Bæjarbót - 18.12.1987, Blaðsíða 7

Bæjarbót - 18.12.1987, Blaðsíða 7
Bæjarbót, óháð fréttablað 7 Aðventukvöld og jólafundur: Jólin eru á næsta leiti! Jólunum fylgir alltaf viss stemmning, sem fólk byggir jafnt og þétt upp allan desem- bermánuð. Fyrsta sunnudag í aðventu var aðventukvöld í kirkjunni og þangað mætti fjöldi manns. A dagskránni var m.a. helgileikur, sem nokkur ungmenni fluttu, söngur Samkórs Grindavíkur og Suðurnes: Lyfjakostn- aður mestur í Keflavík Magnús Jónsson lyfsali hafði samband við blaðið vegna upp- lýsinga sem fram komu í Víkur- fréttum í síðustu viku varðandi lyfjakostnað. Þar var sagt að á Suðurnesjum hefðu Grindvík- ingar eytt mestum peningum í lyf í fyrra eða 4.947 kr. á mann. Magnús sagði réttu töluna fyrir Grindavík vera 4.133 kr. Mestur lyfjakostnaður væri hins vegar í Keflavík á sama tíma eða 4.304 kr. á mann. Á landinu fór mest í lyfin á Ólafsfirði 5.959 kr., en lands- meðaltal er 4.369 kr. á mann. kirkjukórsins og fleira. Styrktarfélag aldraðra var svo með árlegan jólafund sinn fyrir eldri borgarana í safnaðarheim- ilinu í lok síðustu viku. Þar var boðið upp á veitingar og dag- skrá í fallega skreyttum salnum. Margrét Sighvatsdóttir söng við undirleik Svavars Árnasonar, Aðalbjörg Þorvaldsdóttir, Ólafía Sveinsdóttir, Gerða Hammer og Agnes Arnadóttir lásu upp og Sigurrós Einars- Ungmenni flytja helgileik í kirkjunni. dóttir söng við undirleik móður sinnar Svanhvítar Hallgríms- dóttur. Alls voru þarna um 50 manns, en mestur þungi undir- búningsins hvíldi á Kristínu Bárðardóttur formanni undir- búningsnefndarinnar. Grindavíkurkirkja: Dagskráin fyrir og um hátíðimar 1987 FÖSTUDAGUR 18. DES.: Jólafundur æskulýðsstarfsins kl. 20.30 SUNNUDAGUR 20. DES.: Barnasamkoma kl. 11.00 AÐFANGADAGUR JÓLA: Aftansöngur kl. 18.00 Guðsþjónusta á jólanótt kl. 23.30 JÓLADAGUR: Hátíðarmessa kl. 14.00 GAMLÁRSDAGUR: Aftansöngur kl. 18.00 NÝÁRSDAGUR: Hátíðarmessa kl. 14.00 HITAVEITA SUÐURNESJA Suðumesjamenn! Óskum öllum samstarfsmönnum og viðskiptavinum okkará Suður- nesjum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Þökkum samstarfog viðskipti á liðnum árum. HITAVEITA SUÐURNESJA BREKKUSTÍG 36 NJARÐVÍK SÍMI 15200 Mest seldi ilmurinn í Frakklandi í dag. Nú einnig fyrir íslenskar konur.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.