Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 45

Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 45
Gríma] SÖGUR UM SVIPI 43 f. Svipir Árna og Theófíusar. [Handrit Jóns Jakobssonar að Arbæ á Tjörnesi. Sögn föður hans, Jakobs Jónssonar, en honum sagði Guðrún, kona Magn- úsar á Ketilsstöðum.] Bóndi sá bjó langa tíð á Fjöllum í Kelduhverfi, er Gottskálk hét Pálsson. Þótti hann merkur maður á sinni tíð. Hann átti 14 börn, sem á legg komust, og gátu 11 þeirra afkomendur, enda er fjöldi fólks víða um land frá Gottskálki kominn. — Tveir af sonum Gottskálks hétu Arni og Theófílus; voru þeir fulltíða menn, er saga þessi gerðist. Einn vetur á jólaföstu, eða rétt fyrir hana, voru þeir sendir kaupstaðarferð til Húsavíkur. Voru þeir gangandi og báru vöru sína, svo sem þá var siður á vetrum, enda var þá veðrátta hörð, kafald og ófærð; urðu þeir að fara fyrir Tjörnes, og er sú leið bæði löng og ógreiðfær, þegar mikið fennir. Segir ekki af ferðum þeirra bræðra fyrr en þeir höfðu lokið erindum sínum á Húsavík og voru komn- ir á heimleið. Sóttist þeim ferðin seint norður eftir nesinu, enda var færð afar erfið og veðurvonzka mik- il, en þeir höfðu þunga bagga að bera. Komu þeir að Ketilsstöðum að aflíðanda degi og báðu að gefa sér að drekka. Settust þeir á stóra kistu í bæjardyrunum, á meðan drykkurinn var sóttur; leystu þeir ekki af sér baggana, heldur hölluðu sér með þá á bakinu upp að veggnum. Þegar þeir höfðu drukkið nægju sína, héldu þeir áfram ferðinni og ætluðu sér að ná norður á Torfubæina, Máná eða Valadal, til gistingar. — Á Ketilsstöðum bjó þá Magnús nokkur Guðmundsson, en kona hans hét Guðrún og var dóttir Benjamíns sterka Jónssonar á Isólfsstöðum. Hún var skyggn og sá margt, sem öðrum var dulið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.