Bæjarbót - 18.12.1987, Blaðsíða 10

Bæjarbót - 18.12.1987, Blaðsíða 10
10 Bæjarbót, óháð fréttablað Jón Gröndal skrifar: Af vettvangi bœjarstjómar Fjármögnun heilsu- gœslu í Grindavík: Stjórn Heilsu- gæslu Suð- urnesja leit- ar nýrra leiða Stjórn Heilsugæslu Suðurnesja hefur óskað eftir því við Heilbrigðis- ráðuneyti, Fjármálaráðu- neyti og fjárveitinganefnd Alþingis að þessir aðilar komi inn í fjárlög fyrir 1988 ákvæði sem heimili lántöku til kaupa á húsi fyrir heilsu- gæslu í Grindavík. Fyrir þessu eru mörg fordæmi. í nýjustu fjárlagadrögum er ekki að finna krónu til Heilsugæslu í Grindavík enda var fyrri fjárveiting upp á kr. 200.000 ekki nýtt. Þetta er örþrifaráð til að þoka byggingunni áfram. Eins og greint var frá í síðasta blaði hafnaði heil- brigðisráðuneytið hug- myndum um að vaxta- kostnaður sem til yrði stofnað vegna lántöku fyrir heilugæslu í Grindavík yrði metinn sem byggingakostn- aður. Bæjarfulltrúar fjöl- menntu nýverið á fund með Alþingismönnum kjör- dæmisins til að ýta á þetta mál. Bæjarstjórn fagnar samþykkt stjórnar HSS og lýsir fullum stuðningi við hana. Skorar hún á þing- menn kjördæmisins að sjá til þess að samþykkt HSS komist í fjárlög fyrir næsta ár. Jólagjöf til bæjar- starfsmanna Bæjarstjórn hefur sam- þykkt að tvöfalda samn- ingsbundinn jólabónus starfsmanna bæjarins. Er um að ræða u.þ.b. 10.000 kr. á mann. Um leið vill bæjarstjórn þakka starfs- fólki bæjarins góð störf á liðnu ári og óska þeim gleðilegra jóla. Minningar- skildir um drukknaða menn á styttuna? Nokkrar umræður hafa orðið í bæjarstjórn um hvort eða hvernig eigi að verða við óskum fólks um uppsetningu minningar- skjalda um drukknaða menn. Bæjarstjórn sam- þykkti að leita til sóknar- prests og Ragnars Kjartans- sonar myndhöggvara um það hvernig minningar sköldum verði best fyrir komið. Einnig var rætt um nauðsyn þess að gera um- hverfi styttunnar fallegra og skapa fólki aðstöðu til að leggja blóm og kerti við minnisvarðann. Olís hefur sótt um lóðina númer 68 við Víkurbraut. Hún er staðsett fyrir ofan Verslunarmiðstöðina. Þar á að rísa glæsileg þjónustu- miðstöð með smurstöð, dekkjaverkstæði og annari þjónustu við bíleigendur, auk bensínsölu. Jákvæðar umsagnir liggja fyrir frá Skipulagi Ríkisins, brunamálastofn- un og Heilbrigðisnefnd. Olís mun kosta holræsi að næsta húsi og fái endur- Nýr meirihluti myndaðist í bæjarstjórn við afgreiðslu á tillögu um þátttöku í Eldey hf. Forseti bæjar- stjórnar, Bjarni Andrésson, bar upp tillögu um að bær- inn gengi inn í fyrirtækið og gerðist hluthafi. Miklar umræður urðu um tillög- una, sem að lokum var felld með 4 atkvæðum gegn 3. Fasteigna- mat hækk- ar um 34% milli ára Bæjarstjórn hefur sam- þykkt að álagning fast- eignaskatts 1988 verði 1% og 1/2% af íbúðarhúsum. Sorphreinsigjald verði kr. 1.100,- á íbúð. Gjaldendur 67 ára fái niðurfellingu á fasteigna- skatti allt að kr. 8.600,- og bætast kr. 2.200,- við þá upphæð fyrir hvert aldurs- ár til 75 ára aldurs, en þá fellur skatturinn niður að fullu. Aldur miðast við 31. des. 1987. 75% öryrkjar fái niður- fellingu á fasteignaskatti að fullu. Gjalddagar fasteigna- gjalda á næsta ári verða 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl og 15. maí. greiðslu þegar það nýtist öðrum. Ætlun Olís manna er að reka áfram þá bensín- stöð sem fyrir er á daginn. Bygginganefnd vildi að gamla lóðin á Hafnargötu 7 yrði rýmd innan 3 ára eða svo fljótt sem ný bygging er risin. Bæjarstjórn féllst ekki á þetta, en samþykkti að þegar rekstri bensín- stöðvarinnar á Hafnargötu yrði hætt rynni lóðin bóta- laust til bæjarins. Engin tímamörk voru sett. Nýi meirihlutinn sem felldi tillöguna eru þeir Eðvarð Júlíusson og Guðmundur Kristjánsson frá Sjálf- stæðisflokki, Halldór Ingvason frá Framsókn og Magnús Ólafsson frá Al- þýðuflokki. Bjarni, Jón og Kjartan mynda nýjan minnihluta! Nýjar reglur um greiðslu dagvistunar Bæjarstjórnin hefur sam- þykkt að greiða fyrir gæslu barna hjá viðurkenndum dagmæðrum fyrir hvern dag Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt að þegar í stað skuli farið af stað með að skipuleggja Svartsengis- svæðið. Það er orðið aðkallandi að skipuleggja þannig: 0-8 mán. kr. 4.000,- 8 mánaða til 2 ára kr. 3.000,- 2-6 ára kr. 2.000,- Endurgreiðslan hækki til samræmis við hækkun dag- vistargjalda. Ekki fæst end- urgreitt fyrir börn sem eru á leikskóla bæjarins. Ofan- greint tekur gildi 1. janúar 1988. svæðið vegna áhuga manna á framkvæmdum þar. Deiliskipulag er forsenda þess að hægt sé að bjóða lóðir hvort heldur er til iðn- aðar eða hótelreksturs. Gámaþjónusta Grindavíkur í tilraunaskyni hafa gámar verið settir niður norður af blokkunum við Heiðarhraun fyr- ir úrgang frá heimilum. Járngámurinn er opinn. Hann er bara fyrir járn. Ruslagámurinn er lokaður. Hann er bara fyrir brennanlegt rusl. Notið sorphreinsibílinn. Með því að setja úrgang í sorppoka með réttum frágangi má spara gámana. Snyrtileg umgengni eftir settum reglum er eina skilyrði þess að tilraunin takist. Svo einfalt er það. Grindavík 4. des. 1987 Bæjartæknifræðingur. Símaskrá 1988 Leiðréttingar og breytingar í síma- skrá 1988 þurfa að berast fyrir 31. desember n.k. Stöðvarstjóri Ný þjónustumiðstöð Olíufélaganna rís Grindavíkurbær ekki með í Eldey hf. Svartsengissvæðið skipulagt ASTOFAN VÖR s 68570 fyrir alla fjölskylduna 'T' \ RjÓDUMl~n maF \

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.