Bæjarbót - 04.12.1987, Blaðsíða 3

Bæjarbót - 04.12.1987, Blaðsíða 3
Bæjarbót, óháð fréttablað 3 Róttækustu ,,sameiningartillögur‘‘ til þessa? Aðalfundurinn var feiminn við Gullvík hf Annast aðgerð á laxi til útflutnings r — Islandslax með slátrun l-2svar í viku hverri Að sögn Ágústu Gísladóttur í Gullvík er gert að laxi hjá fyrir- tækinu l-2svar í viku. Það er lax frá íslandslaxi á Stað, en síðan í maí hefur Gullvík annast aðgerð og pökkun á laxinum. Það eru 6-8 tonn sem slátrað er í viku hverri. Starfsmenn ís- landslax annast sjálfir slátrun- ina, en flytja síðan laxinn ísaðan í körum til þeirra i Gullvík. Þar fær hann svo nauðsynlega með- ferð, er síðan settur í pakkn- ingar til útflutnings. Laxinn er ýmist fluttur flug- leiðis til Ameríku eða með gám- um til meginlands Evrópu, t.d. Frakklands. Meðalvigt laxsins sem sendur er út er á bilinu 2,8-3,0 kg. og hækkar stöðugt, en minni fiskurinn fer á innan- landsmarkað. Af þessu skapast töluverð vinna í Gullvík, en fyrirtækið hefur einnig annast frágang á laxi fyrir Eldi hf, en í litluin mæli enn sem komið er. tillögurnar! — Jón Gröndal einn flutningsmanna Á aðalfundi SSS komu fram merkilegar tillögur frá lista og menningarnefnd. Aldrei áður hafa verið Iagðar fram tillögur á þessum vettvangi sem ganga lengra í sameiningarátt. Flutn- ingsmenn voru Jón Gröndal (reyndar yfirlýstur andstæð- ingur sameiningar!), Drífa Sig- fúsdóttir frá Keflavík, Guðjón Sigurbjörnsson frá Njarðvík, Hallgrímur Jóhannesson úr Höfnum og Ragnar K. Þor- grímsson úr Vatnsleysustrand- arhreppi. Fundurinn treysti sér ekki til að samþykkja þessar rót- tæku ,,sameiningartillögur“ og vísaði þeim til stjórnar SSS (til svefns sögðu sumir!). Hér koma svo tillögurnar. Menningarsjóður Það er álit starfshópsins að stofna veri Menningarsjóð Suðurnesja. Sjóðurinn yrði sameiginlegt verkefni allra sveit- arfélaga. Starfshópurinn leggur til að skipuð verði nefnd til að vinna að málinu og vilji sveitar- félaganna verði kannaður til málsins. Hópurinn telur fulla þörf á svona sjóði þar sem menningar- mál verða gjarnan hornrekur hjá sveitarstjórnum, ekki síst í ljósi fyrirhugaðrar verkaskipt- ingar ríkis og sveitarfélaga. Hlutverk hans yrði að styrkja viðleitni í menningarmálum, hvort heldur væri einstaklinga eða hópa. Hinum ýmsu list- greinum væri gert jafnhátt undir höfði. Bóka- og skjalasafn Starfshópurinn telur nauð- synlegt að komið verði á fót sameiginlegu safnhúsi fyrir Suð- urnesin í stað sjö misstóra bóka- safna sem flest öll búa við þröngan húsakost og fjárhag, með mjög takmörkuðum stækkunarmöguleikum í náinni framtíð. í þessu húsi verði m.a. lánaðar út bækur, snældur, plötur, myndverk o.fl. og verði safnið eitt af stærstu söfnum landsins. Safnhúsið þjóni hinum ýmsu byggðakjörnum m.a. með útibúum og bókabíl. Grunnskólar Starfshópurinn telur brýna nauðsyn á að stjórn S.S.S. skipi nefnd sem fari ofan í húsnæðis- þörf grunnskóla á Suður- nesjum. Nefndin skal raða framkvæmdum í forgangsröð og skili niðurstöðum til S.S.S. Sambandið kemur fram fyrir hönd sveitarfél. á Suðurnesjum í samningsviðræðum við ríkis- valdið um uppbyggingu grunn- skóla á svæðinu. Þannig sýna sveitarfélögin á Suðurnesjum best styrk sinn gagnvart ríkis- valdinu. Tónlistarskólar Starfshópurinn telur að kanna þurfi hug sveitarstjórna á Suðurnesjum um hvort ekki sé heppilegra að fella rekstur tón- listarskóla þeirra undir S.S.S. og reka sem einn skóla. Með því fyrirkomulagi verður frekar hægt að samnýta þekkingu tón- listarkennara hjá hinum ýmsu byggðakjörnum. Rekstur svæðisútvarps Starfshópurinn telur eðlilegt að hugað verði að útvarpsstöð fyrir Suðurnesin. Kæmi annað hvort til svæðisútvarp um dreifi- kerfi Ríkisútvarpsins eða sjálf- stæð stöð sem næði um Suður- nesin. Kostnaður þarf ekki að vera óhóflegur. Fisksala: Allur fiskur á markað? Miklar líkur eru nú taldar á því að allur fiskur Grindavíkur- báta fari í markað í vetur og þá auðvitað á Fiskmarkað Suður- nesja. Blaðinu er kunnugt um að þetta hefur verið rætt og samþykkt óformlega í röðum útgerðarmanna hér. Gjaldheimtan: Skref til sam- einingar? „Þetta er flýtir, valdaafsal og enn eitt skref til sameiningar“ sagði Jón Gröndal bæjarfulltrúi á aðalfundi SSS í umræðum um stofnun gjaldheimtunnar. Svo virtist sem hann væri einn um þessa skoðun, a.m.k. var ekki tekið undir hana á fundinum. BRAUT ERRÉTTUR STAÐUR FYRIR ÞIG! NÝTT — NÝTT! Allar nýjustu hljómplöturnar! Gos Léttöl Samlokur Snakk Filmur Hraðframköllun ís í vél Hamborgarar Dagblöð Tímarit Expresso-kaffi Cappu cino-kaffi SIMINNER 68722 GOTT A GOLFIÐ! DUKAR i» frá kr. 650 ferm. Ný mynstur og litir, og parketlíki frá TARKETT. Armstrong-dúkurinn — sem þarf ekki að líma. Er til í 2ja, 3ja og 4ra metra breiddum. & BOCtt * * * * * v\lU:R°v tXÍSAR nýkomnar níiklu úrvali’ ATH: Útvegum vana teppa- og dúklagningamenn fljótt og vel Kaupfélagið Grindavík Víkurbraut 44 - Sími 68462 TEPP' frákr. 590,-ferm TroðfuH teppadeiW af teppum á verði við BCTberteppu1 vinsælu- \>vsku Globus uHarteppin- Stigateppi- Renningar og dreglar. Járn & Skip v/Víkurbraut - Sími 11505

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.