Bæjarbót - 13.11.1987, Blaðsíða 2

Bæjarbót - 13.11.1987, Blaðsíða 2
2 Bæjarbót, óháð fréttablað Kiwanisklúbburinn Boði: Afhenti Heilsugæslunni í Grindavík skoðunartæki —,,ákaflega þörf og góð gjöf“ segir Kristmundur læknir Nýlega afhentu félagar í Kiw- anisidúbbnum Boða Heilsu- gæslunni í Grindavík skoðunar- tæki að gjöf. Tæki þetta er svo- nefnt Rectoscope, sem að sögn Kristmundar Ásmundssonar læknis, nýtist fyrst og fremst til greiningar á sjúkdómum í enda- þarmi og neðst í ristlinum. „Þetta er mjög gagnlegt tæki og þess má geta að nú þurfum við ekki að senda sjúklinga til Kefla- víkur eða Reykjavíkur í þessar skoðanir“ sagði Kristmundur. Þessi gjöf Kiwanismannanna er einkum fjármögnuð með fram- lögum félaganna og jólatréssölu klúbbsins. Kaupverð var um 120 þúsund. „Klúbburinn átti á sínum tíma frumkvæði að því að bygg- ing Heimilis aldraðra fór af stað. Nú viljum við gera vel við Heilsugæsluna og vekja athygli fólks á hennar málefnum“ sagði Guðmundur Einarsson fráfar- andi forseti Boða. í klúbbnum, sem nú er 10 ára, hafa í gegn um tíðina verið 20-27 félagar. Einar Lárusson tekur við formennsku innan skamms og sagði hann að klúbbsins biðu ýmis verkefni og nýjir félagar væru velkomnir. Einar Lárusson (t.v.) viðtakandi forseti Boða og Guðmundur Einarsson fráfarandi forseti klúbbsins. Gjöf til Grunnskólans: Þrjár saumavélar á þremur árum — Kvenfélag Grindavíkur sýnir skólanum ræktarsemi Fyrir skömmu var ákveðið á fundi hjá Kvenfélagi Grindavík- ur að færa Grunnskólanum 3 saumavélar að gjöf. Ein hefur þegar verið afhent og hinar verða afhentar næsta og þar- næsta haust. Mæðgurnar Guðveig Sigurð- ardóttir, formaður Kvenfélags- ins og Ólöf Þórarinsdóttir ritari afhentu fyrstu vélina, sem er af gerðinni Elnita 140. Hand- menntakennarar, ásamt skóla- stjóra, veittu vélinni viðtöku og gátu þess að hún væri veru- lega vel þegin þar sem sauma- vélakostur skólans væri gamall og lúinn. ÁSKORUN! Gatnagerð, grasvöllur og grunnskóli eru helstu verkefni bæjarfél- agsins á þessu ári. Nú þegar framkvæmdum er að ljúka er mikil þörf fyrir peninga. Grindvíkingar! Með því að gera skil á gjöldum ykkar aukið þið getu bæjarfélagsins til framkvæmda. T . . . „ . , „ . . Innheimta Grindavíkurbæjar Talið f.v.: Signý Ormarsdóttir, Petra Stefánsdóttir, Halldór Ingva- son, Guðveig Sigurðardóttir, Ólöf Þórarínsdóttir og Jón Gröndal. Keramiksmiðj unni Víkurbraut 12 - Sími 68106 Gefið gjöf sem gleður! Gerið jólagjöfina sjálf! Opið kl. 20:00 - 22:00 Þriðjudags- og fimmtudagskvöld. Á laugardögum frá kl. 13:00 -15:00 Athugið! Námskeiðin eru byrjuð aftur. Næsta Bæjarbót kemur út 4. des. STEINDÓR SIGURÐSSON Simi15444 FERÐAÁÆTLUN Frá Frá Keflavík: Grindavík: 8.50 9.20 13.15 13.45 16.10 16.40 Geymið auglýsinguna GROFIN 7 KEFLAVÍK SÍMI 11950 * Bílasprautun Réttingar Litablöndun Efnissala Nordsjö málningarvörur * HVERNIG SKÖPUM VIÐ MEST VERÐ- MÆTI ÖLLUM TIL HAGSBÓTA? Lykillinn að verðmæta- aukningunni liggur hjá góðu starfsfólki r Utgerðarmenn í Grindavík

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.