Gríma - 01.09.1933, Síða 12

Gríma - 01.09.1933, Síða 12
1Q TVÆR FARANDSÖGUE »Hann verðum við að fá að heyra, séra Friðrikc, gnllu margir við. »Já«, sagði séra Friðrik«, en það er nú eins með mig og kammerráðið, að eg þori ekki almennilega að segja hann, af því ég er hálfhræddur um, að móðga hann og máske fleiri sómamenn. En ef þið viljið lofa því, að reiðast mér ekki þó ykkur mislíki eitt- hvað, þá skal ég nú segja hann. »Úr því að Drottinn líður ykkur prestana, eins og þið nú eruð sumir hverjir, þá býst eg við að við mennirnir verðum að þola það líka, þó þið verðið nokkuð kjaftforir að óþörfu«, sagði kam- merráðið. »Jæja þá«, sagði séra Friðrik, »það er merkilegt hvað hér hefur skeð með drauma í nótt — sýslu- manninn okkar dreymir að hann sé kominn til himnaríkis og fái þar að tala við sjálfan höfðingja postulanna, sem er svo lítillátur að þéra hann og meira að segja gefur honum í staupinu. En eg, sem er prestur, — mig dreymdi í nótt að eg var kom- inn til helvítis, og það var nú allt annaö en gaman að sjá það, sem þar bar fyrir augun. Eg sá þar fyrstan ófrýnilegan, svartan djöful, með glóðarkol í augnastað og járnklær, og stóra járnstöng í hendinni. »Gaman væri að fá þig til að pína þig, Ballarár- klerkur«, sagði hann, »og gott er að vita hvað mörg- um sálum við eigum von á úr þinni sókn. En nú verður þú látinn í friði af okkur hérna í nótt, því þeir þarna á efri bænum hafa skipað svo fyrir, að þú fengir að koma hingað í draumi og segja svn sóknarbörnunum frá ferðinni«. Mér var nú þetta til huggunar, og eg fór nú víða í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.