Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 22

Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 22
20 HAMRA-SETTA [Gríma ir benda á neinar aðgerðir í þá átt eða að hún hafi unnið eiðinn. Það má því virðast allsennilegt, að hún hafi borgið lífi sínu um stundarsakir með dómkirkju- griðunum, er henni voru dæmd. Og það styðja fyrr- greind ummæli Björns á Skarðsá, sem segir fortaks- laust, að Sesselja kæmist á Hólakirkju. Björn var fæddur 1574 og gat því auðveldlega haft þetta eftir fólki, sem séð hafði Sesselju og mundi hana vel, því að varla hefur hún verið eldri en fertug, þegar hún lenti í þessu. Björn er talinn sannorður maður og merkastur óskólagenginna fræðimanna við annálaritun á sinni tíð; ætti því að vera óhætt að taka hann trúanlegan um þetta atriði. En hafi Sesselja þá leitað sér griða á Hólakirkju, hefur hún verið komin austur til átthaga sinna aftur sumarið 1544 og ekki farið huldu höfði. Sést það af sex manna dómi, dag- settum í Vallanesi 5. ágúst það ár, eða tæpu ári eftir lögmannsdóminn á Egilsstöðum. Þann dóm sitja þrír prestar og þrír leikmenn, skip- aðir af Gissuri biskupi Einarssyni, sem þá er staddur í Vallanesi á vísitazíuferð um Austfjörðu. Eiga þeir að „rannsaka og á að líta, hvort herra Gissur skyldi nokkra lausn veita Sesselju Loftsdóttur, því hún hennar beiddist í dandimanna nærveru fyrir1) það ódáðaverk hún meðkenndist hafa í fallið með þeim manni, sem hennar dóttur hafði áður legið. Enn sakir þess, að greind Sesselja hafði lausn áður tekið af síra Einari Arnasyni (officiali) og lofað bót og betrun og að öngvu haldið. Og þess annars, að hún var áður dæmd af 12 skilvísum mönnum af lögmanninum Er- lendi útnefndum fyrir það óbótamál, sem hann upp ') Hér ætti að standa hennar,en það orð er fyrr í setningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.