Bæjarbót - 04.12.1987, Blaðsíða 1

Bæjarbót - 04.12.1987, Blaðsíða 1
Öháð fréttablað 6. árgangur - 4. desember 1987 - 11. tölublað Göngum í Kaupfélagið og vinnum saman, því Samvinnuhreyfingin sýnir mátt hinna mörgu. Kaupfélag Suðurnesja 20 skip seld burt af svœðinu: Brottseldur kvóti nemur alls um 16.300 tonnum — stofnun Eldeyjar stórhuga tilraun til að snúa öfug- þróuninni við Vikublaðið Fiskifréttir gerði nýlega könnun á sölu fiskiskipa frá Suðurnesjum sl. 5 ár (1982-1987). Bæjarbót birtir hér upplýsingar sem fram komu í könnuninni. Á ofangreindu tímabili voru 20 skip seld burt af Suðurnesj- um og núverandi botnfiskkvóti þessara skipa er tæp 18,000 tonn, í þorskígildum. Að auki voru 2 loðnubátar seldir burt. Hvað kom svo í staðinn? Þrjú skip. Harpa GK, Hafdís ÍS og Sigurborg AK. Kvóti þeirra er samtals tæp 1,700 tonn. Brott- seldur kvóti er því um 16,300 tonn! Brottseldu skipin eru: Gunn- jón GK, Dagstjarnan KE, Þór- katla IIGK, Gautur GK, Fjölnir GK, Erlingur GK, Heimir KE, Sveinborg GK, Helgi S. KE, Haffari GK, Pétur Ingi KE, Ólafur Ingi KE, Binni í Gröf KE, Hafrenningur GK, Jarl KE, Happasæll GK, Guðsteinn GK, Ingólfur GK, Gissur hvíti KE, Sandfell GK, auk loðnuskip- anna Guðmundar VE og Gígju VE. Kvóti þessara botnfisk- veiðiskipa samsvarar tæpum 18,000 tonnum þorskígilda í aflamarki. Það er m.a. í Ijósi þessara staðreynda sem aðilar í útgerð- inni og vinnslunni hér syðra ýttu hugmyndinni að Eldey hf. úr vör. Stóru og stæðilegu fyrir- tæki sem hefði bolmagn til að kaupa skip og gera þau út — frá Suðurnesjum. Straumhvörf í útgerðarmálum Suðurnesjamanna: Með stofnun Eldeyjar er vörn snúið i sókn þó þarf enn aukið hlutafé til stórátaka Frá stofnfundi Eldeyjar hf. Jón Norðfjörð flytur skýrslu undirbúningsnefndarinnar. Formlegur stofnfundur Eld- eyjar hf. var haldinn í Glaum- bergi í Keflavík sl. sunnudag að viðstöddum miklum fjölda fólks. M.a. voru þar þingmenn kjördæmisins, en þeir hafa lýst fullum stuðningi við félagið. Jón Norðfjörð rakti í stuttu máli aðdragandann að stofnun félagsins. Hann gat þess að víða væri mikið talað, t.d. um nauð- syn stofnunar Eldeyjar hf., en herslumun vanti oft þegar á hólminn væri komið. Hvatti hann menn til enn frekari dáða. Kjartan Jóhannsson alþingis- maður talaði fyrir hönd þing- manna kjördæmisins. Hann sagðist ekki sjá neina betri lausn á vanda sjávarútvegs á svæðinu en stofnun Eldeyjar hf. Þing- menn fögnuðu framtakinu og styddu með ráðum og dáð. Að lokinni kynningu á stofn- samningi og samþykktum fél- agsins var tilkynnt að á fund- inum hefðu verið staðfest hluta- fjárloforð fyrir 45,7 milljónir og að í farvatninu væru miklar fjárhæðir sem kæmu síðar. Upphaflega var stefnt að 100 milljóna króna hlutafé, en í fundarlok upplýsti Eiríkur Tómasson að stefnt yrði að 150 milljónum. Innlegg Óla Kr. Sigurðssonar, forstjóra Olís, vakti mikla athygli. Hann kvað sín fyrirtæki reiðubúin að leggja fram 5% hlutafjárins. Hann sagðist hafa óbilandi trú á vilja og getu Suðurnesjamanna í þessu máli, því legði hann í púkkið. Fyrsta stjórn Eldeyjar hf. var kjörin á fundinum. Hana skipa Jón Norðfjörð, Eiríkur Tómas- son, Sigurður Garðarsson, Guð- mundur Ingvarsson og Viðar Halldórsson. Varamenn eru Birgir Guðnason og Sigurbjörn Björnsson. Endurskoðendur eru Logi Þormóðsson og Karl Njálsson. Kaupfélagið byggir 0 bls. 2 Gengu of langt! 0 bls. 3 Neita að greiða vexti 0 bls. 4 Fyrsta Gjald- heimtan 0 bls. 5 Reykjanesið örfoka? 0 bls. 6 Varði meist- aratitilinn 0 bls. 7 „Á tíma- mótum“ 0 bls. 8 Nýr Skúmur 0 bls. 9 Stærri markaður 0 bls. 10 „Atvinnu- málin merkust“ 0 bls. 11 A

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.