Bæjarbót - 13.11.1987, Blaðsíða 5

Bæjarbót - 13.11.1987, Blaðsíða 5
Bæjarbót, óháð fréttablað 5 Úrvalsdeildarlið UMFG semur við Tryggingamiðstöðina og Flakkarann Úrvalsdeildarlið UMFG hefur gert auglýsingasamning við Tryggingamiðstöðina hf. og Flakkarann. Liðið auglýsir fyrir þessa aðila og mun gera svo í tvö ár. Auglýsa á búningum, í íþróttahúsinu og í leikjaskrá. Á myndinni er úrvalsdeildarliðið í nýju búningunum. Aftari röð f.v.: Ólafur Þ. Jóhannsson, Sveinbjörn Sigurðsson, Rúnar Árnason, Guðmundur Bragason, Eyjólfur Guðlaugsson, Hilmar Sveinbjörnsson og Jón Páll Haraldsson. Fremri röð f .v.: Brad Casey þjálfari, Friðrik Rúnarsson, Sveinbjörn Bjarnason, Vilmundur Sigurðs- son, Steinþór Helgason, Dagbjartur Willardsson og Oli Björn Björgvinsson. Á myndina vantar þá Hjálmar Hallgrímsson og Guðlaug Jónsson. 85 ára afmœli: Allir afkomendur samankomnir 12. september síðastliðinn varð Vilmundur Stefánsson bif- reiðastjóri frá Akri 85 ára. Kona hans var Marín Margrét Jónsdóttir frá Sjólyst. Hún lést 29. desember 1973. Þau eign- uðust 4 börn, barnabörnin eru orðin 12 og barnabarnabörnin eru 6. Vilmundur tók á móti gestum á heimili dóttur sinnar að Hvassahrauni 9, hér í bæ. Þar voru þessar myndir teknar af Vilmundi ásamt barnabörnum og barnabarnabörnum sínum. Vilmundur dvelur á Hrafnistu Reykjavík. Vilmundur Stefánsson Húseignir til sölu í Grindavík # Leynisbraut 5, 130 ferm. einbýlishús, ásamt 90 ferm. neðri hæð, bílskúrsréttur. Skipti á eign á Reykjavíkur- svæðinu. Verð: 4.200.000,- • Borgarhraun 8, 120 ferm. einbýlishús ásamt 50 ferm. bíl- skúr. Góð eign, góður staður. Verð: 3.650.000,- • Járn og byggingavöruverslun Kaupfélagsins við Víkur- braut. Eigið húsnæði. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni. # Litluvellir 16. Lítið raðhús ca. 60 ferm. Verð: 1.850.000,- • Höskuldarvellir 7. Raðhús 2 herb. og stofa. Ekki full- búið. Verð: Tilboð • Hvassahraun 3, 130 ferm. einbýlishús með 70 ferm. bíl- skúr. Góð eign. Skipti á fasteign á Reykjavíkursvæðinu. Verð: 4.000.000,- # Mánagata 5. Nýtískulegt einbýlishús á 3 pöllum ásamt 30 ferm. bílskúr. Góður staður. Verð: 3.650.000,- • Sökkull fyrir hús á tveimur hæðum við Glæsivelli. Verð: Tilboð # 3ja og 4 herb. íbúðir við: Ásbraut 5, Hellubraut 8, Sunnubraut 5 # Austurvegur 48, lítið einbýlishús. Ekkert áhvílandi, góð eign. # Heiðarhraun 52. 130 ferm. raðhús, ásamt bílskúr. Verð: 3.200.000,- • Parhús við Gerðavelli. 2 herb. og stofa. Verð: 2.100.000,- FASTEIGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA Hafnargötu 31 - Keflavík - Sími 13722 Elías Guömundsson, sölustjóri Ásbjörn Jónsson, lögfræöingur Frá byggingarnefnd Grunnskóla Grindavíkur Laugardaginn 14. nóv. verður nýbygging Grunn- skólans formlega afhent. Af því tilefni er öllum bæjarbúum boðið að skoða hið nýja húsnæði milli kl. 15.00 - 17.00. Byggingarnefnd Grunnskólans Þessar stúlkur héldu nýlega tombólu til styrktar Heimili aldr- aðra. Þær söfnuðu 880,10 krónum. Þær eru f.v. Arna Magnúsdóttir, Tinna Ragnarsdóttir og Aníta Ósk Ágústs- dóttir. Þetta er eitthvað fyrir þig! Verslunin SKEIFAN í Verslunarmiðstöðinni býður þig velkominn! * Rjúkandi kaffi á könnunni — og auðvitað kökur með Sae\gíet\ stiakW. K Ö1 ,\éttö\og gos’. * Bæjarins bestu samlokur, hamborgarar og pylsur * NÆTURSALAN! Föstudags- og laugardagskvöld er opið til kl. 2 á nóttunni! Líttu við! Síminn er 68760 * SKEIFAN - fyrir þig!

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.