðmundur Jónsson í spjalli við blaðið þegar Grindvíkingur kom að landi á föstudaginn með fullfermi af loðnu. Síldveiðar: 1700 tonn á þremur vikum bls. 9 Isstöðiti: Salan 2000 tonnum minni en á sama tíma í fyrra — þratt fynr 150 október Um síðustu mánaðarmót var íssala hjá ísfélagi Grinda- víkur orðin um 7050 tonn, en á sama tíma í fyrra voru seld rúm 9000 tonn. Þessi sam- dráttur mun einkum byggjast á því að nú er minna selt til annarra byggðarlaga, þar sem ísstöðvar hafa sprottið upp m.a. í Garði og Þorláks- höfn. tonna aukningu í Október var góður sölu- mánuður, en þá voru seld 870 tonn af ís á móti 720 tonnum á sama tíma í fyrra. Þrír starfsmenn eru nú við ísstöðina. Vélstjórarnir Hin- rik Bergsson og Sævar Gunn- arsson, auk framkvæmda- stjórans Guðbrands Eiríks- sonar. — segir Guðmundur Jónsson háseti á Grindvíkingi sem féll útbyrðis á Halamiðum Nemendur 9. bekkjar: forráðamanna Fiskaness Af nógu var að taka. Alls tíndu krakkarnir í um 60 stóra ruslapoka á stuttum tíma. Lík- lega hefur aðeins lítill hluti þessa rusls fokið á svæðið, mestu hreinlega verið hent úr bílum, sem leið áttu um veginn. Fiskanes sá um allan akstur og kom ruslapokunum í Sorp- eyðingarstöðina á eftir. Þetta skemmtilega framtak er góður vitnisburður um hverju sam- vinna, góðar hugmyndir og snör handtök geta áorkað. Sjómenn: Drepum kjölsvínið! • bls. 6 Hreinsuðu land meðfram Grindavíkurvegi — eftir ábendingu Gjöf til Heilsugæslu • bls. 2 Lögreglu- annáll % bls. 3 Hönnunar- hneyksli? • bls. 4 Úrvalsdeild- arlið UMFG • bls. 5 Erlendir verkamenn lausnin? • bls. 6 Bylting í bankamálum • bls. 7 Ríkií Grindavík? • bls. 8 Mistök eða merk nýjung? • bls. 9 Körfubolta- úrslit • bls. 10 Bæjarmálin • bls. 11 Margeir bankastjóri • Baksíða

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.