Bæjarbót - 13.11.1987, Blaðsíða 11

Bæjarbót - 13.11.1987, Blaðsíða 11
Bæjarbót, óháð fréttablað 11 Jón Gröndal skrifar: Af vettvangi bœjarstjórnar Stofnun ráðgjafa- nefndar um vatns- búskap á Suður- nesjum? Á aðalfundi SSS sem haldinn verður nú seinni hluta nóvember verður ugg- laust fjallað um drög að samþykktum fyrir Ráð- gjafanefnd um vatnsbú- skap á Suðurnesjum. Öll- um má vera ljós þýðing þess að skipulega sé gengið fram í nýtingu vatnsforða skag- ans okkar. Hér á eftir fer hluti af þessum samþykkt- um sem gæti gefið fólki hugmynd um hvað er hér á ferðinni. Verksvið ráðgjafanefndarinnar skal vera: 1) Láta í té umsögn um staðsetn- ingu nýrra vatnsbóla og segja fyrir um hámarksvatnstöku úr þeim. 2) Hafa eftirlit með og skrá vatnsborðsstöðu, vatnshita- stig, vatnsgæði og vatnsmagn í öllum vatnsbólum á svæðinu. 3) Safna upplýsingum um vatns- ból á Suöurnesjum, setja á kort staðsetningu þeirra og hæð yfir sjó. Einnig skal skrá upplýsingar um gerð vatnsból- anna, aldur og búnað tengdan þeim. 4) Gera tillögur um hvers konar mengunareftirlit og meng- unarvarnir vatnsforða Suður- nesja. 5) Gera tillögur um vatnsfrið- unarsvæði. 6) Láta í té umsögn um staðsetn- ingu vega, mannvirkja, fyrir- tækja og sorphauga, skolp- lagna, rotþróa og alls annars, sem líklegt er að mengunar- hætta stafi af. 7) Gera tillögur um nauðsynlegar athuganir og rannsóknir á sviði vatnafræði og vistfræði svæðisins. 8) Nefndinni er skylt að gera Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og öðrum þeim er málið varða tafarlaust viðvart, ef hún telur yfirvofandi hættu á mengun og tafarlausra aðgerða þörf. Ráðgjafarnefndin skal skipuð 11 mönnum og skipa sveitar- stjórnirnar einn mann hver, stjórn Hitaveitu Suðurnesja einn mann, Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja einn og Varnarmálaskrifstofan tvo. Skipa skal jafnmarga vara- menn. Nefndin skal skipuð til fjögurra ára í senn og hefst starfs- tímabil hennar 1. ágúst næstan eftir almennar sveitarstjórnar- kosningar og lýkur 31. júlí fjórum árum síðar. Félags- heimilið Fundur var haldinn í hús- nefnd félagsheimilisins þann 26. október. Formað- ur skýrði fjárhagsstöðu og skýrði frá því að engin nið- urfelling fengist á gjöldum til ríkisins, en þau námu alls um 2.027.000,00 um síðustu áramót. Aðrar lausaskuldir eru úr sögunni með milljón króna framlagi bæjarins. Samþykkt var að flýta endurbótum og ljúka þeim fyrir jólavertíðina í húsinu. Áætlaður kostn- aður er um 3.000.000 kr. Helmingur er til sem fram- lag frá bænum, en leitað hófanna með að fá mis- muninn lánaðan. Gert er ráð fyrir nýjum teppum gluggatjöldum, borðum og stólum. Einnig fjölgun bara. Gangvegir verða flísalagðir og gert kleift að loka alveg af upp- hækkun niðri og fá út tvo sali. Eldey hf. æskir aðild- ar bæjarins Undirbúnings stjórn út- gerðarfélagsins Eldeyjar hefur farið fram á það við bæjarstjórn að hún gerist hluthafi í félaginu. Hug- myndir eru upp frá for- svarsmönnum fyrirtækisins um að sveitarfélögin öll leggi 20 milljónir samtals í félagið eftir höfðatöluregl- unni. Hlutur Grindavíkur yrðu þá ca. 3.120.000. Fél- agið myndi svo greiða gjöld sín til sveitarfélaganna líka eftir höfðatölureglunni. Verður fróðlegt að sjá hvaða afstöðu bæjarstjórn tekur. Sjúkrahús Keflavíkur á hvínandi kúpunni Ólafur Björnsson, stjórnarformaður sagði frá því á fundi með sveitar- stjórnarmönnum að búið væri að ganga frá að S.K. fengi 38,3 milljónir greiddar frá ríkinu upp í 56 milljón kr. hallann frá ár- inu 1986 og fyrr. Hann sagði frá því að ráðuneytið hefði skipað vinnunefnd til þess að fara ofan í saum- ana á rekstrinum. Niður- staðan var síðan lögð fyrir Heilbrigðis- og Fjármála- ráðuneytið. Nefndin kom sér saman um að leggja til að greiddar yrðu 11 mill- jónir vegna skurðstofu, Mánagata 9 í Keflavík yrði greidd, 1 milljón í rekstrar- halla og 10-12 milljónir í ógreiddan vaxtakostnað vegna ársins 1986. Bæjarstjórn hefur ekki samþykkt sam- eiginlega innheimtu Á fundi bæjarstjórnar 8. október s.l. var samþykkt eftirfarandi: „Bæjarstjórn- in samþykkir að taka þátt í könnun á því, hvort æski- legt sé að koma á sameigin- legri innheimtu fyrir útsvar og skatta, sem hefji starf- rækslu í ársbyrjun 1988.“ Samþykktin talar sínu máli. Til öryggis var .bæjar- stjóri spurður hvort hann liti svo á að við værum að samþykkja sameiginlega innheimtu með þessari sam- þykkt. Bæjarstjóri fullviss- aði bæjarfulltrúa um að svo væri ekki. Hér væri aðeins um að ræða að taka þátt í hagkvæmnis athugun. Eftir væri að taka endanlega ákvörðun. Sundlaug Grindavíkur Höfum opnað Sundlaugina á ný eftir verulegar endurbætur. Opið sem hér segir: Mánudaga - föstudaga: Fyrir börn og unglinga. kl. 16.30 - 19.00 Fyrir fullorðna: kl. 19.00-21.00 Gufan er opin 19.00 - 21.00 Konur: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga Karlar: Þriðjudaga og fimmtudaga. iSund - Guíu Nuddpottu^ Sundlaug Grindavíkur heilsulind fyrir alla! Golf- klúbbur Suðurnesja sækir um styrk Golfsamband íslands hefur valið Golfklúbb Suð- urnesja til að halda Norður- landamót i golfi 1988. Golf- klúbbur Suðurnesja hefur aftur á móti óskað eftir myndarlegum styrk frá Grindavíkurbæ til að gera golfvöllinn í Leiru enn full- komnari. Nokkrir bæjar- fulltrúar hafa haft á orði að nær væri að styrkja okkar eigin golfvöll. nymynD Hafnargötu 90 Sími 11016 Myndatökur viö allra hæfi Tökum eftir gömlum myndum!

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.