Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 46

Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 46
44 SÖGUR UM SVIPI [Gríma Daginn eftir það er þeir bræður komu við á Ket- ilsstöðum, var dimmviðris-stórhríð með snjóburði miklum og hörkufrosti. Fór Magnús bóndi með síð- ara móti til fjárhúsa þann dag og dvaldist við gegn- ingar fram í myrkur. Þegar hann kom til bæjar og lauk upp dyrahurð, brá honum heldur en ekki í brún, er hann sá tvo fannbarða og klökuga menn sitja með bagga á baki á kistunni í bæjardyrunum; börðu þeir ákaft saman fótunum og létu hælana ganga á kistu- hliðinni. Ætlaði Magnús að ganga inn hjá þeim, en þá brugðu menn þessir við, fóru niður af kistunni og gengu í veg fyrir hann; gerðu þeir sig líklega til að verja honum inngönguna. Kom þetta alveg flatt upp á Magnús, enda þóttist hann kenna þar þá bræður, Árna og Theófílus, og þeirra átti hann sízt von, þar sem hann vissi, að þeir höfðu farið norður um daginn áður. Þóttist hann þá sjá, að hér væri ekki allt með felldu, og varð skelkaður. Hvarf hann frá dyrunum og upp á baðstofuglugga, kallaði inn til Guðrúnar konu sinnar og skýrði henni frá ófögnuði þeim, er hann hafði mætt í bæjardyrunum; bað hann hana að sjá einhver ráð til þess að sér yrði liðsinnt í þessum vandræðum. Guðrún bað hann vera stilltan og sagði, að ekki mundi mikils við þurfa; gekk hún síðan fram. Þegar Magnús kom aftur að bæjardyrunum, var þar engin fyrirstaða; Guðrún var þar fyrir, en mennirnir horfnir. Bar svo ekki neitt á neinu. Nokkrum dögum síðar fréttist það inn á nesið, að þenna sama morgun hefðu þeir bræður, Árni og Theófílus, lagt af stað inn á Brekkur, en svo er nefnt svæðið frá Bangastöðum inn að Auðbjargarstöðum. Komu þeir ekki fram, svo að leit var gerð að þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.