Bæjarbót - 13.11.1987, Blaðsíða 10

Bæjarbót - 13.11.1987, Blaðsíða 10
10 Bæjarbót, óháð fréttablað Körfuboltinn á fullu: Hörkuleikir í úrvals- deildinni — UMFG liðið sterkara en andstæð- ingarnir gerðu ráð fyrir! Breiðablik-UMFG 56-57 Fyrsti útileikurinn í ár og áreiðanlega sá furðulegasti sem UMFG liðið hefur leikið fyrr og síðar. Fyrri hálfleikur var eðli- legur. Getumunurinn á liðunum kom fram og í hálfleik var stað- an 26-46 Grindavík í hag. Seinni hálfleikurinn er best gleymdur. UMFG skoraði aðeins 11 stig. Það hlýtur að vera íslandsmet í úrvalsdeild. Samt vann liðið leikinn! Úrslit 56-57. Hörmung- arleikur sem vonandi verður ekki endurtekinn. Stig UMFG: Guðmundur 15, Eyjólfur 14, Steinþór 10, Rúnar 8, Sveinbjörn 4, Dagbjartur 3, Ólafur 2 og Guðlaugur 1. Grindavík - Þór 87-70 Annar heimaleikurinn í ár. Aðsókn nokkuð góð eða rúm- lega 200 manns. Samkvæmt spám ýmissa spekinga er þessum liðum ætlað að verða í tveimur af þremur neðstu sætunum. Því var mikið í húfi fyrir heima- menn að vinna á heimavelli.v Fyrri hálfleikur gaf fyrirheit um baráttu til síðustu mínútu. Á 10. mín. var staðan 19-11, en Þór komst yfir 23-24 á 13. mín. í hálfleik var staðan 39-35 Grindavík í hag. Um miðjan seinni hálfleikinn urðu þáttaskil í leiknum. Grindavík skoraði þá grimmt og náði 20 stiga forystu 67-47. Sá munur hélst og loka- tölur urðu 87-70. Casey þjálfari skipti öllum sínum mönnum inn á og allir náðu þeir að skora! Af bakvörðunum var Guðlaugur langbestur, barðist vel og skoraði á mikilvægum augna- blikum. Rúnar og Guðmundur áttu líka góðan dag. í Þórsliðinu voru stigahæstir þeir Bjarni Öss- urarson 16, Jón Már Héðinsson 13 og Konráð Óskarsson með 12 stig. Stig UMFG: Guðmundur 19, Rúnar 16, Guðlaugur 11, Stein- þór 11, Dagbjartur 8, Hjálmar 6, Ólafur 6, Sveinbjörn 4, Eyjólfur 4 og Óli Björn 2. ÍBK - Grindavík 80-73 Það var auðséð í upphafi leiks að ÍBK gekk með sigurvissu til leiks. Til þess höfðu þeir enga ástæðu. Grindavík leiddi lengst af í fyrri hálfleik, mest vegna sterks varnarleiks og stórleiks Guðmundar Bragasonar, sem gerði 17 stig íhálfleiknum! Stað- an í hléi var 45-44 fyrir Grinda- vík. Gífurlegur barningur var all- an seinni hálfleikinn. Mistök á báða bóga og dómararnir létu sitt ekki eftir liggja í þeim efn- um. Nokkrar stöðu tölur: 49-49, 52-52, 60-57, 70-67, 75-71 og lokatökur urðu 80-73. Grinda- víkurliðið er baráttulið sem getur ógnað toppliðum deildar- innar hvenær sem er og getur Körfuboltinn: 34 leikir, 22 sigrar, 12 tapleikir — mjög góður árangur í Minni boltanum Minnibolti C-riðill. 31/10 í Grindavík: UMFG-b - KR-b 18-12 UMFG-b - Haukar-b 35-23 UMFG-b - ÍR-c 41-20 UMFG-b sigurvegari. Færist í B-riðil. Minnibolti A-riðill. 21/10-1/11 í Keflavík: UMFG-A - UMFN 34-23 UMFG-A - Valur 60-16 UMFG-A - ÍR-A 61-15 UMFG-A - Haukar-A 50-13 UMFG-A-ÍBK 32-28 UMFG-A sigurvegarar. Líklegir Is- landsmeistarar. 5. flokkur A-riðill. 17. og 18/10 í Keflavík: UMFG-Valur 33-34 UMFG-UMFN 35-19 UMFG-ÍBK 33-23 UMFG - Haukar 42-17 UMFG varð í 2. sæti. óhrætt sett stefnuna í efri hluta úrvalsdeildarinnar. Bestu menn ÍBK voru: Guðjón með 19, Jón Kr. með 18 og Hreinn með 14 stig. Stig UMFG: Guðmundur 21, Hjálmar 16, Rúnar 13, Steinþór 10, Eyjólfur 7 og Guðlaugur 6. Vítanýting 22:18 eða 81,8% sem er ágætt. 4. flokkur B-riðill. 31/10 -1/11 á Sauðárkróki: UMFG-UMFT 40-29 UMFG-KR 50-39 UMFG-ÍR 46-45 UMFG-ÍA 47-58 UMFG varð í 2. sæti. 3. flokkur karla A-riðill: 17. - 18/10 í Grindavík: UMFG-ÍBK 58-78 UMFG-KR 52-43 UMFG-Haukar 48-62 UMFG-Valur 64-68 UMFG varð í 4. sæti. 2. flokkur kvenna. 17. -18/10 í Njarðvík: UMFG-KR 23-14 UMFG-Haukar 39-38 UMFG-ÍR 34-30 UMFG-ÍBK 32-40 UMFG varð í 2. sæti. 3. flokkur kvenna. 31/10 -1/11 í Árbœjarskóla: UMFG-ÍBK 14-69 UMFG - IR 16- 4 UMFG-KR ' 40-25 UMFG-UMFN 22-16 UMFG-Vík.ÓI. 17-49 UMFG-Haukar 5-24 UMFG varð í 4. sæti. 2. flokkur karla: Haukar - UMFG 80 - 72 Meistaraflokkur kvenna. 1. deild: UMFG-Haukar 41-38 KR-UMFG 40-30 UMFG-ÍR 40-50 Hærri vextir Nafnáprentun Nýtt útlit Y firdr áttarheimild Launalán Bankakort -Kreditkort Hraðbanki .... og auðvitað margt á notalega persónulega þarfir í huga. Föst innlánsviðskipti við sparisjóðinn opna ýmsar leiðir. Við nefnum YFIRDRÁTTARHEIMILD allt að 50.000 kr. og LAUNALÁN allt að 250.000 kr. sam- kvæmt reglum sparisjóðsins. fleira. Svo bendum við afgreiðslu — með þínar SPARISJOÐURINN GRINDAVÍKURÚTIBÚ g FYRIR GRINDVÍKINGA SÍMINN ER 68733

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.