Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 64

Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 64
62 DRAUGASÖGUR [Gríma henni stóð stuttpilsuð stelpa með skotthúfu á höfði; hvarf hún brátt inn í dimmuna að baki sér. Að stund- arkorni liðnu komu Hleiðargarðsmenn úr kaupstað; dokuðu þeir við á hlaðinu á Stokkahlöðum, og einn þeirra kom inn í bæjardyrnar og nam staðar yzt í skálaganginum, þar sem stelpan hafði staðið. — Þenna sama dag sá Guðrún Jónsdóttir, kona Magn- úsar kaupmanns á Grund, stuttpilsaða stelpu með skotthúfu þar fram frá. Var það rétt áður en Hleiðar- garðsmenn fóru þar um. Þegar Daníel Sigfússon í Núpufelli lá banaleguna (f 19. jan. 1899), var piltur frá Hleiðargarði, er Páll hét, sendur út á Grenivík til Sigurðar læknis Hjör- leifssonar (Kvarans) til þess að leita meðala. Nóttina áður en Páll lagði af stað að heiman, bar svo við á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd, að vinnukonu þar dreymdi, að stelpa kæmi inn í baðstofuna. Var hún í pilsgopa, er náði ofan á hné, með skotthúfu á höfði og að öllu hin ótótlegasta. Þóttist vinnukonan spyrja stelpuna, hvert hún ætlaði, og svaraði hún því, að hún ætlaði út í Höfðahverfi eða á Grenivík, en mundi koma fljótt aftur og doka þá við. Sneri stelpan svo fram aftur, en stúlkan vaknaði og sagði draum sinn um morguninn. Um kvöldið kom Páll að Þórisstöðum og baðst gistingar; var hann þar vel kunnugur áður. Daginn eftir hélt hann ferð sinni áfram, lauk erindum sínum á Grenivík og náði aftur að Þórisstöðum um kvöldið til gistingar. Svo hagaði þar til, að kýr voru hafðar undir baðstofulofti. Um nóttina vaknaði fólkið við það, að ólæti mikil heyrðust úr fjósinu, en eink- anlega var það kálfur, sem verst lét; korraði í honum eins og verið væri að hengja hann. Fór Árni bóndi á fætur til þess að vita, hvað um væri að vera. Var þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.