Gríma - 01.09.1938, Page 9

Gríma - 01.09.1938, Page 9
ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINGEYRUM 7 hefir mest til unnið!“ Eftir þessa harkalegu með- ferð varð Katrín veik, og varð mál út af þessu of- beldisverki. Bjarni sýslumaður tók þetta líka mjög óstinnt upp fyrir konu sinni og vítti hana fyrir til- tækið og kvað maklegt, að hann léti fara eins með hana. Eftir þenna atburð varð sambúð sýslumanns- hjónanna stirðari með hverjum degi, en nokkru síð- ar ól Hólmfríður barn og dó af afleiðingum þess barnsburðar. Út af dauða frúarinnar spunnust ýmsar sögur, og var sagt, að hún hafi kviðið miög fyrir af- leiðingum flengingarmálsins og tekið fegin dauða sínum. Sagan hermir, að Hólmfríður hafi í æsku sinni trú- lofazt síra Halldóri Hallssyni, er nú var prestur á Breiðabólsstað í Vesturhópi, en faðir hennar, Páll lögm. Vídalín, staðið á móti þeim ráðahag og sent hana suður í Skálholt. Þar kynntist hún Bjarna, er þar var skólameistari, og varð þunguð með honum og giftist honum, þó að henni væri það ekki ljúft. Eftir það er Hólmfríður svo kom að Víðidalstungu, endurnýjaðist þessi vinátta hennar og síra Halldórs, sem nú var orðinn sóknarprestur hennar og sálu- sorgari. Hún leitaði nú til hans í raunum sínum. — Síra Halldór fékkst við lækningar eins og margir prestar fyrr á tímum, og var sagt, að hann kæmi að Víðidalstungu svo að lítið bæri á, en hún hafi þá beðið hann um ráð til þess að flýta dauða sínum; en hverju hann svaraði eða hvað þeim fór á milli, veit enginn. Svo dó Hólmfríður á næsta dægri og var eflaust södd lífdaga. — Bjarni sýslumaður var talinn einn af mestu skör- ungum, en um leið ójafnaðarmönnum 18. aldar. Deilur hans og málaferli við Jóhann Gottrup á Þing-

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.