Bæjarbót - 13.11.1987, Blaðsíða 3

Bæjarbót - 13.11.1987, Blaðsíða 3
Bæjarbót, óháð fréttablað 3 Lögreglumál: Mikil fjölgun mála milli ára — parhúsin við Ásvelli stórskemmd Innbrot Við Ásvelli 4-6 standa tvö parhús sem Grindin hefur verið að byggja. Aðfararnótt laugar- dagsins 31. október var brotist inn i húsin og miklar skemmdir unnar. Lauslega áætlað tjón gæti numið 400-600 þúsund krónum. Tryggingar voru engar og skaði verktakans því veruleg- ur. Lögreglan biður alla þá sem urðu mannaferða varir við húsin þessa nótt að gefa sig fram. Skemmdur bíll Um svipað leyti var bláum pallbíl af Mitsubitshi gerð (Ö-1470) stolið í Keflavík. Ekið til Grindavíkur á laugardags- morgninum og síðan yfirgefinn milli hverfa stórskemmdur. Lögreglan biður vitni að gefa sig fram. Hraðakstur Síðan lögreglan í Grindavík fékk radarbílinn hafa 220 öku- menn verið teknir á ólöglegum hraða! Radarbíllinn kom 5. júní. Sá sem hraðast ók var á 172 km. hraða. Ökustútar Alls hefur náðst í 31 ökumann undir áhrifum það sem af er ár- inu. Allt árið í fyrra voru þeir 34 hér í Grindavík. Árekstrar Árekstrar eru orðnir 76, en allt árið í fyrra urðu þeir 74. Flestir árekstrar hafa orðið á Grindavíkurvegi eða 9. Á mótum Ægisgötu og Víkur- brautar hafa orðið 5, en annars hafa árekstrarnir orðið um allan bæ. Fíkniefni Að sögn lögreglunnar hafa engin fíkniefnamál komið upp nýlega. En þau skjóta þó alltaf upp kollinum af og til. Skemmdarverk Nokkuð hefur verið um þau. T.d. voru brotnar rúður í kirkj- unni, einnig blokk í smíðum við Heiðarhraun og víðar. Skemmd- arverk voru nýlega unnin við innbrot í Járn og Lopa, en það mál er upplýst. Vanskilahjól í bílskúr lögreglunnar er allt fullt af reiðhjólum í vanskilum. Fólk er hvatt til að vitja hjóla barna sinna hið fyrsta. Aukning mála Málum, sem koma til kasta lögreglunnar, hefur stórfjölgað milli ára. Nú eru skráð um 700 mál, stór og smá. Á sama tíma í fyrra voru þau um 500. Fangaklefar Alls hafa 73 mátt dúsa í stein- inum það sem af er árinu. Allt árið í fyrra fengu 79 slíka gist- ingu. Nýtt húsnæði Samningar standa nú yfir milli fógeta og Landsbankans um gamla bankahúsið til handa lögreglunni. Líklega líður ekki á löngu þar til þau mál skýrast. Handknattleikur: Þriðji flokkur fer í A-riðil Fjórir flokkar taka þátt í Is- landsmótinu frá UMFG. 3. flokkur stúlkna, 4. flokkur stúlkna, 5. flokkur stúlkna og 6. flokkur drengja. Tveir hinir síðastnefndu hefja ekki keppni fyrr en í janúar. 3. flokkur stúlkna brá sér til Vestmanna- eyja nýlega og lék þar og stóð sig vel. 3. flokkur stúikna: UMFG-ÍBV 12-10 UMFG-UMFA 12-13 UMFA-ÍBV 5- 8 Markahæstar hjá UMFG: Haf- dís Sveinbjörnsdóttir 10, Ragn- heiður Ólafsdóttir 8 mörk. Stúlkurnar úr UMFG leika næst í A-riðli. Keppt verður hér í Grindavík 20. - 22. nóv. 4. flokkur stúlkna: Keppt var í Vogaskóla 24.-25. okt. Herslumun vantaði til að vinna báða leikina. UMFG-UMFA 24- 2 UMFG - HK 7-8 Markahæstar í UMFG: Guð- björg Gylfadóttir 10, Sigurrós Ragnarsdóttir 9 og Lára Magnúsdóttir 7 mörk. Liðið fer í B-riðil og leikur næst í lok nóvember í íþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi. Heimili og skóU — athyglisvert blað Út er komið tímaritið Heimili og skóli. Blaðið fjallar um skóla- og uppeldismál frá sjón- arhóli heimilanna ekki síður en kennaranna. Útgefendur eru Kennarasamtökin á Norður- landi eystra og vestra. Meðal efnis í blaðinu er grein um skólamál á Vestfjörðum, fréttir frá skólastarfi Grunn- skólans á Blönduósi og grein eftir ungan mann sem gagnrýnir óvægilega kennara sína í grunn- skóla. LANDSBANKINN r L____ GRINDAVÍK r I NÝJU OG GLÆSILEGU HÚSNÆÐI Starfsemi Landsbanka íslands í Grindavík er flutt í rúmgott, glæsilegt hús að Víkurbraut 56. Aðstaða fyrir viðskiptavini og starfsfólk er nú öll önnur og betri. Við bjóðum viðskiptavini velkomna í nýja húsið með ósk um góð samskipti í framtíðinni. Vekjum einnig athygli á nýju símanúmeri: 92-68799 Bestu kveðjur Landsbanki íslands Banki ailra landsmanna

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.