Bæjarbót - 04.12.1987, Blaðsíða 8

Bæjarbót - 04.12.1987, Blaðsíða 8
8 Bæjarbót, óháð fréttablað Þorvaldur Ólafsson, stjómarformaður: , ,Iðnþróunarfélag Suðurnesja er á tímamótum“ — sameining við fjárfestingafélagið Athöfn hf. kemur til greina Á aðalfundi SSS flutti Þor- valdur Ólafsson iðnrekandi og stjórnarformaður Iðnþróunar- félags Suðurnesja ræðu þar sem hann fjallaði um I.S. í nútíð og fortíð. Það kunna að vera tíma- mót framundan hjá félaginu, eins og svo víða í atvinnulífinu. Hér koma glefsur úr ræðu Þor- valdar. „Félagið var stofnað að frumkvæði atvinnumálanefnda sveitarfélaganna í apríl 1984. Markmið þess er að stuðla að eflingu atvinnulífsins á Suður- nesjum. Hvernig hefur svo verið stað- ið að málum? Haldin hefur verið fjöldi námskeiða um stofnun og rekst- ur fyrirtækja. Félagið hefur aðstoðað mörg fyrirtæki við gerð umsókna í hina ýmsu fjárfestingasjóði landsins. Það hefur aðstoðað fyrirtæki hér á svæðinu við gerð markaðs- og söluáætlana og við endur- skipulagningu og hefur stuðlað að stofnun nýrra fyrirtækja. Félagið hefur árlega haldið námskeið í Grunnskólum Kefla- víkur og Njarðvíkur um rekstur fyrirtækja. í dag eru verkefnin helst þessi: Nýlokið er stóru námskeiði fyrir stjórnendur fyrirtækja, sem bar nafnið „Framfarasókn fyrir- tækja“. Námskeiðið stóð nokkrar helgar og fjallaði um stefnumörkun, stjórnun, vöru- þróun og markaðssókn. Einnig er í gangi þróunarverkefni fyrir Keflavík og Njarðvík. Verkefn- ið er tímabundið og er stjórnað af sérstakri verkefnastjórn.“ Síðar í ræðunni sagði Þor- valdur: „Ef form félagsins væri hlutafélag þá er ljóst að hægt er að ná meiri fjármunum til fél- agsins, til að styrkja starfsem- ina. Mun auðveldara er fyrir sveitarfélög, fyrirtæki og ein- staklinga að kaupa hlutabréf í I.S., sem yrði þá eign aðilanna, heldur en að fá í hendur kvittun fyrir félagsgjöldum og styrkj- um, sem er hreinn og beinn kostnaður. Hugmyndin var sú að aðeins lítill hluti af hlutafénu yrði notaður til eigin rekstrar, heldur yrði það ávaxtað á annan arðbæran hátt og síðar yrði hluthöfum greiddur arður af hlutafénu. Starfsemin yrði fjármögnuð af tekjum vegna verkefna og hinu árlega ríkisframlagi til I.S. Á aðalfundi I.S. 25. júní 1987 var samþykkt tillaga þess efnis að meta og undirbúa formbreyt- ingar félagsins í hlutafélag. Að þessum málum hefur stjórnin unnið. í október s.l. barst félaginu bréf frá hlutafélaginu Athöfn um viðræður varðandi samein- ingu Iðnþróunarfélagsins og Athafnar hf. Sem kunnugt er var Fjárfest- ingarfélagið Athöfn hf. stofnað í nóvember 1986. Tilgangur þess var m.a. að beita sér fyrir bygg- ingu Heilsuhótels við Svarts- Þorvaldur Ólafsson stjórnarfor- maður I.S. engi, sem að mínu mati á mikla framtíð fyrir sér.“ Að lokinni ræðu Þorvaldar var hann spurður hver væri hans framtíðarsýn varðandi Iðnþró- unarfélagið. „Ég vil sjá traust félag í eign sveitarfélaga, verkalýðsfélaga, fyrirtækja og einstaklinga. Félag sem getur haldið uppi ráð- gjafaþjónustu, sem tekur bæði til tækni og fjármálaráðgjafar. Félag sem yrði fjárfestingarfélag jáfnframt og tekur virkan þátt í stofnun og stjórnun þeirra fyrir- tækja sem það á aðild að.“ Fyrirtækjaskrá fyriröll Suðurnes Nú stendur yfir söfnun fyrir- tækja og félaga í eina heildar- skrá fyrir Suðurnesin. í skránni mun verða að finna upplýsingar um atvinnulífið og þróun þess að myndrænu formi, götukort af einstökum bæjum og aðrar upplýsingar. Höfuðuppistaðan í þessari skrá verða upplýsingar um fyrir- tæki og félag á Suðurnesjum. Markmiðið með þessu er að stuðla að því að íbúar á Suður- nesjum viti meira um þá þjón- ustu sem hér er í boði á einstaka stöðum og viti meira um fram- leiðsluvörur og starfsemi ein- stakra fyrirtækja og félaga. Það er Iðnþróunarfélag Suðurnesja sem stendur að ÍMm GRÓFIN 7 KEFLAVÍK SÍMI 11950 * Bílasprautun Réttingar Litablöndun Efnissala Nordsjö málningarvörur þessu verkefni og er fyrirhugað að gefa út þessa svokölluðu fyr- irtækjaskrá í 10.000 eintökum sem dreift verður endurgjalds- laust í hvert hús hér á Suðurnesj- um og víðar. Iðnþróunarfélagið á Austur- landi stóð að útgáfu af sam- bærilegri skrá fyrir Austurland og var þátttakan um 95%. Skráin verður í snyrtilegu bandi og verður eiguleg. Eftir að hún er komin út, sem verður skömmu eftir áramót, verður gert átak í að kynna almenningi skránna og fólki kennt að fletta upp í henni og nota hana. Þátttökufyrirtækin greiða fyrir þátttökuna í skránni og verður verðlagi stillt þannig í hóf að enginn getur neitað þátt- töku af þeim sökum. Fyrir 3 dálksentimetra greiðist 4.500 kr. og fyrir hvern sentimetra um- fram kr. 1.000. Flest fyrirtæki munu því aðeins þurfa að greiða grunngjaldið. Það er í lagi að nefna það að það er næstum helmingi ódýrara að taka þátt í skránni á Suður- nesjum en fyrir austan. Ástæð an er einfaldlega sú að auðveld- ara er að safna upplýsingum og prentun, litgreining og bókband verður boðið út. Vinsamlegast takið fólki frá Iðnþróunarfélaginu vel þegar það býður ykkur þátttöku. Jón E. Unndórsson. Halló! Halló! Okkur vantar húsgögn í Kvennó (sem við köllum nú ÞRUMUNA!). Pullur, sófar, koddar — margt kemur til greina. Ekki henda því gamla! Kannski getum við notað það! Hafið samband við skólann í símum 68555 eða 68020. Kærar kveðjur, Nemendaráð, Grunnskóla Grindavíkur. Fjölbrautaskóli Suðurnesja Innritun á vorönn 1988 Innritun nýnema á vorönn 1988 er hafin og lýkur 10. desember. Innritun fer fram á skrifstofu skólans og skulu umsækjendur leggja með umsókn staðfest eintak af grunn- skólaprófi ásamt kr. 1.000 í staðfestingar- gjald. Skólameistari SJUKRALIÐANAM Vakin er athygli á því að FS í samstarfi við Sjúkrahús og heilsugæslustöð Suðurnesja hefur fengið heimild til að brautskrá sjúkra- liða. Námsbraut sjúkraliða verður starfrækt á vorönn 1988 ef næg þátttaka fæst. Umsækjendur skulu hafa lokið námi af tveggja ára heilsugæslubraut. Umsóknum skal skila á skrifstofu skólans fyrir 10. desember 1987. SkÓlamelstari VÉLSTJÓRNARNÁM Vakin er athygli á því að vélstjórnarbraut FS hefur verið endurskipulögð. Á vorönn 1988 geta nemendur skráð sig til 1. stigs vél- stjórnarnáms (vélavarðarnám) sem tekur 1 önn eða 2. stigs vélstjórnarnáms sem tekur 4 annir. Innritun lýkur 10. desember 1987. Skólameistari ^ MEISTARASKÓLI Meistaraskóli byggingarmanna (1. önn) verður starfræktur á vorönn 1988 ef næg þátttaka fæst. Umsóknum skal skilað á skrifstofu skól- ans fyrir 10. desember n.k. ásamt staðfestu ljósriti af sveinsprófi. Skólameistari Jólablaðið kemur út 18. desember. Þeir sem vilja koma að auglýsingum eða jólakveðjum eru beðnir að hafa samband við blaðið. — Síminn er 68060.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.