Bæjarbót - 18.12.1987, Blaðsíða 23

Bæjarbót - 18.12.1987, Blaðsíða 23
Bæjarbót, óháð fréttablað 23 Aðalfundur SSS1987 — Sameiningarmál: Áfram unnið að kynningu málsins — nýjar tillögur fyrir maí 1988 Aðalfundur S.S.S. haldinn á Glóðinni 27. - 28. nóvember 1987 samþykkir að framlengja starfstíma sameiningarnefndar og skal hún vinna samkvæmt 1. lið samþykktar fyrir nefndina frá síðasta aðalfundi, með áorðnum breytingum. Hlutverk nefndarinnar verði meðal annars: 1. Nefndin skal vinna að kynn- ingu sameiningar sveitar- félaga á meðal almennings á Suðurnesjum, m.a. með út- gáfu kynningarbæklings og að kynna skýrslu Hagvangs í fjölmiðlum. 2. Nefndin skal vinna áfram að úrvinnslu gagna er varða sameininguna. 3. Nefndin skal í samráði við stjórn S.S.S. halda almennan fund með sveitarstjórnar- mönnum eigi síðar en í apríl- mánuði 1988, þar sem fjallað verði um sameininguna frá sem flestum hliðum. 4. Nefndin skal skila af sér störfum fyrir fund stjórnar S.S.S. í maímánuði 1988, með tillögu á hvern hátt verði staðið að framhaldsaðgerð- um í sameiningarmálum. Ahersla lögð á upp- græðslu á skaganum — Tillögur um umhverfismál á svæð inu — úr vörn í sókn Aðalfundur S.S.S. haldinn í Keflavík 27. og 28. nóvember 1987 er ánægður með það átak og vakningu, sem átt hefur sér stað í umhverfismálum hér á Suðurnesjum á umliðnum árum, en betur má ef duga skal, ef við ætlum okkur að halda uppi menningarlegu og fögru mannlífi hér á Suðurnesjum um ókomin ár þá verðum við að sinna umhverfis og fegrunar- málum enn betur en gert hefur verið. 1. Halda áfram uppgræðslu Reykjanesskaga með skipu- lögðum og markvissum hætti, til að fyrirbyggja enn frekari gróðureyðingu og landbrot. 2. Huga þarf að uppgræðslu svæða, og aðkomuleiðum að byggðarkjörnum. Hvetja þarf einstaklinga og fyrir- tækjaeigendur til að bæta umhverfi húsa og fyrirtækja sinna. 3. Skógræktarátak á vegum, eða að frumkvæði sveitarfél- aga t.d. með samvinnu við skóla og félagasamtök á hverjum stað. Æskilegt væri að skipuleggja einn góðan skrúðgarð fyrir allar Suður- nesjabyggðir, þar sem við gætum haft góða aðstöðu til útivistar sem byði íbúum og ferðamönnum upp á nota- lega og góða aðstöðu til úti- vistar. 4. Aðalfundurinn leggur til að umhverfisnefndir allra sveit- arfélaga á Suðurnesjum hitt- ist árlega eða oftar eftir þörf- um til að samræma átak í umhverfis og fegrunar- málum. Athugað verði að ráða einn garðyrkju- og umhverf- isráðunaut til að samræma og stjórna umhverfis og fegr- unarmálum á Suðurnesjum og vera ráðgjafi sveitar- stjórnarmanna í þeim málum. 5. Skipuleggja þarf og merkja svæði og leiðir fyrir fjórhjól og torfærutæki á einum stað hér á svæðinu. 6. Hávaðamengun: Settar verði reglur um hávaðamörk í byggð og verði unnið að því strax. 7. Aðalfundurinn telur að, ef við ætlum okkur að gera Reykjanesskaga að aðlað- andi ferðamannastað í fram- tíðinni, verðum við að leggja höfuðáherslu á fegrun og umhverfismál. Gleðileg jól ogfarsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu. nymijnD SAMBAND SVEITARFELAGA Á SUÐURNESJUM Sendir Grindvíkingum bestu jóla og nýárskveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum Ágœtu Grindvíkingar! Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs, með þökk fyrir árið sem er að líða. Grindavíkurbœr

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.