Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 35

Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 35
Gríma] HAMRA-SETTA 33 Grund og virðast að mestu vera úr líparíti. Bergið er víðast óheillegt og sumsstaðar mulið í skriður. Neðan við Hamrana taka svo fyrst við melar og síðan hall- andi mýrlendi niður að sléttu. Hellismunninn liggur í berginu, þar sem það er hæst, nálægt tveim mann- hæðum frá hálfgrasigróinni skriðu, sem liggur þar upp að klettunum. í Sesseljuhelli — en svo er hann ávallt nefndur — má ganga úr þessari skriðu eftir tæpri rák. Frá hellismunnanum og inn að nokkuð sléttu bergi eru nú ekki meira en 4—6 metrar — eft- ir því sem mig minnir frá því eg gekk í hellinn, þegar eg var unglingur heima á Grund, — en til beggja handa liggja gangar, sem nú eru að mestu fullir af lausu grjóti. Uppi á hömrunum er bergið sprungið, og man eg þar eftir mjög djúpri, en þröngri gjá, og er sýnilegt, að þar hefur bergið fallið niður. Eins og hellirinn er nú, er hann lítið annað en munninn, og fjarri því að geta verið mannabústaður, en ekkert virðist því vera til fyrirstöðu, að áður hafi til annarr- ar hvorrar handar legið gangur inn til stærra hellis eða bergið gengið eitthvað lengra fram en nú, og að þá hafi hellirinn verið dýpri. Nokkru neðan við berg- ið rísa upp tvær háar bergstrýtur, sem nefnast Strípar eða stundum „Karlinn“ og „Kerlingin“ (sbr. þjóð- trúna um nátttröllin). Þessir Strípar virðast vera í framhaldi lengst til suðvesturs frá norðausturhluta hamranna, en þar eru þeir að mestu aðeins snarbrött urð, og eru Stríparnir sjáanlega leifar af harðara bergi — gangur — en því, sem í kring hefur verið. Þegar þessi hamrabrún, sem Stríparnir eru leifar af, hefur verið óhrunin, þá hefur ef til vill verið allbreið gjá milli þeirrar hamrabrúnar og þeirrar, sem nú er til og hellismunninn er í. Sú gjá virðist þá hafa farið dýpk- 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.