Bæjarbót - 18.12.1987, Blaðsíða 20

Bæjarbót - 18.12.1987, Blaðsíða 20
20 Bæjarbót, óháð fréttablað Bœjarbót íLiverpool og á Anfield Road-leikvangi Liverpool F.C.: „Svarnir fjendur meðan á leik stendur, en vinir fótboltans og Liverpool-borgar að leik loknuin“ — ógleymanlegt að heimsækja Liverpool, háborg knattspyrnunn- ar og poppsins hér á árum áður Greinarhöfundur, Guðni Ölversson, í aðalhliðinu á Anfield Road. Yfirskriftin er ,,You will never walk alone“. Þú munt aldrei ganga einsamall - ef þú ert Liverpoolmegin í lífinu! Laugardaginn 31. októher lagði ég af stað til knattspyrnu- og Bítlaborgarinnar Liverpool í Englandi ásamt konu minni og öðrum hjónum héðan úr sveit- inni. Tilgangur ferðarinnar var einkum að fara og horfa á knatt- spyrnuleik milli Liverpool og Everton, knattspyrnustórveld- anna tveggja frá Liverpool, sem fram fór sunnudaginn 1. nóvember og einnig að koma á fornar Bítlaslóðir. Ferðalag þetta kom flestu fólki sem ég þekki mjög spánskt fyrir sjónir, því venjan er sú að íslenskt fólk heimsæki einkum London og Glasgow í verslunarerindum, þegar það gistir breska grund. Ég hef nefnilega haldið því leyndu sem mannsmorði að ég er pínulítill aðdáandi Liverpool F.C. og Bítlanna blessaðra (það er hér með upplýst), en ekki aðdáandi breskra verslunareig- enda. Þess vegna fór ég til Liver- pool. Haldið til Liverpool Við flugum með Flugleiðum til Heathrow flugvallar við London og fórum þaðan með neðanjarðarlest til járnbrautar- stöðvar þeirrar í London þaðan sem við gátum tekið lest norður til Liverpool. Ferðalagið þangað tekur u.þ.b. 2Vi klst. Vorum við komin þangað milli kl. 5 og 6 og var þá slappað af á Adelfi hótel- inu, því sama og Bítlarnir gistu jafnan á, eftir að þeir urðu frægir, þegar þeir voru í Liver- pool. Um kvöldið var svo farið á kínverskan matsölustað, sem við hjónin höfðum fundið í fyrra þegar við fórum í sams- konar ferð. Sunnudagsmorguninn var tekinn nokkuð snemma og uppúr kl. 10 var farið með leigu- bíl til Anfield-Road knatt- spyrnuvallar Liverpool. Aðeins ég átti pantaðan miða og uppselt var á þennan leik strax í ágúst- mánuði. Þegar ég fór að nálgast miðann minn, sem gilti í blaða- mannastúkunni, sá starfsmaður einn að við vorum 4 saman en aðeins 1 miði til taks. Þegar við höfðum spjallað við hann um stund sá hann að við svo búið mátti ekki sitja og hafði hann samband við sjálfan Peter Robinson, ritara félagsins, og sagði honum hvernig komið væri. Robinson hafði þegar í stað samband við Mrs. Peggy, sem er stjórnandi miðasölu- deildarinnar á Anfield og sagði henni að útvega þessu fólki miða strax hvernig sem hún færi að því! Þessi gæðakona á sjötugs- aldri bjargaði málinu með því að láta okkur fá miða í stjórnar- Götulífið skrautlegt Þegar allir höfðu fengið miða fórum við í gönguferð um hverf- ið þar sem bæði Liverpool og Everton hafa aðsetur, en það er aðeins um 5-10 mín. gangur um lystigarð einn á milli valla þess- ara ,,erkifjenda.“ Veruleg stemmning var fyrir þessum leik eins og jafnan allra þar sem Liv- erpool er að keppa. Þúsundir manna voru á vappi þarna skreyttir litum og merkjum sinna félaga og voru menn ósparir á stóru orðin um það hverjir væru bestir. Nú eru áhangendur Liverpool aftur farnir að taka sér í munn þau frægu orð Bill Shanklys, fyrr- verandi framkvæmdastjóra fél- agsins, að aðeins væru tvö góð lið í Liverpoolborg þ.e. Liver- stúkunni. Því væri bæði synd og skömm að segja að ekki hefði verið tekið vel á móti okkur í höfuðstöðvum knattspyrnustór- veldisins. pool og varalið þess. Þetta kunna Everton aðdáendur alls ekki að meta enda Everton nú- verandi Englandsmeistarar. Minjagripasalar höfðu í nógu að snúast þennan sunnudag og buðu upp á hatta og húfur, trefla, plaköt og allskyns gripi aðra í rauðum og bláum litum þessara félaga. Eftir því sem nær dró leiknum fjölgaði fólk- inu og var troðningurinn og hávaðinn orðinn æði mikill klukkustundirnar fyrir leik en hann hófst kl. 15.05. Við forð- uðum okkur úr þvögunni fyrir utan á okkar stað í stúkuna upp úr kl. 14.00. Ég í blaðamanna- stúkuna og hin í gestastúkuna. Þar voru mörg mikilmenni knattspyrnunnar á Englandi Borgin er falleg og áhugaverð að skoða hana. Hér er göngugata í miðborginni. Götulífið er æði skrautlegt rétt fyrir stórleiki í Liverpool.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.