Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 43

Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 43
Gríma] SÖGUR UM SVIPI 41 d. Forvitni framliðinnar konu. [Handrit Guðm. Guðmundssonar í Landakoti á Vatnsleysu- strönd 1907]. Séra Stefán Thorarensen, sem var prestur á Kálfa- tjörn 1857—86, var maður laus við alla hjátrú og hindurvitni; gerði hann jafnvel oft gys að þeim mönnum, sem höfðu trú á slíkum hégóma og voru myrkfælnir, því að hann var gamansamur. Samt sagði hann mér frá tveimur viðburðum, sem hann hafði sjálfur orðið fyrir og gat ekki skilið orsakirnar að. — Eitt af hans fyrstu embættisverkum, eftir það er hann kom hingað, var að fara út í Njarðvíkursókn, sem er annexía frá Kálfatjörn, og jarða þar gamla konu, sem var þá nýlega dáin. Nafn hennar man eg ekki. Prestur fór út eftir daginn áður en jarða átti og gisti um nóttina á kirkjustaðnum, Innri-Njarðvík. Hann var látinn sofa einsamall í útihúsi; var það á hlaðinu og laust við önnur hús, svo að milli þess og íbúðarhússins var hér um bil 8—10 álna bil. í þessu húsi var afþiljað herbergi, sem prestur svaf í. Hann lá nokkra stund vakandi í rúminu, eftir það er hann var háttaður, og sneri sér fram að stokk. Þetta var í ágústmánuði, og var því nóttin svo björt, að hann sá alla hluti í herberginu. Þegar prestur hafði legið þannig vakandi um stund, sá hann að kona með skuplu á höfði leið með mestu hægð inn með rúmi hans, allt inn að höfðalagi; þar sneri hún við og leið aftur með rúminu, unz hún hvarf út með hurðinni. Skömmu eftir þetta sofnaði prestur og svaf vel til morguns. Daginn eftir jarðaði hann konuna; hann hafði aldrei séð hana í lifanda lífi, en gat þó lýst henni svo nákvæmlega, að allir kunnugir dáðust að; um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.