Bæjarbót - 18.12.1987, Blaðsíða 2

Bæjarbót - 18.12.1987, Blaðsíða 2
2 Bæjarbót, óháð fréttablað Aðalfundur SSS: — íþrótta- og œskulýðsmál: Er raunhæft að stefna að gerfigras- velli? Þeirri hugmynd var hreyft á fundinum — tillögur um aukna samvinnu Aðalfundur S.S.S. haldinn í Keflavík 27. og 28. nóvember 1987 fagnar því átaki og fram- þróun sem orðið hefur á Suður- nesjum í íþrótta- og æskulýðs- málum á undanförnum árum. Má í því sambandi benda á að á árunum 1981-1983 jókst fram- lag bæjarfélaga á Suðurnesjum til félagsstarfsemi úr 1,19% í 3,52% miðað við niðurstöðútöl- ur rekstrarreikninga og er þá miðað við hæstu prósentutölu bæði árin. Ætla má að á þeim tíma sem liðinn er síðan þá hafi framlag bæjar- og sveitarfélaga til félagsstarfsemi frekar aukist en minnkað og er það vel. En betur má ef duga skal og vill starfshópur um íþrótta- og æskulýðsmál benda á nokkur atriði sem auðveldað gætu ein- stökum bæjar- og sveitar- félögum að auka framlag sitt til þessara mála. 1. Aðalfundurinn samþykkir að hlúa beri að öllu æsku- lýðsstarfi á svæðinu, hverju nafni sem það nefnist, svo framarlega sem sýnt þykir að það skili einhverjum árangri. 2. Samnýting íþróttamann- virkja í skólaíþróttum er fýsi- legur kostur þar sem upp- bygging slíkra mannvirkja er bæði tímafrek og kostnaðar- söm og myndi verða ofviða smærri sveitarfélögum á svæðinu. Aðalfundurinn vill því hvetja sveitarfélögin til samstarfs á þessu sviði þar sem því verður við komið. Öll önnur samnýting íþrótta- mannvirkja væri til fyrir- myndar. 3. íþróttastarfsemi íþrótta- félaga og áhugi almennings á líkamsrækt og hreyfingu hefur aukist undanfarin ár og fer sífellt vaxandi. Er því tími til kominn að huga að sam- eiginlegri byggingu æfinga- og keppnishúsnæðis fyrir íþróttafélögin þar sem aðstaða þeirra til starfsemi sinnar er nú orðin of litil á flestum stöðum ef ekki öllum þó svo að þau hafi forgang um alla tíma í þeim íþrótta- húsum sem fyrir eru nú þegar. Slík framkvæmd myndi létta mjög á þeim hús- um sem fyrir eru og veita þannig almenningi meiri aðgang að iþróttahúsunum en nú er. Sameiginleg upp- bygging gervigrasvallar er kannski fjarlægur draumur hjá flestum en að okkar mati er orðið tímabært að athuga þann möguleika. 4. Mikið hefur borið á ásókn unglinga undir lögaldri að skemmtistöðum og vínveit- ingahúsum hér á svæðinu sem annarsstaðar. Segja má að aðstaða unglinga 15 ára og yngri til almennrar félagsstarfsemi sé í nokkuð góðu lagi. Aftur á móti hefur 16-20 ára aldurshópurinn orðið að miklu leyti útundan í uppbyggingu þeirrar starf- semi sem hér um ræðir og er vel við hæfi að sveitarfélögin taki þann hóp með í reikning- inn við áframhaldandi upp- byggingu almenns félags- starfs á svæðinu. 5. Aðalfundurinn samþykkir að beina því til stjórnar S.S.S. að hún beiti sér fyrir aukinni samvinnu sveitarfél- aganna á sviði æskulýðs- og íþróttamála. 6. Að lokum hvetur aðalfund- urinn til aukinnar samvinnu um samgöngumál sem bæta mætti t.d. með föstum stræt- isvagnaferðum svo að auð- veldara verði fyrir íbúa byggðarlaganna að sækja það tómstundastarf sem á boðstólum er. VERSLUM HEIMA Lykillinn að verðmæta- aukningunni liggur hjá góðu starfsfólki Sendum Grindi/íkingum jóla og nýárs kvedjur. r Utgerðarmenn í Grindavík Sjúkrahús Keflavíkurlæknis héraðs og Heilsugæslustöð Suðurnesja Oskar Grindvíkingum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs með þökk fyrir árið sem er að líða. Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla árs og friðar. Þökkum viöskiptin á liönum árum. Brunabótafélag íslands Umboðsmaður Svavar Árnason, sími 68040 *

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.