Bæjarbót - 13.11.1987, Blaðsíða 12

Bæjarbót - 13.11.1987, Blaðsíða 12
SPAKMÆLI MÁNAÐARINS: Að verða gamall er ekkert annað en leiður ávani sem önnum kafið fólk hefur engan tíma til að tileinka sér. Bæjarbót er fyrst og fremst blað Grindvíkinga. Útgefandi er Flakkarinn — Bæjarbót. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Bjöm Birgisson. Afgreiðsla, ritstjórn, auglýsinga- og efnismóttaka er að Víkurbraut 19 og sími blaðsins er 68060. Bæjar- bót kemur út mánaðariega, í lok hvers mánaðar. Setning: Stapaprent. Prentun: Prentiðn Hafnarfirði. Blaðinu er dreift í hvert hús í Grindavík og í stórverslanir í Keflavík og Njarðvík. Einnig er það sent til áskrifenda, en íbúar á Suðurnesjum og um allt land geta fengið blaðið í áskrift. Áskriftarsími er 68060. Sparisjóðurinn: Margeir Guðmundsson ráðinn útibússtjóri í Grindavík — heimamaður ráðinn úr hópi fjögurra umsækjenda Margeir Guðmundsson, við- skiptafræðingur hefur verið ráðinn útibússtjóri Grindavík- urútibús Sparisjóðsins og tók hann við starfinu 2. nóvember síðast liðinn. Margeir er 27 ára innfæddur Grindvíkingur. Sonur hjónanna Guðfinnu Óskarsdóttur og Guðmundar ívarssonar húsa- smíðameistara. Hann lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1980. Að loknu stúdentsprófi réðst hann til starfa hjá Landsbanka íslands, Grindavíkurútibúinu. Þar var hann næstu þrjú árin, einkum í tölvudeild, við gagnaskráningu og fleira. Árið 1983 hélt Margeir til Bandaríkjanna til náms. Hann stundaði nám í Rockford College, skammt frá Chicago, og lagði þar stund á viðskipta- fræði. Hann útskrifaðist þaðan sl. vor og hafði nýráðið sig í vinnu þar ytra þegar útibús- stjórastaðan var auglýst. í stuttu Margeir Guðmundsson útibússtjóri. spjalli við blaðið sagði Margeir væri vel mönnuð, traust stofn- að sér litist mjög vel á að koma un, sem eftirsóknarvert væri að til þessa starfs. Sparisjóðurinn vinna hjá. Norðurlandaráð: MENGUN HAFSINS RÆDD Á fundi sínum í Stokkhólmi 15. okt. s.l. ákvað forsætis- nefnd Norðurlandaráðs að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu um hafsmengun. Ráðstefnan verður haldin í Kaupmannahöfn haustið 1989 og verður boðið til hennar þingmönnum frá mörg- um ríkjum í Evrópu og fulltrú- um alþjóðasamtaka. í september á síðastliðnu ári var haldin á vegum Norður- landaráðs ráðstefna um loft- mengun yfir landamæri. Þing- menn frá 16 löndum í Austur- og Vestur-Evrópu og fulltrúar tíu alþjóðasamtaka tóku þátt í ráðstefnunni. Nú heldur Norðurlandaráð áfram á sömu braut, en beinir að þessu sinni sjónum að meng- un sjávar. Markmiðið er að skilgreina og gefa yfirlit um orsakir mengun- ar hafsvæða, og skapa samstöðu Evrópu um frekari aðgerðir til þess að draga úr hafsmengun. (Fréttatilkynning) Ragnar Lar listmalan: Sýndi Grindavíkur- myndir í Festi — góð aðsókn og Ragnar Lár hélt sýningu á 23 vatnslitamyndum, allt Grinda- víkurmyndum, í Festi nú nýlega. Myndirnar voru allar málaðar í sumar, en Ragnar sagði í spjalli við blaðið að umhverfið hérna haft mjög sterk áhrif á sig, „verið eitthvað svo malerísk“ að hann ákvað að draga þau áhrif upp með penslunum. Aðsókn var mjög góð og Ragn- ar seldi um helming myndanna. Ragnar Lár hlaut sína mennt- un í Myndlistaskólanum. Var þar m.a. undir leiðsögn Sigurð- ar Sigurðssonar, Sverris Har- agæt sala aldssonar, Ásmundar Sveins- sonar og fleiri færra manna. Að námi loknu naut hann leiðsagn- ar Gunnars heitins Gunnars- sonar listmálara. Ragnar er, eins og margir íslenskir listamenn, sjóaður í atvinnulífinu. Hefur hann stundað sjóinn, verið blaðamaður og starfað að aug- lýsingateiknun. Síðustu sex árin hefur hann þó eingöngu lifað af list sinni. ,,Það er mest fyrir hvatningu konunnar minnar, Kristínar Pálsdóttur, að mér er það kleift“ sagði listamaðurinn Ragnar Lár. TARKETT — GÓLFPARKET Óskir nútíma mannsins úr heimi náttúrunnar. * * * * LAMELLA — PARKETT * * * * Allt parket full lakkað Golfteppi og Mottur Úrval initihurða! Hreinlætistæki: Gustafsberg IFO Villeroy & Boch Blöndunartæki: Grohe Damixa Danfoss Lyng Timbur - Spónaplötur - Krossviður -Steypustál Milliveggjaplötur - Sement Kaupfélagið Grindavík Víkurbraut 44 - Sími 68462 Hinar vinsœlu flísar frá Villeroy & Boch Nýjir litir - ný mynstur Sturtuklefar: Huppe Combac Járn & Skip v/Víkurbraut - Sími 11505

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.